Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 42
26 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Skagamenn eygja veika von um að forðast fall úr Landsbanka- deildinni. Þeir unnu aðeins sinn annan leik í sumar gegn Val á dögunum. Þar fór á kostum gamla brýnið Kári Steinn Reynisson sem hefur tekið skóna niður úr hillunni líkt og Pálmi Haraldsson. „Það kom mér á óvart hvað það var létt yfir mannskapnum þó svo að ástandið væri eins og það er. Það kveikti í mér að gera þetta af einhverri alvöru. Ég ætlaði ekkert að spila strax, var meira að hugsa um að mæta á æfingar og reyna að létta undir móralinn. Svo eru hinir svo lélegir að ég komst beint í liðið,“ sagði hinn 34 ára gamli Kári Steinn léttur. Það var ekki að beiðni bræðranna, Arnars og Bjarka, sem Kári Steinn ákvað að mæta aftur á æfingar og hjálpa félaginu sínu. „Ég hafði aðeins verið að spá í þetta og ákvað svo að kíkja því konan var komin með leiða á að hafa mig heima. Ég var farinn að skipta mér af hlutum sem ég á ekkert að skipta mér af,“ sagði Kári Steinn á gamansömum nótum. „Ég var nú ekki búinn að sakna fót- boltans mikið og var mjög sáttur í vor með að hafa allan þennan frítíma. Svo þegar grasið fór að grænka meira fékk maður aðeins fiðring. Svo var í raun ekkert tilefni til að koma aftur og Gaui [Guðjón Þórðarson] var allt of stoltur til þess að tékka á manni enda hafði ég sagt honum að ég væri hættur.“ Kári Steinn starfar á daginn í Landsbankanum og Pálmi hjá Glitni. Það liggur því beinast við að spyrja hvort það sé svona leiðinlegt að telja peninga að menn þurfi að byrja aftur í boltanum? „Nei, það er nú ekki alveg svo,“ sagði Kári og hló. „Við Pálmi höfðum verið að halda okkur í formi með gömlum jöxlum í fótbolta tvisvar í viku. Það er annars mjög gaman að vera byrjaður aftur og ég nýt þess að spila. Það er ekkert stress á okkur þrátt fyrir vonda stöðu og mór- allinn góður,“ sagði Kári Steinn en er hann kominn til að vera? „Ég veit það ekki og er lítið að spá í það. Ætla að klára þetta sumar og sjá svo til. Ég ákvað síðast að taka mér frí fram að áramótum og naut þess mjög vel. Ég ákvað því að láta gott heita þá.“ KÁRI STEINN REYNISSON: HÆTTI VIÐ AÐ HÆTTA OG FÓR Á KOSTUM MEÐ ÍA GEGN VALSMÖNNUM Konan fékk leiða á að hafa mig heima >Breytingar á landsliðshópnum Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari neyddist í gær til þess að gera tvær breytingar á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum. Inn komu þeir Jónas Guðni Sævarsson úr KR og Keflvíkingurinn Guð- mundur Steinarsson í stað þeirra Ólafs Inga Skúlasonar og Theodórs Elmars Bjarnasonar sem báðir eru meiddir. Leikurinn við Norð- menn fer fram næstkomandi laugardag en Skotaleikurinn á miðvikudag eftir viku. HANDBOLTI Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldis- bæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spil- aði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn,“ sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fast- lega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga,“ sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heima- manna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stef- ánsson og Einar Loga Friðjóns- son. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila hand- bolta en enginn skortur er á tilboð- um að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og von- andi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk,“ sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is Vill helst spila á Akureyri Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. ÁRNI ÞÓR SIGTRYGGSSON Kominn heim í heiðardalinn og vonast til þess að spila með Akureyri í vetur. Hann lék síðast með Haukum hér á landi. MYND/OLE NIELSEN KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta spilar þriðja leik sinn í Evrópukeppninni klukkan 19.15 á Ásvöllum í kvöld en stelpurnar taka þá á móti Slóveníu. Þetta er síðasti heima- leikur liðsins í keppninni en tveir síðustu leikirnir fara fram á Írlandi og í Svartfjallalandi. Slóvenía var fyrirfram talin vera með sigurstranglegasta liðið í riðlinum en liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum og er þegar búið að reka aðalþjálfara sinn. Í liðinu eru meðal annars leikmenn sem eru að gera góða hluti í sterkum deildum á Spáni og Ítalíu. Íslenska liðið vann góðan sigur á Sviss í fyrsta leik sínum fyrir viku en tapaði síðan fyrir Hollandi á útivelli um helgina. Helena Sverrisdóttir hefur verið í miklu stuði í tveimur fyrstu leikjunum og er sem stendur langstigahæsti leikmaður b-deildarinnar með 26,0 stig að meðaltali í leik. - óój Evrópukeppni kvenna í körfu: Mæta Slóveníu GÓÐ Helena Sverrisdóttir hefur skorað 52 stig í tveimur leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Dr. Sulaiman Al-Fahim er í forsvari fyrir fjárfestingarfé- lagið Abu Dhabi United Group (ADUG) sem er nú að ganga frá 150 milljóna punda yfirtöku á ráð- andi eignarhlut í Manchester City. Al-Fahim hefur tengsl inn í kon- ungsfjölskylduna í Abu Dhabi og með þann bakhjarl sér við hlið telur Sky Sports-fréttastofan að fjárfestingarfélagið sé um það bil tíu sinnum ríkara en Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea. Al-Fahim og City lögðu fram kauptilboð í marga stærstu bitana á leik- mannamarkaðnum á lokadegi félagsskipta- gluggans, þá David Villa hjá Valencia, Mario Gomez hjá Stuttgart, Dimitar Berbatov hjá Tottenham og Robin- ho hjá Real Madrid. Kauptilboðin í Ber- batov og Robinho voru samþykkt en Berbatov ákvað að lokum frekar að fara til Manchester United. Robinho gekk hins vegar í herbúðir City og varð þar með dýrasti leikmaður enska boltans á 32,5 millj- ónir punda. Al-Fahim og félagar eru stórhuga og kaupin á Robinho eru aðeins byrjun- in ef marka má nýlegt viðtal hans við dagblaðið Daily Mir- ror. „Ég á eftir að tala við knatt- spyrnustjórann [Mark Hug- hes] en bestu leikmenn heims kosta að meðaltali um þrjá- tíu milljónir punda og við þurfum minnst átján slíka til þess að geta náð mark- miðum okkar. Við viljum ekki aðeins keppa um alla titla í boði á Englandi heldur er aðaltakmarkið að vinna meistaradeild- ina,“ sagði Al-Fahim við Daily Mirror en sam- kvæmt dagblaðinu fær Hughes þrjú ár til þess að skila meistaradeildardoll- unni í hús. - óþ Nýir eigendur Man. City ætla sér stóra hluti: Ríkari en Roman MOLDRÍKUR Dr Sulaiman Al- Fahim er yfirlýsingaglaður og ætlar sér stóra hluti. NORDIC PHOTOS/GETTY STÓRSTJARNA Robinho gæti verið fyrsta af mörgum stórstjörnum sem koma til City. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Kvennalið Vals lenti í miklum hrakförum í gær á leið sinni til Sala í Slóvakíu þar sem riðill liðsins í Evrópukeppninni hefst á fimmtudaginn. Flugtaki frá Keflavík í gær- morgun seinkaði um meira en þrjá tíma og öll ferðaáætlun liðsins fór úr skorðum. Þegar liðið komst loksins til Sala í gærkvöld var farangurinn enn þá í Kaupmannahöfn. Valsliðið spilar sinn fyrsta leik í keppninni á fimmtudaginn þegar liðið mætir velsku meistur- unum í Cardiff. Í riðlinum eru einnig gestgjafarnir frá Sala í Slóvakíu sem og Maccabi Holon frá Ísrael. - óój Evrópukeppni kvennaliða: Valsliðið missti af fluginu sínu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.