Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 3. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Sektin verður borguð,“ segir Lárentsínus Kristjánsson, lög- maður og stjórnarformaður Gnúps fjárfestingafélags. Fjármálaeftirlitið hefur ákveð- ið að sekta Gnúp um tvær millj- ónir króna fyrir að brjóta gegn flöggunarskyldu. Málið varðar viðskipti með töluvert hlutafé í FL Group í janúar síðastliðnum. Þá fór hlutur Gnúps úr rúmum ellefu prósentum og niður í 8,54 prósent. Fyrirtækjum er skylt að flagga ef atkvæðisréttur nær, fer yfir eða lækkar niður fyrir 5 pró- sent, 10 prósent og önnur fimm prósenta bil. Lárentsínus segir að þetta mál hafi komið upp fyrir mistök, og fyrir sína tíð hjá félaginu. Þótt ekki fari mikið fyrir Gnúpi um þessar mundir þá séu svona mál gerð upp. Um gengi félagsins að öðru leyti segir Lárentsínus að það fari „eins og vindar blása“. Gnúpur var í eigu Kristins Björnssonar sem eitt sinn var for- stjóri Skeljungs, Þórðar Más Jó- hannessonar sem stýrði Straumi hér áður fyrr og Magnúsar Krist- inssonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum og eiganda Toyota- umboðsins hér á landi. Félagið tapaði stórfé á hruni FL Group. - ikh Gnúpur sektaður Samningar náðust um helgina um kaup hins þýska Commerzbank á Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafn- virði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Seljandi er tryggingaris- inn Allianz. Blekið var varla orðið þurrt á samningum þegar niðurskurðar- hnífurinn fór á loft en níu þúsund starfsmönnum verður sagt upp. Allianz þykir hafa stórtapað á viðskiptunum. Fyrirtækið keypti Dresdner-banka fyrir sjö árum og pungaði út einum 28 milljörð- um evra. Bankinn hefur komið illa undan lausafjárkreppunni og neyðst til að afskrifa fimm millj- arða evra úr bókum sínum fram til þessa, að sögn breska dag- blaðsins Times. - jab Allianz tapar á bankasölu Alfesca hagnaðist um 3,5 milljónir evra, jafnvirði 429 milljóna íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi, sem er sá fjórði í bókum félagsins. Þetta er svo til óbreytt staða frá því fyrir ári. Hagnaðurinn á árinu öllu nam 28,6 milljónum evra sem er 27,6 prósenta aukning á milli ára. Uppgjörið er yfir væntingum enda sam- dráttur á neytendamörkuðum í Evrópu líkt og sölutölur Alfesca benda til. en þær drógust saman um 5,4 prósent. Greining- ardeild Glitnis bendir á að jákvæð skattfærsla upp á 3,5 milljónir evra hífi afkomuna upp auk þess að páskar féllu á fjórða ársfjórðung. Xavier Govare forstjóri er ánægður með af- komuna. Hann segir stjórnendur ekki hafa órað fyrir þeim verðhækkunum sem skollið hafi á og gert umhverfið afar krefjandi. Reiknað er með svipuðu ár- ferði í nokkurn tíma. Greint var frá því í júní að Sheikh Mo- hamed bin Khalifa Al-Thani, bróðir em- írsins í Katar, ætli að kaupa 12,6 prósenta hlut í Alfesca. Af því hefur enn ekki orðið en líkur eru á að af því verði fyrir ársfund félagsins í næsta mánuði. Þá verður sömuleiðis lagt til að greiddur verði út arður í fyrsta sinn, jafnvirði um 1,5 milljarða íslenskra króna. - jab XAVIER GOVARE Alfesca skilar góðu uppgjöri Fjárfestirinn frá Katar kemur líklega inn í hluthafahópinn í næsta mánuði. Óli Kristján Ármannsson skrifar Í fjármálageiranum er beðið niðurstöðu um hvert Byr sparisjóður stefnir í samrunaáætlunum. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins verða aðrar þreif- ingar tæpast nema óformlegar þangað til. „Ég held að það dyljist engum sem fylgist með mark- aðnum að allir boltar eru á lofti,“ sagði Agnar Hans- son, bankastjóri Icebank, í nýlegu viðtali við Mark- aðinn, en greint hefur verið frá óformlegum við- ræðum Icebank, VBS fjárfestingarbanka og Saga Capital um mögulegan samruna. Heimildir Markað- arins herma þó að þær séu tæpast á því stigi að geta kallast þríhliða viðræður. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir að leitað verði leiða til að finna sameiningargrundvöll, en hafnar því um leið að slæm staða reki fyrirtækin til samein- ingar. „En að sjálfsögðu skoðum við öll tækifæri sem upp kunna að koma.“ Fyrir helgi kom hins vegar fram bæði í máli Ragn- ars Z. Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra Byrs, og Jóns Þorsteins Jónssonar stjórnarformanns að hugur þeirra stæði fremur til sameiningar sem styrkti sparisjóðinn. Byr hefur engu að síður verið sterklega orðaður við samruna inn í annaðhvort Landsbankann eða Glitnir, þar sem stórir hluthafar í báðum fyrir- tækjunum, kunna að sjá samlegðaráhrif. Heimildir Markaðarins herma hins vegar að smærri fjármálafyrirtæki horfi til Byrs sem spari- sjóðs sem burði hafi til að vera nokkurs konar sam- einingarafl á þeim markaði og tæki til að búa til fjórða stóra bankann á markaði hér. Varðandi óformlegar viðræður annarra fyrir- tækja segist Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarfor- maður Byrs, hafa heyrt af einhverjum kaffifundum. Hann bendir á að Byr eigi hlut bæði í Saga Capital og Icebank. „Og geri ég ráð fyrir að við komum að þessu ef mál ná eitthvað lengra.“ Þá má einnig rifja upp að í byrjun þessa árs var frá því greint að Byr sparisjóður hefði falast eftir því að kaupa hlut bæði Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Mýrasýslu í VBS fjárfestingarbanka. Í FORSVARI FYRIR BYR Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformað- ur Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson hafa fremur horft til þess að styrkja sparisjóðinn í mögulegum samruna, en að hann renni inn í stærri banka. MARKAÐURINN/PJETUR Smærri fjármálafyrirtæki horfa til Byrs sparisjóðs Óformlegar viðræður eru í gangi um mögulegan samruna þriggja fjármálafyrirtækja. Beðið er eftir niðurstöðu um stefnu Byrs í samrunamálum sem ráða muni miklu um framhaldið. Finnsk og pólsk viðskiptablöð greina frá því að fjarskiptafyr- irtækið TeliaSonera sé í viðræð- um við Novator um kaup á pólska farsímafyrirtækinu P4. Novator á 75 prósenta hlut í P4. Pólska viðskiptablaðið Puls Biznesu segist hafa heimildir fyrir því að Novator hafi leit- að kaupenda að P4 síðan í apríl og að viðræður við TeliaSonera séu á forstigi. Talsmaður Novat- or í Póllandi og talsmaður Teli- aSonera höfnuðu þessum vanga- veltum. „Þetta eru ekkert nema vanga- veltur á markaði í Póllandi,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novator. „Play er eitt af systurfé- lögum Nova og það er allt á áætl- un hjá Play, og rúmlega það.“ Ás- geir bætti við að Play væri „hálf- gert Spútnikfyrirtæki“ á pólska farsímamarkaðnum. - msh Novator að selja P4? Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði hratt í gær, fór niður um tæpa tíu dali á tunnu og stóð um miðjan dag í rúmum 105 dölum. Viðlíka verð hefur ekki sést síðan snemma í apríl í vor. Nokkrir þættir eiga hlut að máli. Í fyrsta lagi olli fellibylur- inn Gústav minna tjóni við Mex- íkóflóa en búist var við. Í ofanálag eru væntingar um að þrengingar í stærstu hag- kerfum heimsins muni leiða til þess að draga muni úr olíu- og eldsneytisnotkun og þrýstir það verðinu neðar, að sögn Bloomb- erg-fréttastofunnar. Olíuverð- ið fór í hæstu hæðir í júlí, í rúma 147 dali á tunnu. Miðað við verðið um miðjan dag í gær hefur það lækkað um 28 prósent síðan þá. Danska dagblaðið Bör- sen hefur eftir bankamönnum í gær að olíuverðið geti farið hratt niður á næstunni, jafn- vel allt niður fyrir níutíu dali á tunnu. Næstu árin geti það svo farið allt upp í 200 dalina. - jab Olíuverð fellur hratt Seðlabanki Ástralíu ákvað í gær að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig, úr 7,25% í 7,0%, líkt og markaðs- og grein- ingaraðilar höfðu búist við. Er þetta fyrsta vaxtalækkun bank- ans í sjö ár. Erfið skilyrði á fjármálamörk- uðum ásamt vísbendingum um að hægja muni á vexti einkaneyslu og hagvexti í Ástralíu á næstunni eru meðal helstu skýringa fyrir lækkuninni nú. Seðlabankar í Bretlandi, Kan- ada og Svíþjóð kynna nýjar vaxtaákvarðanir á næstu dögum, sem og Seðlabanki Evrópu. - bih Ástralir lækkaG E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca 2,4% -1,2% Atorka -2,5% -49,4% Bakkavör -1,1% -54,4% Exista -0,4% -61,0% Glitnir -2,0% -31,4% Eimskipafélagið 2,5% -58,2% Icelandair 2,3% -26,8% Kaupþing 0,7% -19,2% Landsbankinn 0,4% -32,5% Marel 0,5% -15,1% SPRON 1,4% -60,6% Straumur -2,2% -39,3% Össur 4,4% -3,6% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.