Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 38
22 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jói... Varstu að kaupa þér iPod? Já! Tókstu eftir því? Reyndar! Framúrskar- andi græja! Á þessum litla gutta komast fyrir 60 gíga- bæt af tónlist! Heil vika af góðri tónlist! Sniðugt! Hér kem ég öllu safninu fyrir! Öllum uppá- haldslögunum í tímaröð! Frá a til ö! Nema að þitt safn endar bara á K, geri ég ráð fyrir? Ja, jú... Kannski það. Palli! Fjarlægðu skóna þína af stofugólf- inu mínu! Jájájájájá! Ég heyrði í þér! Bara þó að maður bregð- ist ekki við í fyrstu þrjátíu og fjögur skiptin sem maður er beðinn um eitthvað þýðir það ekki að maður heyri ekki! Mjási, ég hef nákvæmlega ekk- ert meira að segja. Þú segir það. Hvernig ætli það sé að vera fluga? Leiðinlegt Þá myndi maður bara fljúga í hringi og pirra fólk og dreifa bakteríum og borða rusl Jáh. Eiginlega bara þú MAMMAA! Réttu mér smá klink, Magga, mér finnst ég hafa heppnina með mér! Hann er kominn! IKEA-bæklingurinn hefur ratað í húsakynni mín og tekið sér bólfestu á náttborðinu. Bæklingur draumanna. Bæklingur lífsins. Þegar IKEA- bæklingurinn kemur í hús hjá foreldrum mínum má merkja ró og sæld innan veggja heimilisins, sérstaklega hjá kvenpeningnum. Ég varð reyndar pínulítið vonsvikin með gripinn í ár. Mér fannst fátt nýtt á boðstólum og hugmyndir innanhússhönnuða í musterinu ekki jafn ferskar og árið áður. Ég lagði bæklinginn frá mér og gleymdi honum um stund. Allt í einu var ég hins vegar komin með málband í hönd og farin að sjá fyrir mér LACK- hillu hér, eða vildi ég frekar EXPEDIT? Ég var búin að mæla hvern einasta vegg í húsinu, færa nokkur húsgögn og í huga mér var ég búin að kaupa LACK-hilluna, hirslu á hjólum og rauðu gardínurnar og... Í lokaverkefni mínu í leiklist í LHÍ var öll leikmyndin keypt í IKEA. Á einni æfingunni kom sú ákvörðun mín til tals og áður en nokkur fékk rönd við reist vorum við komin á kaf í umræður um hvaða IKEA-dót við ættum og hvað við vildum eignast næst. Kennarinn sem sat æfinguna skarst í leikinn og spurði hvort við gerðum okkur grein fyrir hvað við vissum mikið um IKEA? Það var eins og hann hefði kippt okkur snögglega á jörðina. Mér hefur aldrei fundist ég jafn mikill millistéttar-Íslendingur. Sama verk var að miklum hluta byggt á Fight Club. Þar veltir aðalpersónan fyrir sér hvers konar kaffiborð skilgreini hann sem manneskju. Er ég farin að hugsa þannig? Ef já, er þá ekki kominn tími til að sprengja upp líf sitt og búa til sápu? Ískalt IKEA-land og ilmur af sápu NOKKUR ORÐ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Meiri snerpa Þú átt valið Hver leiksýning er sýnd þétt og í takmarkaðan tíma. Það er því um að gera að skipuleggja leikhúsárið fyrirfram og tryggja sér miða á þær sýningar sem heilla mest. Þú velur þær fjórar sýningar sem þér finnst mest spennandi af glæsilegri dagskrá Borgarleikhússins. Áskriftarkort Hringdu í síma 568 8000 eða farðu á borgarleikhus.is F í t o n / S Í A NÚ FÁ SÉR ALLIR ÁSKRIFT! 4 leiksýningar á einungis 8.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.