Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 17
Þór Sigfússon Efnahagsundrið engin bóla Orðskýringin Hvað eru uppboðs- skuldabréf? 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 3. september 2008 – 36. tölublað – 4. árgangur Ríkisstjórnin lokar augunum Leitað verður lausna Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ingimar Karl Helgason skrifar „Þetta eru auðvitað jákvæð tíðindi, en ég bendi á að kjör lánsins eru óþekkt,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynnti í gær um lántöku upp á að minnsta kosti 250 millj- ónir evra, eða sem svarar um 30 milljörðum ís- lenskra króna. „Á kjörum sem eru mun hagstæð- ari en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefur til kynna,“ sagði Geir í ræðu á Alþingi. Ekki kom fram í ræðu Geirs hver veitir lánið. Geir sagði að forðinn nemi nú um 500 milljörð- um króna. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er skuldatryggingarálag á ríkið nú töluvert yfir 200 punktum, en einnig hefur verið sagt við Markað- inn að í sumar hafi ríkinu boðist öllu verri kjör. Ásgeir Jónsson segir að lántakan geti sent tví- þætt skilaboð til markaðsaðila. Ríkinu bjóðist betri kjör en sem nemur álaginu og að litið verði á þetta sem áfanga í ferli. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykja- vík, segir að hluti af þeim vanda sem Íslendingar glími við sé að skort hafi traust á íslenskum efna- hag og viðskiptalífi. „Frá því að gerðir voru gjald- miðlaskiptasamningar við norræna seðlabanka hafa ekki verið stigin mikilvæg skref í þessum efnum. Þessi aðgerð er jákvæð í sjálfu sér, en veldur ekki straumhvörfum.“ „Þetta er jákvætt, en um leið er þetta klár- lega aðeins eitt skref af mörgum sem þarf að stíga,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Hann segir að þótt lánið sé ekki stórt og fjárhæðin hafi ekki mikil áhrif á stöðu gjaldeyrisforðans í heild, þá sýni þetta að hægt sé að sækja fé á góðum kjörum. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, bendir á að hvorki hafi komið fram hver veitti lánið, né til hversu langs tíma það sé. Hvort tveggja skipti máli. „Annars kemur þetta ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Þórólfur, og minnist lán- töku sveitarfélaga fyrr á árinu, sem voru „á kjör- um sem voru langt undir öllum skuldatrygging- arálögum“. Viðmælandi Markaðarins bendir á að þótt kjör- in á láninu séu fín, hljóti þau að vera öllu verri en á meðan allt lék í lyndi. Lán ríkisins er einn áfangi á langri leið Forsætisráðherra hefur tilkynnt um evrulán á mun betri kjörum en sem nemur skuldatryggingarálagi ríkisins. Prófessor segir þetta ekki koma að öllu leyti á óvart. Dregur úr neyslu Heldur dró úr neyslu bandarísks almenn- ings í júlí þegar áhrif skattend- urgreiðslna tóku að fjara út og verðbólga jókst. Bandaríska við- skiptaráðuneytið segir verðlag ekki hafa hækkað jafn mikið í sautján ár. Fasteignaverð hrynur Fast- eignaverð í Bretlandi hefur fall- ið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísa- betar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fast- eignalánaveitandans Nationwide. Dagarnir taldir Útgáfu danska dagblaðsins Nyhedsavisen var hætt á sunnudag. Dótturfélag Dagsbrúnar stofnaði blaðið fyrir um tveimur árum og gjörbreytti dönskum auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir taprekstur var það mest lesna dagblað landsins. Minni verðbólga Tólf mánaða verðbólga mælist 3,8 prósent á evrusvæðinu, samkvæmt áætlun frá Eurostat, hagstofu Evrópu- sambandins. Þetta er undir svart- sýnispám. Beðið hærri vaxta Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnispunktum af síðasta vaxta- ákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði. Reiknað er með óbreyttum vöxt- um fram í nóvember. Vonir standa til þess að endur- fjármögnun á XL Leisure Group takist í þessari viku, að því er fram kemur í breskum fjölmiðl- um. Óttast hafði verið að tafir yrðu á slíku samkomulagi, en Barclays og Straumur Burða- rás, sem eru helstu lánadrottn- ar XL, hafa tekið þátt í samn- ingafundum síðustu daga. XL Leisure er þriðja stærsta fyrirtæki í Bretlandi á sviði ferðaþjónustu. Fyrirtækið tap- aði tæplega fjórum milljörð- um króna á síðasta rekstrarári, samfara því að skuldir félags- ins jukust stórlega. Greiningardeild Landsbank- ans bendir á að Eimskip hafi selt félagið í október 2006 til stjórnenda þess og hóps fjár- festa fyrir um 38 milljarða króna. Við söluna gekk Eim- skip í ábyrgð fyrir láni að upp- hæð 280 milljónir Bandaríkja- dala, sem er enn í gildi. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins eru litlar líkur taldar á því að Eimskip losni við þá ábyrgð á næstunni og geti jafnvel þurft að afskrifa hana að hluta eða öllu leyti. - bih XL í endur- fjármögnun Sala á vörum Bakkavarar mun aukast um 166% á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í viðtali Fin- ancial Times við Ágúst Guðmundsson forstjóra í gær. Hann segir hraðan vöxt í Kína. Í greininni er sagt frá Bakkavör og vexti þess, sem byggður er að mestu á yfirtökum, ekki síst í Bret- landi. Ágúst segir fyrirtækið stefna á frekari vöxt og óttist ekki að kaupa fyrirtæki sem sé stærra en það sjálft. Vitnað er til kaupanna á fyrirtækjunum Katsouris Fresh Foods og Geest en það fyrrnefnda var fimm sinnum stærra en Bakkavör þegar það var keypt 2001. Þá er nefnt að Bakkavör hafi fest sér tæpan 11% hlut í írska samlokufyrirtækinu Green- core sem geti bent til yfirtöku á næstu misserum. Ágúst segir kaupin óheppileg. Gengi bréfa í félag- inu hafi fallið hratt og Bakkavör tapað 46,2 milljón- um punda á þeim fyrri hluta árs. Hann sé hins vegar viss um að gengið muni jafna sig á endanum. - jab Spáir Bakkavör örum vexti Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stórviðtali við Financial Times. 64-5 Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Vistvænn kostur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.