Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 23
„Við stofnuðum Létt Mót í janúar á þessu ári og móttökurnar hafa verið þannig að við erum alltaf með tómt hús,“ segir Bragi Sig- urðsson, annar eigandi innflutn- ingsfyrirtækisins Létt Mót ehf. í Keflavík, en meðeigandi hans er Héðinn Sigurjónsson. „Ég kynntist ePic Eco-mótakerf- inu á byggingariðnaðarsýningu í Þýskalandi og ákvað að hefja á því innflutning til Íslands. Ég sá strax að mótin yrðu kjörin viðbót við önnur steypumót á markaðnum, því svo lengi hefur vantað léttari mót í byggingarvinnu. Í áratugi hafa framleiðendur reynt að búa til slík mót fyrir byggingariðnað, en án árangurs þar til Slóvenar komu með ePic Eco-mótakerfið á mark- að, en þau eru framleidd úr níð- sterkum glertrefjum,“ segir Bragi um ePic Eco-mótakerfið sem virk- ar nákvæmlega eins og önnur steypumót í uppsetningu, en eru ekki nema einn tíundi af þyngd annarra móta. „Hingað til hafa menn verið í vandræðum með að steypa grunna og skjólveggi, og koma mótum á bak við hús og aðra erfiða staði, án þess að vera með krana eða tiltæk- an mannskap í burð á þungum steypumótum. Því hefur þrauta- lendingin verið sú að slá upp móta- timbri, sem tekur fjórum sinnum lengri tíma. Léttu mótunum hefur því verið tekið fagnandi hérlendis, enda frábær kostur sem hentar vel í lóðarveggi, grunna og hefur úrval móta alveg upp í loftplötur, enda heilu húsin nú byggð með ePic Eco. Loftmótin eru einstaklega sniðug því þau eru létt, sterk og einföld í notkun, koma í stað tvöfaldra timb- urbita og spara mikla fjármuni og tíma,“ segir Bragi. „Léttu mótin fást bæði keypt og til leigu. Þau eru þægileg í notkun og einföld í uppsetningu, ásamt því að spara mikla peninga þegar kemur að mannskap og flutningi. Stórir verktakar sjá mikla hag- kvæmni í notkun þeirra því þannig sparast kostnaður krana og krana- manna til að byrja með og þá eru mótin mjög vinsæl hjá sumarhúsa- eigendum því þeir geta flutt þau í sveitina á léttri kerru og dundað við þetta einir,“ segir Bragi. Á haustmánuðum tekur Bragi á móti ýmsum ítölskum lausnum í byggingariðnaði sem að hans sögn eiga eftir að gjörbylta grunna- og lóðaframkvæmdum á Íslandi, en fyrst taka við ítarlegar rannsóknir á því hvernig þær nýjungar henta íslenskum aðstæðum. Allt um ePic Eco-mótin má sjá á www.lettmot.is. thordis@frettabladid.is Léttari leiðin til húsbygginga Bragi Sigurðsson og Héðinn Sigurjónsson standa hér hjá hinum fisléttu en níðsterku ePic Eco-steypumótum, sem gerð eru úr glertrefjum. MYND/VÍKURFRÉTTIR KÓSÍTÍMINN ER NÚ GENGINN Í GARÐ Veðrið er hráslaga- legt og kuldaboli lætur æ oftar á sér kræla. Þá er fátt betra en að sitja inni í hlýjunni og leyfa ljósunum að loga. Hlýlegir lampar og ljósakrónur rjúka alla jafna út á þessum árstíma og kertin koma sterk inn. Verslunin Snúðar & snældur bjóða nú upp á vörur frá danska fyrirtækinu Neon Living. „Vörurnar eru nýkomnar til okkar og viðtökur hafa vægast sagt verið frábærar. Það er alltaf gaman að geta boðið upp á fallegar vörur og sérstaklega þegar ungar kraft- miklar konur eins og Henriette standa á bak við þær,“ segir Lov- ísa Guðmundsdóttir, eigandi versl- unarinnar Snúða & snældna á Sel- fossi, sem býður nú upp á vörur frá danska fyrirtækinu Neon Living en þær hafa ekki fengist áður hérlendis. Þess má geta að Neon Living er ungt danskt fyrirtæki stofnað af Henriette Hylgaard, sem rekur fyrirtækið frá heimili sínu í Ikast í Danmörku, og hefur verið tíður gestur húsbúnaðartímarita á borð við Bo Bedre og Bolig. Fáanlegar í fyrsta sinn Vörur frá Neon Living hafa vakið athygli og ratað á síður tímarita eins og Bo Bedre. Íslenskir húsbyggjendur hafa tekið léttum steypumótum frá slóv anska framleiðandanum ePic Eco fagnandi og fegins hendi, enda er í þeim fólgin frábær og langþráð lausn sem sparar allt í senn; tíma, mannskap, vélar, vinnu og peninga. Ath. Eigum einnig milliveggjastoðir (beinar og burðamiklar) úr kerto límtré frá 2 - til 5 metrum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.