Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 36
20 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Loksins! Tími til að leggjast niður í sólinni og slappa af! Það er ekki oft sem það gerist! Guð, en notalegt! Leeeeiiiiðiiiiist! Þarna kom það! Það er ekki kominn hátta- tími fyrr en maður getur talið æðarnar í augunum. Áttu ekki klukku?? En hvað það er gott að vita að allir reykskynjar- arnir okkar séu með splunkuný batterí. Jáh. Það jafnast ekkert á við sálarró þegar maður er að sofna. Akkúrat! Þá ætti það að vera uppfyllt. Krot k rafs 1. Elskaðu allaÁramótaheiti Ég held það sé kominn tími til að þú horfist í augu við þennan margfalda per- sónuleika þinn... Eftir óralangan biðtíma, að minnsta kosti í mínum huga, hefur fjölgað í eins manns fjölskyldu minni. Silfurfolinn er kominn í hús. Hann hélt innreið sína í líf mitt í síðustu viku, stálsleginn og glæsilegur, hið myndarlegasta hjól af sænskum ættum. Frá því að Silfurfolinn barst mér hef ég farið allra minna ferða á honum, svo hann ókyrrist nú ekki í hjólageymslunni. Það gildir líka um skrepp út í hornbúð, þótt það taki lengri tíma að læsa hjólinu en að kaupa í matinn. Ég set stefnuna nú á að verða afskaplega skandinavísk í háttum. Folinn er bara fyrsta skrefið í þeirri viðleitni minni. Hann er meira að segja keyptur á mjög skandinavískan máta – í Svíþjóð, og sendur með flugi til mín, þar sem það var hagstæðara en að fjárfesta í fáki hér á landi. Ég hef stundum kvartað yfir nákvæmlega þessum þætti í frændum okkar Skandinövum og fussað og sveiað yfir því fáránlega skipulagi sem þar virðist vera á öllu og því veseni sem mér finnst það iðulega leiða af sér. Ekki lengur. Ég ætla að ganga í lið þeirra í staðinn. Með tilkomu Silfurfolans hefur bílnum verið lagt og innan skamms verður hann á bílasölu. Ég mun fara í stórinnkaupaferðir í Bónus með skátabakpoka á fáknum. Ég hyggst geyma kaffikorginn minn og nota hann sem áburð á blómin sem ég er alveg að fara að rækta í mold sem mun eiga rætur sínar að rekja í lífræna úrgangshauginn minn. Ég mun sauma rúmteppi úr götóttum sokkum og nota rúmteppið í tuskur þegar það verður götótt. Ó já. Ég ætla að leyfa öllum nýtni-genunum sem ég hlýt að hafa hlotið í vöggugjöf að skína skært í haust. Skandinavía, her kommer jeg. Silfurfolinn og skandinavískt haust NOKKUR ORÐ Sunna Dís Másdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.