Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 10
10 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p a vo g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já 9. hver vinnur! Frumsýnd 5. september Píanónám Allir aldurshópar. Byrjendur og lengra komnir. Einkatímar. Hóptímar . Námskeið hefjast 8. sept. Nemendur í Vogaskóla fá píanókennslu á skólatíma. Börn 6-18 ára geta notað frístundakort Í.T.R. Ármúli 38 / við Selmúla S: 551-6751 691-6980 pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, var stór- yrtur í garð Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, forseta borgarstjórn- ar, á borgarstjórnarfundi í gær þegar rætt var um tillögu Ólafs um að ganga til kosninga um fram- tíð flugvallarins í Vatnsmýri. Í ræðu sinni sagði Ólafur að Vil- hjálmur væri í hjarta sínu þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. „En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stendur yfirleitt ekki við orð sín,“ sagði Ólafur, að sögn Vísis, og bætti við að Vilhjálmur hefði nán- ast grátbeðið sig „um að koma í samstarf með Sjálfstæðisflokkn- um og gaf mér drengskaparheit sitt fyrir því að það samstarf yrði ekki rofið. Það er ekkert að marka orð þín, borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða dúsu þú færð fyrir svik þín við mig,“ sagði hann og taldi Vilhjálm hafa tekið hags- muni og völd fram yfir eigin sann- færingu. „Hann hefur verið niður- lægður af samherjum sínum.“ Vilhjálmur svaraði fyrir sig og sagði „ótrúlegt að hlusta á Ólaf hreyta fúkyrðum í minn garð. Ummæli hans dæma sig sjálf og ég ætla ekki að hreyta í hann fúk- yrðum á móti. Við höfum ekki verið sammála um allt, en tal um svik og brigsl er út í hött. Það er ekki sæmandi fyrrverandi borg- arstjóra að tala með þessum hætti,“ sagði hann. Samþykkt var að vísa frá tillögu Ólafs með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs F. Magnús- sonar. - ghs Ólafur F. Magnússon var stóryrtur í garð forseta borgarstjórnar í gær: Ásakanir um svik og brigsl VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON ÓLAFUR F. MAGNÚSSON ÖRYGGISMÁL Þörf er á heildarlaga- setningu um björgunar- og hjálp- arstarf, neyðaraðstoð og endur- reisn eftir náttúruhamfarir. Ný almannavarnalög ganga of skammt. Þar er ekki minnst á lög- bundin verkefni sveitarfélaga sem varða viðbrögð við náttúruham- förum, þrátt fyrir að mörg lög- bundin verkefni þeirra verði mik- ilvægari en nokkru sinni eftir samfélagsáföll. Fjölmörg verkefni sem lúta að aðstoð við þolendur eru ekki nefnd í lögunum frekar en skilgreind verkefni þeirra fagr- áðuneyta sem gegna stóru hlut- verki í kjölfar áfalla. Þetta er ein af meginniðurstöð- um verkefnisins Langtímavið- brögð við náttúruhamförum sem unnin var á vegum Stofnunar Sæmundar fróða og ráðgjafarstof- unnar Rainrace. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjaf- arverkfræðingur hjá Rainrace og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir ekki nóg að endurskrifa almannavarna- lögin heldur verði að setja ný lög út frá sjónarhóli þeirra fjölbreyttu vandamála sem koma upp í kjölfar stórra áfalla. „Það er skýrt kveðið á um fyrstu viðbrögð þegar nátt- úruhamfarir ríða yfir og snýr að lögreglu. En það vantar í lögin hvernig taka skal á vanda þess fólks sem bíður áralöng barátta við að koma lífi sínu á réttan kjöl.“ Sólveig segir að samkvæmt núgildandi lögum sé stjórnun aðgerða á hendi lögreglustjóra, án þess að skilgreina þátt sveitar- stjórna, sem valdi óvissu hjá íbúum og sveitarfélögum. „Sveit- arfélögin eiga að annast neyðarað- stoð og endurreisn en lögreglu- stjóri björgunar- og hjálparstarf. Sólveig segir að þáttur forsætis- ráðherra sé mikilvægur þar sem ráðherra stjórnar almannavarna- og öryggismálaráði og á að sinna stefnumótun í málaflokknum. Hins vegar sé hlutverk forsætis- ráðuneytisins ekki skilgreint í nýju lögunum en reynslan sýni að það gegnir mikilvægu hlutverki í kjölfar náttúruhamfara. „Lögin snúast fyrst og fremst um dóms- málaráðuneytið og ríkislögreglu- stjóra, en skilgreina þarf þátt ann- arra ráðuneyta, til dæmis félags-, umhverfis- og fjármála-, sem hafa stóru hlutverki að gegna.“ Afurð verkefnisins eru leiðbein- ingar sem sveitarfélög geta nýtt til að útbúa áætlun um viðbrögð vegna neyðaraðstoðar og endur- reisnar. Rannsóknin verður kynnt á morgun í hátíðarsal Háskóla Íslands. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra ávarpar fundinn. svavar@frettabladid.is Ný lög um almanna- varnir ófullnægjandi Setja þarf ný lög sem taka til allra þeirra vandamála sem koma upp í kjölfar náttúruhamfara. Ný almannavarnalög ganga allt of skammt og taka ekki til nokkurra grundvallarþátta sem varða endurreisn samfélaga eftir þung áföll. FLATEYRI 1995 Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995 ásamt jarðskjálftunum á Suðurlandi árið 2000 voru valin til að greina hvað betur má fara í viðbrögðum þegar náttúruhamfarir ríða yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JAPAN, AP Yasuo Fukuda, forsætisráðherra Japans, sagði óvænt af sér á mánudagskvöld. Hann sagði sér ekki annað fært þar sem sér hafi ekki tekist að losa ríkisstjórnina út úr pattstöðu gagnvart stjórnarand- stöðu á þinginu. Stjórnarandstaðan krefst þess nú að efnt verði til kosninga sem fyrst, en Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn, flokkur forsætisráðherrans, hefur boðað leiðtogakjör 22. september. Taro Aso, fyrrverandi utanríkisráðherra, þykir líklegur arftaki Fukudas, sem er annar forsætisráð- herra Japans í röð sem segir af sér eftir að hafa setið innan við ár í embættinu. - gb Yasuo Fukuda, forsætisráðherra Japans, segir óvænt af sér: Fukuda hættir eftir tæpt ár í starfi JASUO FUKUDA Hneigði sig að loknum blaðamannafundi þar sem hann skýrði frá afsögn sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.