Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Eitt helsta tískuorðið nú á dögum er orðið „ímynd“. Fyrir- tæki, sveitarfélög og þjóðir eyða geysilegum tíma og fjármunum í þetta fyrirbæri. Ég hef reyndar alltaf haft óbeit á þessu hugtaki þar til í gær þegar ég fékk mér kaffi í spænska þorpinu Guadix. ÞAR til í gær var ég nefnilega gamaldags og hugsaði frekar um orðstír sem lifir að eilífu með til- heyrandi vandræðum. Eins og til dæmis þeim að þurfa endalaust að vera dæmdur af verkum sínum. En eins og allir vita hefur fólk tak- markaðan tíma til þess að meta framgöngu heils fyrirtækis og hvað þá heillar þjóðar. Og til að auðvelda fólki þessa vinnu hafa markaðströllin tekið að sér að búa til ímynd þar sem flekkleysið, hamingjan, framtakssemi og traustið svífa yfir vötnum. AÐ sjálfsögðu höfum við Íslend- ingar verið afar uppteknir af „ímynd okkar út á við“ eins og markaðströllin kalla þetta fyrir- bæri. Við erum því afar varkárir til orðs og æðis frammi fyrir heimsbyggðinni. Rétt eins og gjaldkeri í banka verður að gæta að þokka sínum í hvívetna, svo allir bæklingarnir með brosandi viðskiptavinum innan um fallegt, áreiðanlegt og því sem næst full- komið starfsfólk missi ekki marks. OG það er heldur ekkert smá sem búið er að rífast um þessa ímynd því ekki erum við öll sammála um það hvernig við viljum vera á svip- inn þegar heimurinn smellir af. Svo að ímyndin er dýr; hún hefur kostað pólitískt fárviðri og svo náttúrlega hellings tíma og pen- inga. ÉG fann því til máttar míns þegar ég fór inn á barinn Los Arcos í Guadix og fólkið á þessum helsta samkundustað þorpsins vildi vita hvaðan karl væri kominn. En það var strax lýðnum ljóst að ég væri langt að heiman. Og viti menn, Andalúsarnir atarna vissu varla nokkurn skapaðan hlut um Ísland. Ég hafði því ímynd landsins í höndum mér og gat gert hvað sem er við hana. ÉG verð að viðurkenna að það var freistandi að vinna smá hryðju- verk með því að segja frá verðlag- inu, skandínavísku forræðis- hyggjunni og lágkúrulegu vín menningunni. En mér rann blóðið til skyldunnar svo ég setti upp svipinn sem gjaldkerinn er með í bankabæklingnum og talaði um þorskinn og náttúrufegurð- ina. Ég og ímynd Íslands WWW.UU.IS Verð frá 65.149,- Verð frá 73.442,- á mann í tvíbýli með morgunverði á Barceló Avenida 30. október í 3 nætur. á mann í tvíbýli með morgunverði á Tryp Macarena 27. nóv. í 4 nætur. á mann í tvíbýli með morgunverði á Jury´s Inn 20. nóvember í 3 nætur. Verð frá 69.963,- ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ Sími 585 4000 ~ Fax. 585 4065 ~ INFO@UU.IS ~ WWW.UU.IS Bilbao – Einstök og öðruvísi Sevilla – Sigrar hjarta þitt Madrid – Borg í fullu fjöriDublin – Smávaxin stórborg Lifandi heimsborgir taka ferðalöngum opnum örmum yfir veturinn. Úrval-Útsýn gerir þér kleift að kynnast hinum mörgu andlitum Spánar: Madrid, höfuðborginni sem aldrei sefur, Sevilla, hinu forna menningarsetri, og Bilbao í Baskalandi, þar sem listin blómstrar. Loks er það Dublin á Írlandi, þar sem má gera góð kaup og slaka á á írskum pöbbum. Hver borg er heimur 9. - 13. okt. / uppselt 23. – 26. okt. 13. – 17. nóv. / 10 sæti laus 27. nóv. – 1. des. / laus sæti 16. – 20. okt. | 30. okt. – 2. nóv. 20. – 24. nóv. 9. – 12. okt. | 23. – 26. okt. 30. okt.– 3. nóv. / Uppselt | 20. – 23. nóv. 2. – 5. okt. (Flogið frá Akureyri) 6. – 9. nóv. á mann í tvíbýli með morgunverði á Senator Gran Vía 6. nóvember í 3 nætur. Verð frá 68.580,- Bókunarsíminn er opinn til kl. 19 alla virka daga og frá kl. 10–14 á laugardögum Í dag er þriðjudagurinn 2. september, 246. dagur ársins. 6.11 13.27 20.42 5.50 13.12 20.32

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.