Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 14
14 31. ágúst 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Þennan dag fyrir ellefu árum lést Díana prins- essa í bílslysi 36 ára gömul. Unnusti henn- ar, Dodi al Fayed, lést einnig í slysinu. Díana giftist Karli Bretaprinsi hinn 29. júlí 1981 í Dómkirkju Páls post- ula. Brúðkaupið var sveipað ævintýra- ljóma en hjónabandið var stormasamt og skildu Karl og Díana að borði og sæng árið 1992 en lögskilnaður gekk í gegn fjórum árum síðar. Haft var eftir Díönu í sjónvarpsviðtali að þau hefðu alltaf verið þrjú í hjónabandinu og það hefði verið full mikið. Átti hún þar við samband Karls við fyrrum kærustu sína og núverandi eigin- konu Camillu Parker Bowles. Díana og Karl eignuðust tvo syni, Vilhjálm og Harry. Díana var vinsæl meðal almennings og þótti alþýðleg. Hún skar sig að því leyti úr konungsfjölskyldunni sem heldur jafn- an ákveðinni fjarlægð við þegna sína. Samband Díönu og tengdaforeldr- anna var oft talið stormasamt. Fil- ippus prins hefur þó neitað að hafa haft horn í síðu hennar. Díana var sögð góð móðir og það lá þungt á henni hversu mikið hún þurfti að vera frá sonum sínum tveim- ur vegna skyldustarfa. Díana var syrgð um allan heim þegar hún lést og var konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir að bregðast seinlega við tíðindunum. Þó var eftir því tekið hversu vel prinsarn- ir stóðu sig, en þeir gengu um milli fólks og tóku í hendur þess fyrir utan Buckingham-höll þar sem mikill mannfjöldi safnaðist saman. ÞETTA GERÐIST: 31. ÁGÚST 1997 Díana prinsessa kveður MERKISATBURÐIR 1902 Hestakonan Adolph Lande burg gengur fyrst kvenna í pilsbuxum. 1919 Fyrsta almenna listsýn- ingin opnuð hér á landi í barnaskólanum í Reykja- vík. 1955 Borgarísjakar sjást um 100 sjómílur vestur af Reykjanesi. 1961 Alþjóðlegi ballettinn í Amsterdam settur á fót. 1994 Skák Jóhanns Hjartar- sonar og Jóns Garðars Viðarssonar lýkur með jafntefli eftir 183 leiki. 1971 Dave Scott ekur bíl á tunglinu fyrstur manna. 1994 Síðustu hermenn rúss- neska hersins yfirgefa loks Eistland og Lett- land. GRÍNISTINN CHRIS TUCKER ER 36 ÁRA Í DAG. „Mig langar að hætta að blóta. Ég held að ég sé fyndnari þegar ég sleppi því að nota ljót orð.“ Chris Tucker hefur leikið í kvik- myndum á borð við Rush Hour og Jackie Brown. Hann er þekktur fyrir ljótan orðaforða í gamanmálum sínum. AFMÆLI INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTT- IR LEIKKONA er 36 ára. ÖRN ARNAR- SON SUND- KAPPI er 27 ára. Séra Úlfar Guðmundsson hættir prest- skap eftir 36 ára farsælt starf og syngur sína síðustu messu í dag. Mess- an fer fram í Gaulverjabæjarkirkju og verður boðið upp á kaffi á eftir. Úlfar hefur þjónað Eyrarbakkaprestakalli síðustu 28 ár en áður var hann prestur á Ólafsfirði. Síðustu tíu ár hefur Úlfar verið prófastur. Úlfar segir samfélagið hafa breyst mikið á þessum tíma sem hann hefur starfað sem prestur. „Það er eins og fólk sé feimið við að nefna Guð á nafn, til dæmis í skól- um, og það finnst mér vera óþarfi og misskilningur,“ segir Úlfar, sem finnst trúar iðkun þjóðarinnar og meðvitund um trú hafi farið minnkandi þegar hann lítur um öxl. Hann vill hvetja fólk til að staldra aðeins við í annríki dags- ins. „Veröldin stendur aldrei kyrr og for- eldrar hafa að sumu leyti verið gerðir óöruggir um trúaruppeldi barna sinna. Skólarnir sinna biblíusögufræðslu ekki eins vel og þeir gerðu, þannig að það er töluverð vanþekking að verða á biblíu- sögum og trúararfinum. Ég hef líka hvatt til þess að fólk hugsaði um heim- ilisguðrækni og held að það væri mjög gott á mörgum heimilum að hafa stutta borðbæn. Það tekur enga stund að segja „guð blessi matinn“ og þá setjast allir saman að borðinu augnablik. Svo fer fólki að þykja vænt um þetta þegar frá líður. Það er bara svo mikill tæt- ingur í samtímanum að ég held að það geti líka verið mjög gott fyrir hjón, þar sem þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði, að þau signdu hvort annað áður en þau fara að sofa á kvöldin. Þegar þau hafa prófað þetta í tvo þrjá mánuði þá vilja þau ekki sleppa því.“ Úlfari hefur líkað vel í starfi sínu sem prestur. Hann segir starfið mikil vægt en presturinn vinnur með fólki bæði á gleði- og sorgartímum. Prestakallið telur um 1.370 manns sem skipa þrjár sóknir og hefur Úlfar því sinnt þrem- ur kirkjum; Gaulverjabæ, Eyrarbakka og Stokkseyrarkirkju, og tveimur elli- heimilum að auki. Tímamótin leggjast vel í Úlfar þar sem hann er í óða önn að ganga frá og flytja sig um set til Sel- foss. Hann ætlar þó að taka lífinu með ró eftir starfslok og vitnar í ljóð eftir Pál Ólafsson: „Örninn flýgur fugla hæst í forsal vinda. Hinir sér það láta lynda leika, kvaka, fljúga og synda.“ „Ég ætla mér að „leika, kvaka, fljúga og synda“,“ segir hann kankvís, „en ég hef nóg að gera til að byrja með við að ganga frá og koma mér fyrir á nýjum stað. Þar verður nóg að gera hjá mér fram eftir haustinu.“ heida@frettabladid.is SÉRA ÚLFAR GUÐMUNDSSON: LÆTUR AF STÖRFUM EFTIR 36 ÁR Hjón ættu að signa hvort annað fyrir svefninn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, tengdadóttir og systir, Guðbjörg Elsa Sigurjónsdóttir fulltrúi hjá Íslandspósti Kópavogi, Funalind 15 Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 26. ágúst. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinslækningadeild 11E við Hringbraut eða Krabbameinsfélagið. Sigurjón Ómar Níelsson Elísa Harpa Grytvik Anna Björg Níelsdóttir Sigurður Sigurðsson Níels Birgir Níelsson Svanborg Gísladóttir Arnar Bjarki, Glódís Rún, Védís Huld og Heiðdís Perla Hulda Sigurbjörnsdóttir Hrefna Skagfjörð Íris Dagmar Sigurjónsdóttir Jónanna María Sigurjónsdóttir Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts Árna Jónssonar söngvara. Sérstaklega viljum við þakka Jóni Eyjólfi Jónssyni yfirlækni og heilbrigðisstarfsfólki öldrunarsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss sem önnuðust Árna í veikindum hans. Jafnframt sérstakar þakkir til Gissurar Páls Gissurarsonar og Fóstbræðra sem heiðruðu minningu hans með fögrum söng. Guð blessi ykkur öll. Bjarney V. Tryggvadóttir Sigurjón Árnason Helga Björk Harðardóttir Tryggvi Guðmundur Árnason Lee Ann Greer Árnason Jón Árnason Guðbjörg Gissurardóttir Valur Árnason Kara Pálsdóttir Ragnar Árnason Kristín Helga Viggósdóttir. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jósafat Vilhjálmur Felixson Húsey, sem lést sunnudaginn 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Löngumýrarkapellu þriðjudaginn 2. september kl. 15.00. Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði. Inda Indriðadóttir Felix Jósafatsson Baldvina G. Valdimarsdóttir Indriði Jósafatsson Hrönn Helgadóttir afabörn og langafabörn. SYNGUR SÍNA SÍÐUSTU MESSU Í DAG Séra Úlfar Guðmundsson lætur af prestskap í dag eftir 36 farsæl ár í starfi. Tímamótin leggjast vel í hann en hann er að koma sér fyrir á Selfossi. MYND/EGILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.