Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 12
 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR HEILSURÆKT Mecca Spa leikfimisalir tækjasalur sundlaug spa meðferðir nudd snyrtistofa Nýbýlavegi 24, Kópavogi | 511 2111 | www.meccaspa.is Leiðbeinendur: Lovísa Árnadóttir, Margrét Skúladóttir, Sóley Jóhannsdóttir & Fjóla Þorsteinsdóttir Meðgöngujóga Lífsstíll níutíu kíló plús Lífsstíll níutíu kíló plús er opið námskeið sem er sérstaklega ætlað konum sem vilja ná niður líkamsþyngd, létta sál og fá ötulan stuðning, aðhald og ráðgjöf í þyngdarstjórnun. námskeiðið hefst 8. september 12 mánuðir Er ekki orðið nokkuð ljóst að ef ná skal varanlegum árangri duga vart 6 - 8 vikna kraftaverkanám- skeiðin engan veginn. Jóga fyrir verðandi mæður Jóga fyrir móðir og barn saman Jóga og átak fyrir mæður eftir fæðingu Meðgöngujóga í vatni Leiðbeinandi: Fjóla Þorsteinsdóttir Meðgöngujógakennari: Maggý er notaleg og persónuleg stöð þar sem boðið er upp á fjölbreytta hóptíma, einkaþjálfun, jóga, vaxtamótun, dans, teygjutíma, gönguferðir og margt fleira. LÖGREGLUMÁL Óánægja er meðal lögreglumanna á höfuðborgar- svæðinu með skipulagsbreytingar sem gerðar voru í vor. Lögreglu- menn telja að ekkert rauneftirlit sé lengur með útlendingum og hætta sé á því að rannsóknir á brotum þeirra geti skaðast þar sem ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi. Starfsemin þykir ekki nógu markviss lengur. Skipulagsbreytingar áttu sér stað 1. apríl þegar útlendingaeftir- litsdeild var lögð niður og þeir lög- reglumenn sem þar störfuðu voru færðir til, ýmist í rannsóknadeild eða á almennar vaktir. Lögreglu- menn, sem ganga almennar vaktir, sinna öllum þeim erindum sem þangað ber- ast sjö daga vik- unnar, ekki bara málefnum útlendinga og eftirliti með þeim. Rann- sóknadeild sinn- ir alls kyns rannsóknum. Snorri Magnús son, for- maður Lands- sambands lög- reglumanna, kannast við að almennrar óánægju gæti innan lögregl- unnar með þró- unina í málefn- um útlendinga. „Menn hafa bent á að frumkvæðis- vinna lögreglu verði lakari og þá er ég að tala um eftirlit til dæmis þar sem farið er á staði þar sem útlendingar eru við störf til að kanna hverjir eru án atvinnu- og dvalarleyfa í landinu,“ segir hann. Snorri bendir á að „sérstök deild með nokkrum lögreglumönnum“ hafi haft „eingöngu það verkefni að sinna eftirliti með útlendingum og atvinnu- og dvalarleyfum. Nú hefur þessum verkefnum verið bætt á almennu deild lögreglunn- ar og einhverjir starfsmenn færð- ir yfir en ekki allir þó. Þetta er komið á störfum hlaðna og undir- mannaða deild,“ segir hann. Snorri bendir á að lögreglan í nágrannalöndunum hafi misst yfirsýn yfir þennan málaflokk því ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum frá upphafi. Í nýútkom- inni greiningarskýrslu ríkislög- reglustjóra sé talað um hættuna á því að erlendar glæpaklíkur geti skotið rótum hér. Í ljósi þess telur hann þróunina vera áhyggjuefni. „Þegar svona skýrslur liggja fyrir hefði maður haldið að það ætti að efla svona starfsemi,“ segir hann. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, segir að skipulagsbreytingarnar hafi orðið til góðs. Nú sinni lögreglan útlend- ingamálum sjö daga vikunnar, ekki fimm eins og áður. Hann telur lögregluna sinna eftirlitinu „ekki minna en áður“. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn telur rannsóknir í betri farvegi en áður og segir að þeim sé jafnvel betur sinnt en áður. ghs@frettabladid.is FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON SNORRI MAGNÚSSON Rannsóknir skaðast og eftirlitið lítið Lítið rauneftirlit er með útlendingum á höfuðborgarsvæðinu og hætt við að rannsóknir á brotum útlendinga skaðist þar sem lögreglan hefur hvorki tíma né tök á að sinna þeim. Ekki minna en áður segir yfirlögregluþjónn. LÍTILL TÍMI TIL RANNSÓKNA Almenn óánægja er meðal lögreglumanna með skipu- lagsbreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vor þegar sérstök eftirlitsdeild með útlendingum var lögð niður. NEYTENDUR Aðeins um sjö hundruð af um þrettán þúsund félagsmönn- um Neytendasamtakanna (NS) fengu sent boð á þing NS sem hald- ið verður í september bréfleiðis. „Við hefðum gjarnan viljað senda á alla félagsmenn, en þar verðum við að horfa á hvað hlut- irnir kosta, því miður,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður NS. Jóhannes segir að aðeins burðargjaldið hefði verið 910 þús- und krónur hefði bréf verið sent á alla félagmenn, utan kostnaðar af umslögum og vinnu við að setja saman bréfin. Þingið er æðsta valdið í málefn- um NS og eiga allir skuldlausir félagsmenn samtakanna rétt á setu. Jóhannes segir þá sem fengu sent bréf að hluta til hafa verið valda af handahófi en að hluta til hafi verið um þá að ræða sem setið hafa þing áður eða komið á framfæri áhuga á að sitja þingið. „Það er ekkert verið að reyna að smala inn í neitt, enda veit ég mest lítið sjálfur um þetta fólk sem fær þetta bréf. Við erum einfaldlega að reyna að vekja áhuga þess á þinginu,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir að auk bréfanna hafi þingið verið auglýst í tveimur tölublöðum Neytendablaðsins, sem allir félagsmenn NS fá sent, og á heimasíðu NS. - gh Neytendasamtökin spöruðu háar fjárhæðir með færri bréfsendingum: Tuttugasti hver fékk sent bréf JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neytendasamtakanna segir að þau verði að halda vel utan um budduna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Núll-tilboð Símans er háð skilmálum: Núllið hentar bara sumum fjölskyldum Fjóla Borg er óánægð með „Núllið“, nýtt tilboð Símans. Hún skrifar: „Ég held ég sé að verða búin að fá mig fullsadda af Símanum. Loksins kemur þetta fína tilboð um að skrá fjölskylduna í „Núllið“. Þá geti fjölskyldan hringt frítt sín á milli, bæði með gsm í gsm og heimasíma! Jæja, af stað er farið og ég skrái mig í einhvern fínan þjónustuvef til að geta haldið áfram og skráð okkur fjölskylduna í „Núllið“. Þegar það ferli allt er að verða búið kemur að því að samþykkja skilmála og skrá sig... Já takk, í skilmálunum stendur að lágmark þrjú gsm númer þurfi til að „Núllið“ virki! Við hjónin erum með sitthvorn gsm símann og einn heimasíma. En til að ég geti fengið „Núllið“ til að virka þyrfti ég að fara og kaupa eitt gsm númer til viðbótar. Ég ætti kannski að splæsa í síma fyrir bráðum 4 ára son minn eða 5 mánaða dóttur!? Svona til að geta nýtt mér „Núllið“? Fyrir mér er þetta frekar falskt tilboð! Þar fyrir utan ef gsm númer er frelsisnúmer verður maður að kaupa sér inneign fyrir 1000 kr á mánuði til að „Núllið“ virki.“ Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, svarar: „Áskriftarleiðin Núllið er þjónusta sem hentar vel stærri fjölskyldum sem hafa að lágmarki þrjú en mest sex gsm- númer innan sömu fjölskyldunnar. Auk gsm-númeranna er einnig hægt að skrá einn heimasíma sem fjölskyldan hringir í á núll kr. Við erum einnig með aðrar leiðir í boði fyrir fjölskyldur sem eru með færri en þrjú gsm-númer innan fjölskyld- unnar. Í grunnáskrift geta viðskiptavinir okkar valið sér tvo gsm-vini sem hægt er í að hringja í á núll kr. Fyrir þá sem kjósa að nýta sér Frelsis- áskrift Símans geta þeir sem skrá sig í „Mitt frelsi“ skráð þrjú vinanúmer sem hringt er í á núll krónur. Það er markmið Símans að koma til móts við alla viðskiptavini sína með því að bjóða mismunandi fjölskyldustærðum áskriftarleið sem þeim hentar. Núllið er frábær leið fyrir sumar fjölskyldur en við bendum fólki á að kynna sér vel þær leiðir sem í boði eru, því ekki hentar sama leiðin fyrir allar fjölskyldur.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.