Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 46
8 FERÐALÖG B erlín á sér býsna merkilega sögu sem fer vart framhjá neinum þeim sem sækir borg- ina heim. Vissir hlutar þýskr- ar sögu fara þó hærra en aðrir og sumir hlutar sögunnar, sérlega þeir nýliðnu, eru nánast þaggaðir niður. Í Suðaustur-Berlín kúrir lítið safn sem skráir á áþreifanlegan hátt nýliðna sögu borgarinnar. Safninu er þó lítið hampað svo ferðamenn sjái, ólíkt þeim söfnum sem sýna glæsilegri hliðar þýskrar menningar- arfleiðar. Stasi-safnið við Normannen- strasse hýsir nefnilega, líkt og nafnið gefur til kynna, ógnvænlega menningararfleið austur-þýsku leyniþjónustunnar. Safnið er í húsi því sem áður var aðal- bygging höfuðstöðva leyniþjónustunnar. Allt í kring eru byggingar, gerðar eftir vægðarlausri forskrift fagurfræði kommún- ismans, sem hýstu hinar ýmsu deildir Stasi. Í þessum byggingum unnu um 22.000 manns við það að hnýsast í hvern krók og kima um líf Austur-Þjóðverja og reyna þannig að verja landið og ekki síst kommúnistaflokk- inn frá hvers konar ógn, að innan sem utan. 15. janúar árið 1990 ruddust íbúar Austur- Berlínar inn í aðalbyggingu höfuðstöðva Stasi og gengu þar berserksgang, þannig að húsgögn og leynileg skjöl flugu frjálslega um ganga byggingarinnar. Skyldi engan undra að tilfinningahita hafi gripið fólk; í kjölfar þess að Berlínarmúrinn hrundi í nóvember árið áður fóru íbúar Austur- Berlínar loksins að eygja von um það sem við Vesturlandabúar höfum lengi kallað eðlilegt líf. Vesalings Austur-Þjóðverjarnir sáu fram á að geta loks átt í samskiptum um síma eða bréflega án þess að óttast að verið væri að njósna um þá. Þeir gátu loks farið í gönguferð án þess að óttast að hver steinn, hver trjágrein og hver smáfugl væri í raun og veru njósnamyndavél sem beið þess eins að festa þá á filmu. Þeir sáu fram á að geta loksins haft skoðanir á hlutunum án þess að óttast fangelsisvist eða jafnvel eitthvað enn verra. Skynsamt fólk var þó fljótt að sjá að höfuðstöðvar Stasi geymdu menningar- verðmæti og ómetanlegar heimildir um ótrúlega tíma. Það var því strax árið 1990 sem kom til tals að gera aðalbygginguna að safni sem veitti gestum innsýn í starfsemi leyniþjónustunnar. Heimsókn í Stasi-safnið er því líkust að stíga um fjörutíu ár aftur í tímann. Bygg- ingin og innbú hennar virðast frosin á sjö- unda áratugnum; stíllinn er þunglamalegur og lítil náttúruleg birta kemst að. Í safninu má svo sjá ýmis þau tæki og tól sem Stasi- liðar notuðu til þess að njósna um samlanda sína; þau eru mörg hver býsna lygileg og ljóst að fólk var hvergi óhult frá hnýsni leyniþjónustunnar. Í safninu gefst einnig færi á að skoða fangaklefa, valsa frjálslega um einkaíbúð yfirmanns Stasi og að fá sér kaffibolla á sérlega þrúgandi kaffistofu Stasi-liða. Safnið er að auki stútfullt af fróðleik í formi lesefnis og hýsir til að mynda litla bókabúð þar sem þeir sem eru áhugasamir og þýskumælandi geta keypt sér margvísleg rit um átök kommúnista- áranna. Að lokinni heimsókn á safnið eru þó flestir væntanlega því fegnastir að búa ekki við aðra eins skelfingu og íbúar Austur- Þýskalands þurftu að þola. - vþ ÁÞREIFANLEG FORTÍÐ AUSTUR-ÞÝSKALANDS Berlínarmúrinn skildi að Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * Langar þig að brosa við Mónu Lísu, fara upp í Eiffelturninn, eiga róman- tískt kvöld á Signubökkum eða fá konunglega tilfinningu í Versölum? *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til Parísar, í helgarferð eða í sumarleyfi. Allir heillast af þessari litríku borg þar sem hún opnar faðm sinn, breiðstræti, torg og þröngar götur, á móti þeim sem vilja upplifa eitthvað nýtt og ævagamalt. Drífðu bara í því að panta far! ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 34 75 0 8 2 0 0 8 M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.