Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 8
8 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR SKIPULAGSMÁL Auka á bygginga- magn á lóðum við Kárastíg, Frakkastíg og Skólavörðustíg, samkvæmt deiliskipulagstillögu fyrir Kárastígsreit sem samþykkt hefur verið í Skipulagsráði. Í til- lögunni er einnig meðal annars lagt til að byggðamynstur við Kárastíg njóti verndar samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur. Þá er lögð til verndun götumynda og húsaraða. Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður skipulagsráðs, segir tillög- una samþykkta í góðri sátt. Hún hafi tekið talsverðum breytingum frá upphaflegum tillögum og leit- að hafi verið álits hagsmunaaðila auk sérfræðinga. Hann segir mikilvægt að halda í útlit og yfir- bragð hverfisins. Ein helsta breytingin er við- bygging við Hótel Leif Eiríksson á Skólavörðustígnum. Þar samþykk- ir ráðið kjallarabyggingu og lyftu- hús við norðurenda hússins. Þórir Halldórsson, eigandi hótelsins, segir að hugmyndin hafi verið að byggja mun meira á reitnum. Hann á einnig húsið og lóðina við Frakkastíg 26A og ætlaði hann sér að stækka hótelið að því húsi. „Ég á eftir að skoða þetta betur,“ segir Þórir. „Ég held að Kárastígsreiturinn sé óvenju vel leystur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna. Hún segir að fyrri hugmyndir hafi gert ráð fyrir hærri húsum og niðurrifi. „Þetta eru mildar breytingar sem eru í sátt við og til bóta fyrir umhverfið,“ segir Svandís. Hún telur starfsumhverfi hótelsins bætt án þess að gengið sé á rétt nágranna þess. Ólöf Örvarsdóttir, skipulags- stjóri Reykjavíkur, segir tillöguna í takt við áherslur í skipulagsmál- um í Reykjavík í dag. „Við erum að leyfa uppbyggingu í eldri hverf- um og erum að gera það á forsend- um þeirrar byggðar sem fyrir er,“ segir Ólöf. Guðmundur Einarsson, eigandi Listvinahússins sem stendur á reitnum, segir deiliskipulags- breytingarnar upprunalega til- komnar vegna óska eigenda hót- elsins um að fá að stækka hótelið. Hann segir íbúa í hverfinu hafa mótmælt þeim áformum kröftug- lega. Mótmælin hafi meðal annars snúið að skuggavarpi á hús og garða íbúanna. Hann fagnar því að hlustað sé á íbúana. „Nú er ungt fólk aftur að flytjast í hverfið, fólk sem vill búa á svæðum eins og Kárastígsreitn- um og ég vil meina að það sé mik- ill akkur fyrir Reykjavíkurborg að fólk vilji búa í slíku umhverfi,“ segir Guðmundur. olav@frettabladid.is Hótel stækkað og byggt upp á Kárastíg Samþykkt deiliskipulagstillaga fyrir Kárastígsreit gerir ráð fyrir auknu bygg- ingamagni á reitnum. Eigandi Hótels Leifs Eiríkssonar vildi fá að byggja meira, en íbúar á reitnum vildu óbreytt skipulag. Reynt var að fara bil beggja. KÁRASTÍGSREITUR Reiturinn afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg en mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína um hverfið á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRETLAND, AP Breska lögreglan tilkynnti í gær að þriðja líkið hefði fundist í óðalssetri enska milljarðamæringsins Christ- ophers Foster í Maesbrook, 280 kílómetrum norðvestan við London. Af þeim þremur líkum sem fundist hafa hefur aðeins verið borið kennsl á eitt, Jill Foster, eiginkonu Christophers. Hún var skotin í höfuðið áður en óðalssetr- ið var brennt til kaldra kola. Fjórir hundar og þrír hestar þeirra hjóna höfðu einnig verið skotnir til bana. Rannsókn stendur yfir á því hvort skotin séu úr 22 kalíbera riffli Christophers. Hann átti í miklum fjárhagsvanda vegna fyrirtækisins, Ulva Ltd., sem hann átti. Christopher og dóttir hans, Kirstie, hafa ekki sést síðan óðalssetrið brann. - vsp Þriðja líkið fannst á óðalssetri: Morðmálið tek- ur nýja stefnu 1 Hvað heitir fellibylurinn sem reið yfir Louisiana-ríki Banda- ríkjanna í gær? 2 Hvaða félag heldur pub-quiz á Sólón í kvöld? 3 Hver hefur verið valinn bæjar- listamaður Mosfellsbæjar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 SVEITARSTJÓRNIR Guðmundur Gunnarsson, oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Álftaness, segir úrskurð samgönguráðu- neytisins í kærumáli vegna launa- mála bæjar- stjórans vera „í undarlegri kantinum“. Ráðuneytið sagði ekki ástæðu til að gera athugasemdir við launamál bæjarstjórans. Þá hafnar Guðmundur fullyrð- ingum í yfirlýsingu Sigurðar Magnússonar bæjarstjóra um að hann hafi viljað hafa æruna af Sigurði. Hann kveður bæjar- stjórann ekki yfir gagnrýni hafinn frekar en aðrir sveitar- stjórnarmenn. „Málið snýst eingöngu um gegnsæi. Fulltrúar Á-lista virðast sáttir við að þessi mál verði áfram óljós og þar við situr.“ - gar Minnihlutaoddviti á Álftanesi: Telur úrskurð undarlegan GUÐMUNDUR GUNNARSSON Hvað kostaði lögfræðiálit? Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjar- ráði Kópavogs ítrekuðu á síðasta fundi fyrirspurn um kostnað við lögfræðiálit sem Sigurður Líndal prófessor vann vegna hugsanlegs vanhæfis Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. KÓPAVOGUR Foreldrar vilja nudda fóstrur Félag foreldra leikskólabarna í Efsta- hjalla í Kópavogi vilja að bæjarsjóður leggi fram styrk til að mæta kostnaði við nudd á leikskólastarfsmönnunum. Bæjarráð hefur vísað málinu til umsagnar hjá fræðslustjóra. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.