Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Erlingur Örn Hafsteinsson stund- ar verkfræðinám í Háskólanum í Reykjavík. Meðfram náminu hugsar hann um heilsuna og lyftir og spilar skvass á morgnana, fimm sinnum í viku. Á kvöldin dansar hann svo á tá og hæl með Háskóladansinum. „Háskóladansinn auglýsti fyrir ári námskeið í gömlum sveiflu- dönsum og ég skellti mér á það,“ segir Erlingur. „Uppáhaldsdans- inn minn er Boogie Woogie, það er svona gamaldags sveifludans, þar sem daman er dregin gegn- um klofið og hent yfir bakið og lyft. Mig hefur alltaf langað að læra það og finnst þetta frá- bært.“ Erlingur segir strákana yfir- leitt færri en stelpurnar á svona námskeiðum og þeir detti frekar út þegar líður á. „Þeir eru bara svo óþolinmóðir. En það má ekki gleyma því að það er ekkert karl- mannlegra en að geta stýrt dömu á dansgólfinu. Það er svo gaman að geta farið á ball og gripið næstu dömu og dansað við hana.“ Erlingur segist nota dansfærn- ina hvenær sem tækifæri gefst en þau séu ekki á hverju strái. Fáir skemmtistaðir spili annað en raftónlist og Elvis og Bítlarnir heyrist sjaldan. „Inni á þessum klúbbum eru allir bara hoppandi með hendur upp í loft. Háskóla- dansinn hefur staðið fyrir dans- kvöldum í Iðnó og á efri hæðinni á Sólon, þá eru spiluð gömul lög. Það er mjög skemmtilegt og ég reyni að stunda þau grimmt.“ Erlingur segir dansinn og skvassið í rauninni vera jafn erf- itt því dansinn reyni mikið á þolið. Eins þurfi mikla útsjónar- semi í dansinum. „Dansinn er svo mikil alhliða hreyfing. Strákarnir þurfa að stýra dansinum og hugsa, hvað á ég að gera næst og það tekur á að hugsa upp grunnspor á fullu og sjá til þess að daman sé að dilla sér. Þetta heldur mér í dúndur- formi. Ég hafði eitthvað prófað breikdans og hipphopp í gamla daga og dottið inn á kátnrínám- skeið með mömmu einu sinni,“ segir hann hlæjandi þegar hann er inntur eftir fyrri dansreynslu. En ætlar hann að halda áfram í sveiflunni? „Já, ég held ótrauður áfram, einhver verður að stýra dömunum á dansgólfinu.“ heida@frettabladid.is Sveiflast um á tá og hæl Önnum kafnir háskólanemar þurfa að hugsa um heilsuna. Erlingur Örn Hafsteinsson lætur sig ekki muna um að mæta í ræktina fimm sinnum í viku og hringsnúast í dansi í lok dags. Erlingur Örn verkfræðinemi sveiflar Önnu Kristínu í Boogie Woogie. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HLÁTURJÓGA hefur notið nokkurra vinsælda hérlendis, enda þykir það ágæt leið til að efla gleði og styrkja jákvæða lífssýn. Púls- inn heldur utan um slík námskeið en allar nánari upplýsingar um þau er hægt að fá á heimasíðunni www.pulsinn.is eða með því að hafa samband í síma 848 5366. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts auglýsir innritunardaga Innritun í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts verður í Breiðholtsskóla miðvikudag 3. og fi mmtudag 4. september, kl.17 – 19 báða dagana. ATH! Notið ekki aðalinngang heldur inngang að íþróttahúsi skólans. Ágúst 2008 Skólastjóri Gömludansarnir Opið hús miðvikudaginn 3. september kl. 20.30 Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.