Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 48
10 FERÐALÖG L uang Prabang er einn af þeim stöðum þar sem maður verður fyrir óútskýr- anlegum töfrum enda búið að skrá hann á heimsminjaskrá UNESCO. Laos er umkringt máttugum nágrönnum; Taílandi, Víetnam, Kína og Kambódíu. Laos- búar eru ljúft fólk sem tekur lífinu með ró, svo mikilli að sumum finnst nóg um. Þetta fátæka land hefur upp á margt að bjóða, stærsti hluti landsins er ósnert náttúra með fjölbreyttu dýralífi en einn fjórði landsins er frumskógur. Laos er í auknum mæli að verða vinsæll ferðamannastaður. Stærsti hluti landsmanna býr enn í þorpum og lifir ein- földu lífi. Áhugavert er fyrir ferðamenn að eyða nokkrum dögum með heimamönnum í þorpunum. Luang Prabang, sem var áður höfuðborg konugsveldis Laos, er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Hann er umluk- inn fjöllum og hæðum og bæði í gegnum og kringum bæinn renna ár, og einhvers konar stóisk ró virðist svífa yfir vötnum. Búddatrúin spilar stóran þátt í bæjarlífinu. ÁHUGAVERÐIR STAÐIR Það er gaman að skoða konungshöllina sem er safn í dag því að konungsættin var send í útlegð 1975 í Norður-Laos og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Nauðsynlegt er með jöfnu millibili að setjast niður á einn af mörg- um veitingastöðum bæjarins eða kaffihús og fá sér hressingu. Frönsk áhrif eru sterk í matar gerðinni og því mikið af gómsætu bakkelsi sem erfitt er að standast. Frönsku áhrifin blandast við suðaustur-asískar mat- arhefðir sem byggja á miklu kryddi, fersk- um ávöxtum og grænmeti, hrísgrjónum, kjöti og fiski. LÍFSINS LYSTISEMDIR Það er með eindæmum ljúft að rölta aðal- götuna í ljósaskiptunum og finna hvernig mjúkt myrkrið læðist yfir bæinn og kveikt er á fallegum götuljósunum. Það eina sem maður þarf að hafa áhyggjur af er hvaða veitingastað skal velja. Eftir að hafa borðað það sem hugurinn girnist er ekki verra að kíkja á einhvern af mörgum börum bæjar- ins. LISTRÆNIR ÍBÚAR Það kom jafnframt á óvart hversu mikil list og handverk eru í Luang Prabang. Það er verið að þurrka handgerðan pappír við annað hvert hús sem búið er að skreyta með þurrk- uðum blómum úr héraðinu. Þá er ótrúlega mikið af galleríum og litlum búðum sem selja virkilega flotta muni. Mikið er af vefnaðar- vöru ýmiss konar úr silki og bómull. Silfur- munir voru einnig víða til sölu sem og einstaklega fallegir hlutir gerðir úr íbenviði. Það er því óhætt að segja að heimamenn og fólkið í nágrenninu eru mjög færir listamenn. Eins og aðrir íbúar Suðaustur-Asíu leggja þeir mikið upp úr að huga vel að heilsunni og eru nuddstofur og heilsulindir víða um bæinn. Það er því ekki amalegt að skella sér í nokkurra stunda dekur og líða eins og endur- fæddum á eftir. Þetta er staður til þess að njóta. Njóta og slaka vel á í dásamlegu umhverfi. Þeir sem heimsækja Luang Pra- bang eiga í vændum afskaplega ljúfar stundir sem seint gleymast. LUANG PRABANG EINN AF GLITRANDI GIM- STEINUM AUSTURSINS Kolbrún Ólafsdóttir skrifar frá Laos Einhvers konar stóísk ró hvílir yfir borginni Luang Prabang í Laos. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * Pakkaðu ekki of miklu í töskuna áður en þú ferð til Boston. Hún er borgin þar sem þú gerir hagstæðustu innkaupin í haust. *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Boston er spennandi áfangastaður á haustin. Verslanir við Newbury Street eru fullar af nýjum vörum, mannlífið heillandi, söfnin frábær og kvöldin yndisleg inni á hlýlegum veitingastöðum frá öllum heimshornum. Láttu sjá þig í Boston. M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 34 75 0 8 2 0 0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.