Fréttablaðið - 03.09.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.09.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 3. september 2008 — 239. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR ætlaðar börnum er að finna á vefsíðu Umferðarstofu www.us.is undir liðnum umferðar- fræðsla. Þar eru meðal annars leikir sem börn geta spilað á netinu til að öðlast betri innsýn og þekkingu á ýmsu sem lýtur að öryggi í umferðinni. „Á gamla vinnustað mínum í Þor- lákshöfn var myndaður gönguhóp- ur fyrir rúmum á Akrópólíshæð barin auguva Gengið um Grikkland Gönguferðir gefa nærtæka mynd af umhverfinu og eru í senn heillandi útivist og líkamsrækt. Þetta veit Guðmundur Hermannsson sem hefur verið í gönguhóp um árabil og gengið bæði hér heima og erlendi Guðmundur Hermannsson er hæstánægður með ferðina til Grikklands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUÐMUNDUR HERMANNSSON Fór í andlega upplífg- andi ferð til Grikklands ferðir • bílar • heimili Í MIÐJU BÍLSINS Kjólameistarar fagna Klæðskera- og kjólameistarafélagið heldur upp á 65 ára afmæli með sýningu á gömlum flíkum unnum af fagfólki. TÍMAMÓT 18 nýtt FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR ANDRÉ BACHMANN Áritar í vinnunni við afgreiðsluborðið Selur plötuna sína á bensínstöðinni FÓLK 30 Baggalútur mættur til vinnu Ritstjórnin hélt á Íslendingaslóðir í fríinu og sá meðal annars stærsta svín Iowa-fylkis. FÓLK 24 Afturhvarf til forneskju „Heimgreiðslur til foreldra vinna beinlínis gegn markmiðum feðra- orlofsins,“ skrifar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. UMRÆÐAN 17 HÆGUR Í dag verða austlægar áttir 3-8 m/s víðast hvar. Skýjað austan til og sums staðar við suðurströnd- ina annars bjart með köflum. Hætt við smáskúrum syðst og súld á annesjum nyrðra. Hiti 7-14 stig. VEÐUR 4 10 8 9 12 12 LÖGREGLUMÁL Fangar sem afplána dóma á Litla- Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorg- un, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastof- unni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. - jss Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla Pólstjörnufangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni hafa í tvígang ráðist á samfanga sína og slasað. Þeir hafa krafið aðra fanga um verndartolla. Fyrri árásin er komin til saksóknara en sú síðari er í rannsókn. ÖRYGGISMÁL Þörf er á heildarlaga- setningu um björgunar- og hjálparstarf, neyðaraðstoð og end- urreisn eftir náttúruhamfarir. Ný almannavarnalög ganga of skammt. Þetta er ein af meginniðurstöð- um verkefnisins Langtímavið- brögð við náttúruhamförum sem unnið var á vegum Stofnunar Sæmundar fróða og ráðgjafarstof- unnar Rainrace. - shá / sjá síðu 10 Náttúruhamfarir á Íslandi: Ný lög þarf um almannavarnir FORNBÍLAKEPPNI Á ÍSLANDI Bentley Darby, árgerð 1935 frá Bretlandi, er einn af þeim tæplega sjötíu fornbílum sem komu til landsins í gær. Þeir munu allir taka þátt í fornbílakeppni sem ber yfirskriftina „An Icelandic Odyssay“ og aka hringinn í kringum landið. Austin Mini Cooper, sem tók þátt í Monte Carlo-aksturskeppninni árið 1965, verður með í keppninni. Yngsti bíllinn í keppninni var framleiddur árið 1981 en sá elsti 1922. Sjá allt FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skórnir niður af hillunni Kári Steinn hætti við að hætta og fór á kostum í sigri ÍA á Val. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLUMÁL Karlmennirnir tveir sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur yfirheyrt vegna manns sem fannst látinn á Skúlagötu í fyrradag hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nokkrir áverkar voru á enni mannsins og ljóst að hann hafði misst mikið blóð áður en hann lést, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn stendur yfir og er beðið bráðabirgðaniður- stöðu krufningar. - jss / sjá síðu 6 Mannslátið á Skúlagötu: Tveir menn í gæsluvarðhald ALÞINGI Besta leiðin til að vinna okkur út úr tímabundnum erfið- leikum er að framleiða, framleiða og aftur framleiða. Ríkissjóður tekur 30 milljarða gjaldeyrislán á hagstæðari kjörum en skulda- tryggingarálag sjóðsins segir til um. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Geirs H. Haarde for- sætisráðherra í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í gær. Hann sagði að eftir lántökuna nú hafi gjaldeyrisforðinn verið fimmfaldaður á tveimur árum og sé rúmir 500 milljarðar króna. Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að hluti af þeim vanda sem Íslendingar glími við sé að skort hafi traust á íslenskum efnahag og viðskipta- lífi. „Frá því að gerðir voru gjald- miðlaskiptasamningar við nor- ræna seðlabanka hafa ekki verið stigin mikilvæg skref í þessum efnum. Þessi aðgerð er jákvæð í sjálfu sér, en veldur ekki straum- hvörfum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í ræðu sinni að bankarnir þyrftu að hætta að skerða starfsfé sitt með óhóflegum bónus- og arðgreiðsl- um. - bþs / ikh sjá síðu 4 og Markaðinn Ríkissjóður tekur lán á betri kjörum en skuldatryggingarálag sjóðsins segir til um: Tekur 30 milljarða króna lán GEIR H. HAARDE LÖGREGLUMÁL Tugir kílóa af fíkniefnum fundust í fólksbíl erlends karlmanns sem kom til landsins með Norrænu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur. Efnin fundust við tollafgreiðslu í gær en þau voru vandlega falin. Leit í bílnum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Málið er nú í höndum fíkniefna- deildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Endanlegt magn eða nákvæm samsetning efnanna liggur ekki fyrir. Samstarf tollgæslunnar á Íslandi og í Færeyjum leiddi til þess að efnin fundust. - shá Fíkniefnafundur í Norrænu: Tugir kílóa fundust í bíl

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.