Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 32
164 3,8 251þúsund pund er meðalverð fasteigna í Bretlandi, 19 þúsund pundum lægra en í fyrra, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. prósent mælist nú verðbólga í evrulönd- um, samkvæmt mælingum Eurostat, en hún hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða. kaupsamningur var gerður hér á húsnæð- ismarkaði í ágúst, en samdráttur frá sama tíma í fyrra nemur 70 prósentum. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Kreppuástandið kemur ekki í veg fyrir að enn stofni athafna- samir menn fyrirtæki og freisti þess að ná árangri í atvinnulíf- inu upp á eigin spýtur. Andrés Jónsson, sem starfað hefur við blaðamennsku, markaðsmál og almannatengsl um nokkurt skeið, hefur nú stofnað sitt eigið fyrir- tæki, Góð samskipti. Andrés, sem var einn af stofn- endum vefritsins Eyjunnar, hefur undanfarið starfað sem kynning- arstjóri B&L, en lætur nú af þeim störfum. Nýtt fyrirtæki tekur þó við almannatengslum fyrir bif- reiðaumboðið, en Andrés seg- ist bjartsýnn geta bætt við sig fleiri skjólstæðingum. Og hver verða helstu verk- efni fyrirtækis- ins? Jú, almanna- tengsl, fjölmiðla- samskipti, þjálfun í framkomu, atburð- astjórnun og gerð kynningarefnis. Andrés vill góð samskipti Menn spyrja sig nú hverjir taki við forstjórastólum í Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkj- un. Sem kunnugt er hafa stjórn- ir þessara fyrirtækja, fólk sem situr í umboði kjósenda, ákveðið að nöfn umsækjenda verði ekki birt. Þeir sem sæmilega fylgj- ast með telja að Hjörleifur Kvar- an sé líklegur til að stýra áfram Orkuveitunni. Um Landsvirkjun sé meiri óvissa, en þangað fari vafalaust sjálfstæðismaður. Einn viðmælandi Markaðarins sagði að nóg af þeim væri í atvinnu- leit. Erfiðara væri hins vegar að spá í úr hvaða fylkingu flokksins viðkomandi kæmi. Meðal nafna sem hvíslað er í eyru Markað- arins eru Ingimundur Sigurp- álsson, núverandi stjórnarfor- maður, Ásdís Halla Bragadóttir, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa hér á landi, að ógleymd- um Árna Mathiesen, sem raunar segist ekki vera á förum úr fjár- málaráðuneytinu. Í atvinnuleit Nokkur umræða hefur orðið um ágæti þess að verðtryggja lán, en kannanir sýna orðið mikla and- stöðu við lánaformið. Í Öðrum sálmum Vísbendingar rifjar Benedikt Jóhannesson upp að neytendur hafi haft af því mikinn hag þegar hér var tekin upp verð- trygging langtímalána, en áður hafi þau öll verið óverðtryggð og með lögbundnum hámarksvöxt- um. Hann segir hægt að láta sér í léttu rúmi liggja þótt „heima- lærðir alþjóðasérfræðingar og hagfræðingar“ tali óvarlega um lánaformið, en finnst alvarlegra þegar talsmaður neytenda klifar á andstöðu við lánaformið. „Með því vinnur hann beinlínis gegn umbjóðendum sínum. Slíkt yrði hvergi liðið nema á Íslandi,“ segir í Vísbendingu. Verðtryggingu eða ekki Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi.  Endurskoðun  Fyrirtækjaráðgjöf  Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking 45.600 83.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.