Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 62
26 31. ágúst 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Ég er með mitt eigið fatamerki og sit sveitt við að sauma herraskyrtur og prjóna peysur sem eiga að fara í verslanir í haust. Augnlitur: Grænn með gulum hring. Starf: Fatahönnuður. Fjölskylduhagir: Árni Gústafsson hljóðmaður, stjúpsonurinn Daníel Kári og hundurinn Salka. Hvaðan ertu? Er úr Reykjavík en ættuð að vestan. Ertu hjátrúarfull? Já og nei. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Breskir gamanþættir og Út og suður. Ég elska þann þátt! Uppáhaldsmatur: Er brjáluð í matinn hennar mömmu og plokkarann hans pabba, en elska líka carpaccio með mikið af parmesan osti. Fallegasti staðurinn: Ísland eins og það leggur sig. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að vera í góðra vina hópi, kela við Árna og búa til föt. Hvað er leiðinlegast? Hvað tíminn líður hratt. Helsti veikleiki: Ég er of framkvæmdaglöð. Helsti kostur: Ég er jákvæð og með stórt hjarta. Helsta afrek: Það sem stendur upp úr er að mér ásamt vin- konum mínum tókst að opna +354 Guerrilla Store í Slippnum í Reykjavík árið 2005. Mestu vonbrigðin: Að hafa bitið Stefán frænda þegar ég var lítil af því að hann vildi ekki skila læknadótinu sem ég fékk í afmælisgjöf. Maður gerir ekki svoleiðis. Hver er draumurinn? Verða farsæll fatahönnuður og harmonikkuleikari og enda lífið í sveitinni, geðveikt „fashionable“ að taka lagið fyrir beljurnar. Hver er fyndnastur/fyndnust? Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Léleg þjónusta hjá toll- og skattayfirvöldum landsins og það að þurfa að láta yfir mig ganga þetta ástand í borgarmálunum. Maður er farinn að skammast sín allverulega fyrir að búa í Reykjavík. Hvað er mikilvægast? Ástin, fjölskyldan og vinirnir. HIN HLIÐIN SONJA BENT FATAHÖNNUÐUR Þolir ekki ástandið í borgarmálum 12.12. 1977 „Ég hef alltaf nóg að gera – það er það sem heldur mér við,“ segir Guðni Eyjólfsson, 91 árs gamall Akranesbúi sem er hvergi nærri sestur í helgan stein og slær heldur ekki slöku við í áhugamálunum. Guðni vinn- ur á lagernum í Einarsbúð á Akranesi, en hún er í eigu dóttur hans, Ernu, og tengdasonarins Einars. „Ég er þar frá átta á morgnana og til klukkan sex á daginn, en ég legg mig samt í klukkutíma yfir daginn,“ útskýr- ir Guðni, sem einmitt var stadd- ur heima í hádegishvíld þegar blaðamaður náði tali af honum. Guðni hefur verið mikill lax- veiðimaður áratugum saman og ekki er lengra síðan en tæp vika að hann lenti í mokveiði í Anda- kílsá. „Ég byrjaði 1946 og er búinn að vera í veiðinni í rúm sextíu ár. Ég fer í hana öll sumur,“ segir Guðni, sem heldur skrár yfir stórlaxana sem hann landar og er, eins og gefur að skilja, þaulvanur veiðimaður. „Maður þarf að læra á vatnið og finna út hvar laxinn heldur sig,“ segir Guðni. Laxveiðin er þó ekki eina veiðin sem hann hefur stundað, því Guðni var á sjó til margra ára. „Ég byrjaði ungur sem sjó- maður, um fimmtán ára aldur- inn, og var þar lengi. Öll mín bestu ár átti ég á sjónum og var alltaf á mestu aflaskipunum,“ segir Guðni. Hann man enn versta veður sem hann hefur komist í tæri við á sjónum, en það var óveðrið sem geisaði við landið þegar skipið Pourquoi Pas? fórst við Íslandsstrendur, 16. september 1936. „Það er mesta veður sem ég hef lent í á sjó. Við vorum þá að koma úr Grænlandshafinu og ég var á tuttugasta aldursárinu. Ég hef bara ekki lent í vondum veðrum, nema þessu,“ segir Guðni. Guðni verður 92 ára 1. nóvem- ber næstkomandi, en slær hvergi slöku við. Auk vinnunnar segir hann líkamsæfingar, sem hann gerir heima við, halda sér ungum. „Pabbi var mikill íþróttamaður og kenndi mér alls konar æfing- ar. Ég held mér við með þeim. Þær eru svona eins og Müllers- æfingarnar gömlu, sem voru svo vinsælar í þann tíma,“ útskýrir Guðni. Veiðin er heldur ekki eina áhugamálið sem hann ræktar. „Ég fer á fótboltaleiki eins og ég hef gert alla tíð og svo er ég mik- ill spilamaður í bridds, ég er líka búinn að vera í því lengi,“ segir Guðni kátur. sunna@frettabladid.is GUÐNI EYJÓLFSSON: ÖLDUNGUR Á AKRANESI VINNUR, VEIÐIR OG SPILAR BRIDDS Hefur nóg að gera á tíræðisaldri Í EINARSBÚÐ Guðni Eyjólfsson, 91 árs Akranesbúi, vinnur alla virka daga í verslun dóttur sinnar og tengdasonar. MYND/SKESSUHORN Óþelló-uppsetningu Baltasar Kor- máks í Barbican-leikhúsinu hefur verið slegið á frest. Bakkaði For- est Whitaker út? „Hann er ekki búinn að bakka út. Tímarammar okkar gengu ekki upp saman á þeim tíma sem Barbican vildi gera þetta,“ segir Baltasar, en ekki ligg- ur fyrir hvenær verið verður sett upp. „En ég er ekkert kvalinn yfir þessu og hef nóg annað að gera.“ Baltasar segist vera í verkefna- hrinu. „Ég er í undir búningi að vinna með Arnaldi að Grafarþögn. Óli Egilsson og ég erum að gera handrit að víkingamynd. Það er mikill áhugi á henni og aðilar búnir að sýna áhuga á því erlendis. Svo er kvikmynd sem heitir Birdartist. Ég er að fara út til Toronto með Brúðgumann og er á fundi út af því. Svo er ég með annað verkefni fyrir Þjóðleikhúsið sem ég er ekki síður spenntur fyrir en Óþelló. Svo á ég fimm börn.“ Hollywood sækir í leik- stjórann. „Það er stöðugt verið að senda mér verkefni að utan. Ég er svolítið „picky“. Ég hef ekki áhuga á að gera hryllingsmyndir og það er erf- itt að finna góð handrit þarna.“ Hann blæs hins vegar á það að hann sé orðinn Hollywood- leikstjóri. „Það er alltaf talað um Hollywood sem eitthvert hlið sem menn ganga inn um. Það er ekki þannig, þetta er svo óljóst og huglægt, hvað er Holly- wood-mynd og hvað ekki. En það er æðislegt þegar draumar manns rætast. Allt í einu ertu farinn að vinna með fólki eins og Sam Shep- ard. Svo þegar þú ert að leikstýra honum þá er það bara eins og að leikstýra Ingvari. Margir halda að þessir leikarar séu betri þarna í Bandaríkjunum, en það er fullt af frábærum leikurum hér. Bara minna vesen í kringum þá.“ - kbs Óþelló Baltasars Kormáks frestað í bili EKKI BAKKAÐUR ÚT Plön Baltasars og Forests eru illsamræmanleg. GÓÐIR SAMAN Baltasar vill endilega vinna með Whitaker aftur. M YN D /SK ESSU H O R N ÁRATUGA REYNSLA Guðni hefur áratuga reynslu af laxveiði og var á sjó til margra ára. Hann segist ekki hafa lent í verra veðri en nóttina sem Pourquoi pas? fórst. Í VERKEFNAHRINU Baltasar hefur nóg á sinni könnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fyrirsætan Ósk Norðfjörð lenti í óhugnanlegri lífsreynslu þegar hún var í fríi á Tenerife í síðustu viku ásamt sonum sínum tveimur. Breskur maður um fimmtugt elti þá Ósk og synina á röndum og er hún sannfærð um að hann hafi ætlað að ræna þeim. Ósk sagði í samtali við Vísi að hún hefði heyrt manninn lýsa þeim í símtali og beðið um að þau yrðu sótt. Ósk kallaði til lögreglu, sem handtók manninn samstundis. Að sögn Óskar viðurkenndi maðurinn að hafa elt hana og drengina en vildi ekki gefa upp ástæður þess. Þetta setti vitaskuld svip á það sem eftir var frísins. „Ég svaf ekkert það sem eftir var og við settum stóla og sófasett fyrir svalahurðina og höfðum baseball kylfu hjá rúminu það sem eftir var frísins,” sagði Ósk Norðfjörð við Vísi. is. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er stoltust af því hvað hann er jarðbundinn. Miðað við allt sem er búið að ganga á. Hann er búinn að standa sig vel bæði í náminu og handboltanum og það stígur honum ekki til höfuðs.“ Linda Björg Finnbogadóttir, móðir Björg- vins Páls Gústavssonar. Björgvin er annar markmanna handboltaliðsins og varði 92 skot á Ólympíuleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.