Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 24
 2. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Í Háskólanum í Reykjavík er starfræktur Opni háskólinn sem eykur aðgang almennings og atvinnulífs að háskólanámi. „Opni háskólinn er okkar svar við gríðarlegri aðsókn að skólanum, en í dag þurfum við að vísa frá einum af hverjum tveimur stúdentum sem sækja um að vera í klass- ísku háskólanámi,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík. „Þegar Háskólinn í Reykja- vík var stofnaður var tilgangur hans að auka samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs. Þar höfum við komið mjög sterkt við sögu á síð- ustu árum, bæði í nafni stjórn- endaskólans og Símenntar, og höfum unnið með flestum stærstu fyrirtækjum landsins. Með Opna háskólanum aukum við aðgang al- mennings og íslensks atvinnulífs að þeirri þekkingu sem við búum yfir hér og bjóðum lausnir sem henta hverjum og einum í gegnum sex gáttir sem við tilgreinum eftir markhópum. Í gegnum FagMennt bjóðum við einstaklingum aðgang að diplóma-, eininga- og löggild- ingarnámi, ásamt því að opna al- menningi aðgang að stökum kúrs- um háskólans þar sem þeir geta lokið einingum,“ segir Guðrún. „Háskólar hafa oft blómstrað á tímum efnahagsniðursveiflu, þegar fólk hefur rýmri tíma til að sækja nám. Önnur mikilvæg gátt er StjórnMennt sem við vinnum með íslenskum fyrirtækjum að stjórnendaþjálfun og innleiðingu stefnu fyrirtækja. Við áttum von á verulegum samdrætti í haust á þessu sviði, en þar hefur orðið gríðarlegur vöxtur þannig að fyr- irtæki virðast gera sér æ betri grein fyrir því virði sem skapast með því að þjálfa sitt starfsfólk. Hinar gáttirnar fjórar eru FrumgreinaMennt, sem brúar bil yfir í háskóla fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi; Frum- kvöðlaMennt í samstarfi við Klak, og GrunnMennt þar sem við bjóð- um kúrsa fyrir ungt fólk á aldrin- um tíu til fimmtán ára og hentar það vel fyrir bráðger og námfús börn. Einnig förum við í nokkra grunnskóla í vetur og kennum 9. bekkingum Sjö venjur til árang- urs í lífsleikni. Að lokum má nefna gáttina MannAuð sem er sam- starfsverkefni um mannrækt,“ segir Guðrún. „Við höfum byggt rekstur okkar á að vera alltaf með bestu kennara á hverjum tíma. Þannig verður til þekking, sem er ein mesta auðlind samfélaga. Við virðum rannsókn- ir og gildi háskólasamfélagsins fyrir íslenskt atvinnulíf, um leið og við gerum okkur grein fyrir að hagnýtt nám skiptir öllu og leitum í sjóði atvinnulífs með þjálfun og kennslu. Reynsla kennara okkar, fjölbreyttir kennsluhættir og hag- nýtar áherslur færa kenningum líf og einstaklingum auð!” - þlg Opinn háskóli fyrir alla Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri Opins háskóla Háskól- ans í Reykjavík sem nú hefur sitt annað starfsár við fádæma vinsældir. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.