Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 59
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2008 23 KÖRFUBOLTI Kvennalandslið Íslands varð að sætta sig við svekkjandi tap gegn sterku liði Hollands í B- deild Evrópukeppninnar í körfu- bolta í La Almere í Hollandi í gær- kvöld. Íslenska liðið átti í fullu té við þær hollensku þangað til í þriðja leikhluta þar sem leikurinn í raun og veru tapaðist. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest hjá Íslandi með 27 stig. Þar af skoraði hún fimm þriggja stiga körfur, úr sjö skottilraunum, sem er nýt met hjá liðinu í Evrópu- keppni. Jafnræði var með liðunum framan að leik og staðan var 33-35 fyrir Íslandi í hálfleik. Þriðji leikhlutinn varð hins vegar afdrifaríkur því þar skor- uðu þær hollensku 28 stig á móti aðeins 9 stigum íslenska liðsins og staðan því allt í einu orðin 61-44 fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið náði að saxa á for- skotið en í fjórða leikhluta en Hol- land vann þó að lokum 81-70. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Björgvinsson var svekktur í leiks- lok en tekur þó vitanlega margt jákvætt frá leik íslenska liðsins. „Við vorum að spila þrælvel framan af leik en þriðji leikhlut- inn var alls ekki nógu góður. Hel- ena lendir þá líka í villuvandræð- um og það var dýrkeypt. Við sýndum annars að við þurfum ekki að vera með neina minnimáttar- kennd og við getum unnið hvaða lið sem er í þessarri keppni. Við verðum bara að trúa því og fara í alla leikina til að vinna þá,“ segir Ágúst. - óþ Ísland tapaði 81-70 fyrir Hollandi í B-deild Evrópukeppninni í körfubolta í gær: Þriðji leikhlutinn afdrifaríkur FRÁBÆR Helena Sverrisdóttir fór enn og aftur á kostum hjá kvennalandsliði Íslands í gær þegar liðið tapaði 81-70 gegn sterku liði Hollands á útivelli. Helena skoraði 27 stig, hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum og tók 13 fráköst. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko, sem sló eftirminnilega í gegn á Evrópu- keppninni í Austurríki og Sviss í sumar, er að ganga í herbúðir Tottenham. Breskir fjölmiðlar telja að kaupverðið sé í kringum fjórtán milljónir punda en Pavlyuchenko kemur frá Spartak Moskvu. „Þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að kveðja gömlu liðsfélagana í Spartak Moskvu. Ég er annars ánægður með að vera kominn til Tottenham,“ sagði Pavlyuchenko í gær. - óþ Tottenham fær framherja: Pavlyuchenko til Tottenham ÁNÆGÐUR Pavlyuchenko er sáttur við að vera kominn í ensku úrvalsdeildina. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stjörnumenn náðu að saxa á forskot Selfyssinga með góðum 3-0 sigri í frestuðum leik gegn Fjarðabyggð í gær. Nú eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að eftir að Selfoss tapaði nokkuð óvænt 4-3 gegn Víkingi Ólafsvík í fyrrakvöld. Botnliðin Njarðvík og KS/ Leifur gerðu markalaust jafntefli og Leiknir sem er í harðri fallbaráttu tapaði gegn KA 2-3 á heimavelli sínum í gær. - óþ 1. deild karla: Stjarnan eygir enn von HANDBOLTI Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, stýrði liðinu til 33- 28 sigurs gegn Hamburg í þýska ofurbikarnum í gær. Þetta er í fimmta skiptið sem Kielar-menn landa bikarnum og það gerðu þeir án þess að besti leikmaður liðsins, stórskyttan Nikola Karabatic, væri með. Kiel leiddi í hálfleik 17-14 og nokkuð jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik þangað til Kiel seig fram úr og vann að lokum sannfærandi sigur. - óþ Þýski handboltinn: Alfreð landar fyrsta titlinum GÓÐ BYRJUN Það tók Alfreð ekki langan tíma að landa titli með Kiel. NORDIC PHOTOS/GETTY HOLLAND-ÍSLAND 81-70 (33-35) Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 27 stig (13 fráköst, 5 stoðs., hitti úr 5 af 7 þriggja stiga, 29 mínútur, 5 villur), Signý Hermannsdóttir 11 stig (6 frák- öst, 4 varin), Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig (6 fráköst, 3 stoðsendingar), Kristrún Sigurjónsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 5 (6 fráköst), Hildur Sig- urðardóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.