Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 16
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR Anna Margrét Björnsson skrifar AÐ FANGA AUGNABLIKIÐ ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Hólmgeir Karlsson sjá síðu 6 Pennar Vigdís Þormóðsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is Tvær hallir verða að hóteli Það tók sjö ár að endurgera hallirnar í Della Gherar- desca-garðinum í Flórens. Ekkert herbergi eins Franski arkitektinn Pierre-Yves Rochon hefur sinnt hverju einasta smáatriði meistaralega. E f þig hefur alltaf langað til þess að upplifa þig eins og konungur og drottning á endurreisnartímabili Ítalíu með tilheyrandi engilbörnum og gyðjum í loftinu þá er Four Seasons-hótelið í Flórens algjör paradís á jörðu. Það tók sjö ár að endurgera þessar fallegu tvær hallir sem eru í einu best geymda leyndarmáli borgarinnar – garðin- um Della Gherardesca sem er stærsti garður í einkaeign innan borgarmúranna. Listaverk, freskur og styttur skreyta hvern einasta krók og kima, hvort sem það eru borðstofur, gang- vegir, svefnherbergi eða baðherbergi. Það er franski arkitekt- inn Pierre-Yves Rochon, sem einnig hannaði Hotel George V í París, sem á heiðurinn af þessari vel heppnuðu andlitslyft- ingu. Engin tvö herbergi hótelsins eru eins, og einnig er þar að finna fullkomna heilsulind ásamt stórri sundlaug. - amb www.fourseasons.com Fallegasta hótel heims? NÝJA FOUR SEASONS HÓTELIÐ Í FLÓRENS REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY flugfelag.is Ævintýrin liggja í loftinu! Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Vestmannaeyjar frá 3.990 kr. H eimurinn hefur breyst mikið á síðustu fimm árum hvað varðar myndavélar. Þessi tæki okkar fönguðu tímann í fyrsta sinn fyrir meira en hálfri annari öld og hafa umbylt sögu okkar og fréttum með lifandi sönnunum. Myndavélar urðu stafrænar í byrjun tíunda áratugar- ins, en stærsta byltingin í myndavélavæðingu heims- ins varð þegar slík tæki urðu ódýrari og aðgengilegri, sérstaklega þegar GSM-símar fóru að vera með inn- byggðar myndavélar. Aldrei hefur verið eins auðvelt að „fanga augnablikið“; að vippa myndavél upp úr vasanum eða gemsanum sínum og festa minningu á filmu. Ljósmyndarar dagsins í dag eru ekki aðeins listamenn og atvinnumenn heldur ég og þú, ungir sem aldnir. Það varð augljóst þegar Ferðalög fór af stað með ljósmyndasamkeppni um bestu sumar- myndina að Íslendingar eru duglegir að taka myndir. Í samstarfi við Sony Center og Sumarferðir auglýst- um við eftir skemmtilegum myndum teknum á ferða- lögum landans bæði innanlands og utan og fengum næstum fjögur þúsund myndir, sem er klárlega met- þátttaka. Það var mjög gaman að sjá að þátttakendur voru á öllum aldursskeiðum og myndirnar bárust frá fjölmörgum landshlutum og fjarlægum löndum. Valið var erfitt en að síðustu völdum við þrjár mynd- ir sem okkur fannst lýsandi fyrir þá stemningu sem ferðalagið er: töfrandi augnablik og upphaf á nýjum ævintýrum. Vinningsmyndirnar má sjá hér í blaðinu á síðum 6 og 7. Við viljum þakka öllum þeim fjölda fólks sem sendi myndir inn á visir.is fyrir þáttökuna og benda á að enn er hægt að skoða allar myndirnar sem tóku þátt á visir.is. 2 FERÐALÖG UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á JÖRÐINNI... er Ísland. Sama hvernig á það er litið eða hvert ég fer þá er heima best. Það jafnast ekkert á við gömlu góðu Gufuna, kalda íslenska kranavatnið og ókeypis andlits- meðferðina í hressandi roki og rigningu. ÉG FERÐAST ALDREI ÁN... þess að hafa með mér gott lesefni. Mæli eindregið með tímaritinu Vanity Fair þar sem finna má skemmtileg viðtöl í bland við pólitískar greinar og frásagnir um goðsagnir liðinna tíma. SÍÐASTA FERÐALAGIÐ SEM ÉG FÓR Í... var til Frakk- lands. Ferðalagið hófst í París og endaði í suðurhluta landsins. Frakkland er eitt af mínum uppáhaldslöndum. MINNISSTÆÐASTI STAÐURINN SEM ÉG HEIMSÓTTI ÞAR... var án efa dvergríkið og furstadæmið Mónakó. Þetta þéttbýlasta ríki heims sem er rómað fyrir magnaða sögu, Rainier fursta og Grace Kelly, spilavíti, Formúlu 1 og fallegar hátískuverslanir sameinaði áhugasvið fjölskyldunn- ar. UPPÁHALDSHÓTELIN MÍN ERU... Mandarin Oriental í New York og Delano á Miami. Mandarin er vel staðsett hótel við Miðgarð og Delano er við suðurströnd þar sem allt iðar af lífi og fjöri. ÞEGAR ÉG ER Á FERÐALAGI ERLENDIS KAUPI ÉG ALLTAF... föt. Enda trúi ég því að góður fataskápur sé gulls ígildi. BESTA MÁLTÍÐIN SEM ÉG HEF SNÆTT ERLENDIS ER ... rétturinn „Black Cod“ á Nobu í London. MINNISSTÆÐASTA FERÐALAGIÐ... er þegar ég og Hreinn Líndal frændi fórum í fyrrasumar með börn og buru keyrandi um Snæfellsnesið og norður á Akureyri. PARADÍS FYRIR MÉR ER... hvítur sandur, sól og smá- vegis hafgola. Þess vegna dreymir mig um lítið hús á strönd við lygnan sjó. NÆSTI STAÐUR SEM MIG LANGAR VERULEGA AÐ HEIMSÆKJA... er vesturströnd Bandaríkjanna. FERÐIR MÍNAR ELÍNRÓS LÍNDAL, BLAÐAMAÐUR OG NEMI NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.