Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2008 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2009. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • menntamála - grunnskólar/leikskólar • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála • umferðaröryggismála Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir. Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögnum, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur, merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2008. Styrkir Reykjavíkurborgar Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is www.reykjavik.is/styrkir Haustönn hefst 8. september Enska úrvalsdeildin Bolton-WBA 0-0 Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton en Heiðar Helguson var á bekknum og kom ekkert við sögu í leiknum. Everton-Portsmouth 0-3 0-1 Jermain Defoe (12.), 0-2 Glen Johnson (40.), 0-3 Defoe (69.). Hermann Hreiðarsson lék síðustu tólf mínúturnar fyrir Portsmouth. Hull-Wigan 0-5 0-1 sjálfsmark (5.), 0-2 Wilson Valencia (13.), 0-3 Amr Zaki (63.), 0-4 Emile Heskey (68.) 0-5 Zaki (81.). Middlesbrough-Stoke 2-1 1-0 Afonso Alves (37.), 1-1 sjálfsmark (71.), 2-1 Tuncay Sanli (85.). Rautt spjald: Amdy Faye (36.). West Ham-Blackburn 4-1 1-0 Calum Davenport (12.), 2-0 sjálfsmark (20.), 2-1 Jason Roberts (22.), 3-1 Craig Bellamy (90.), 4-1 Carlton Cole (90.+2.). Arsenal-Newcastle 3-0 1-0 Robin Van Persie (18.), 2-0 Van Persie (41.), 3-0 Denilson (59.). Enska Championship-deildin Burnley-Plymouth 0-0 Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu sextán mínúturnar fyrir Burnley. Doncaster-Coventry 1-0 Richard Wellens (31.). Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry. Reading-Crystal Palace 4-2 1-0 James Harper (18.), 1-1 Nick Carle (37.), 1-2 Calvin Andrew (64.), 2-2 Kevin Doyle (68.), 3-2 Doyle (69.), 4-1 Doyle (89.). Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading. Skoska úrvalsdeildin Hamilton-Hearts 1-2 0-1 Marius Zaliukas (18.), 0-2 Andrew Driver (59.), 1-2 Derek Lyle. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts. ÚRSLIT FÓTBOLTI Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í gær með sjö leikjum. Portsmouth og WBA náðu í sín fyrstu stig í deild- inni og nú er Tottenham því eina liðið sem er ekki komið á blað. Hermann Hreiðarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Ports- mouth sem heimsótti Everton í gær. Jermaine Defoe kom gest- unum yfir strax á 12. mínútu leiksins og Glen Johnson bætti við öðru marki á 40. mínútu. Það var svo Defoe sem innsiglaði fyrsta sigur Portsmouth í deild- inni á þessu keppnistímabili með góðu marki á 69. mínútu. Her- mann Hreiðarsson kom inn á og lék síðustu tólf mínúturnar með Portsmouth. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem gerði markalaust jafntefli gegn nýlið- um WBA á heimavelli sínum, en þetta var fyrsta stig WBA í deild- inni. Heiðar Helguson var á vara- mannabekk Bolton og kom ekki við sögu í leiknum. Langræknir aðdáendur West Ham Paul Ince fékk að vanda óblíðar móttökur þegar hann sneri aftur á Upton Park, nú sem knatt- spyrnustjóri Blackburn, en aðdá- endur West Ham eru ekki enn búnir að fyrirgefa honum að láta mynda sig í treyju Manchester United þegar hann var enn leik- maður West Ham fyrir um nítján árum. Leikurinn út af fyrir sig var heldur lítið fagnaðarefni fyrir Ince því West Ham vann að lokum stór sigur, 4-1, þar sem Carlton Cole og hinn meiðslahrjáði Craig Bellamy skoruðu sitt markið hvor í blálokin fyrir heimamenn. „Mér fannst úrslitin, 4-1, ekki endurspegla gang leiksins. Við fengum færi til þess að skora í seinni hálfleik en þetta var einn af þessum leikjum þar sem ekkert gekk upp. Það hafði engin áhrif á mig að fá svona slæmar móttökur frá aðdáendum West Ham, það er alltaf gaman að koma á Upton Park en ég er svekktur yfir því að taka ekki einhver stig með mér,“ sagði Ince í viðtali í leikslok. Velkomnir í úrvalsdeildina Steve Bruce og lærisveinar hans í Wigan náðu nýliðum Hull hressi- lega niður á jörðina með 0-5 sigri. Sam Ricketts gerði sjálfsmark strax á 5. mínútu og leiðin lá bara niður á við eftir það og Hull tap- aði þar með sínum fyrsta leik í deildinni. Stoke var ekki langt frá því að krækja í stig gegn Middlesbrough á útivelli í gær þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri allan síð- ari hálfleik, en staðan var 1-0 fyrir Middlesbrough í hálfleik. Stoke gafst ekki upp og náði að jafna leikinn á 71. mínútu með sjálfs- marki Justin Hoyte en Tuncay Sanli tryggði heimamönnum öll stigin með marki á 85. mínútu og þar við sat. omar@frettabladid.is Portsmouth loks komið á blað Portsmouth vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær. West Ham, Wigan og Middlesbrough voru líka í stuði. ANDSKOTANS Það var allt á móti Paul Ince þegar hann sneri aftur á Upton Park í gær, innan vallar sem utan. NORDIC PHOTOS/GETTY MIKILL LÉTTIR Leikmenn Portsmouth höfðu ástæðu til þess að fagna í gær þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í deildinni á þessu tímabili. Hér sést Armand Traore fagna, ásamt Jermain Defoe, marki þess síðarnefnda. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Arsenal sýndi sínar bestu hliðar þegar Lundúnaliðið lagði Newcastle að velli 3-0 á Emirates-leikvanginum í gær. Robin Van Persie skoraði fyrsta mark Arsenal af miklu öryggi úr vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að boltinn hafði farið í hendina á Charles N‘Zogbia. Annað mark Arsenal var eink- ar glæsilegt þar sem liðið gjör- samlega splundraði Newcastle vörninni með hröðu spili sem endaði með því að Emmanuel Eboue átti hælsendingu á Van Persie sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Denilson bætti þriðja markinu við á 59. mínútu eftir góðan undir- búning hjá Emmanuel Adebayor og Samir Nasri. Þetta var bara einn af þeim dögum þar sem Arsenal ræður ferðinni og yfirspilar mótherja sína á Emirates-leikvanginum, þar sem liðið hefur aðeins einu sinni beðið ósigur. Liðið hefði hæglega getað bætt við mörkum en lokatölur urðu 3-0. - óþ Arsenal fór illa með Newcastle á heimavelli í gær: Yfirburðir Arsenal SÝNING Leikmenn Arsenal fóru á kost- um á Emirates-leikvanginum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.