Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 4. september 2008 — 240. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Menntaskólamærin Ragna Sig- ríður Bjarnadóttir fór í frí með fjölskyldunni til Perú í sumar og kom í leiðinni við í London til aðversla Í ve l kostað pundi meira hefði ég feng- ið synjun,“ segir hún sposkRauðu skóna og hál fR Laugavegi. Peysurnar ei þallar Síðasta pundið fór í pilsRagna Sigríður Bjarnadóttir kom við í London til að versla í sumar og eyddi allra síðustu peningunum sínum í ljósblátt pils með silkislaufu. Hún fékk rauða skó og hálsfesti í sömu verslunarferð. Ragna hefur lengi haft brennandi fataáhuga og hannar eigin peysur, kjóla og hárskraut. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HAUSTÖNN hjá Dansstúdíói World Class hefst 15. september næst- komandi. Áhersla er lögð á að nemendur læri fleiri en einn stíl á hverri önn ekki síður en túlkun, leikræna tjáningu og framkomu. Á laugardögum er boðið upp á sérstaka danstíma fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára. Sjá www.worldclass.is Kennslan skiptist í tvær annir. Haustönnin er 12 vikna námskeið, og vorönnin 12 – 14 vikna námskeið.Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi.Frekari upplýsingar á balletskoli.isSkólinn er aðili að Frístundakorti ÍTR. Balletnámskeið fyrir yngri nemendur og framhaldsnemendur Ballet-leikskóliEin kennslustund í viku, 3 – 4 ára Ballet-forskóliEin kennslustund í viku, 4 – 6 ára Balletstig2 – 3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri Vald ar vö rur á allt a ð Úrval nýrra vara áFRÁBÆRUM VERÐUM %50afslætti Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 T I L B O Ð Sófar - Hornsófar - SófasettTungusófar - Stólar - Rúm Húsgagnalagersala RAGNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Eyddi síðustu peningun- um sínum í pils • tíska • heilsa • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Ferðalög og stórvirki einkenna næsta ár Sérblað um Sinfóníuhljómsveit Íslands FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Náð langt á stuttum tíma Svafa Grönfeldt fagnar því að áratugur er liðinn síðan Háskólinn í Reykjavík var stofn- aður. TÍMAMÓT 34 LÖGREGLUSTJÓRINN Á LEIÐ Í SKÓLANN Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, er einn af tíu yfirmönnum emb- ættisins sem standa vaktina fyrir utan grunnskóla umdæmisins snemma morguns. Tilgangurinn er meðal annars að auka öryggi skólabarnanna í umferðinni. Eins og hér má sjá eru tvö skólabörn í öruggum höndum á leið yfir götuna. VÍKURFRÉTTIR/HILMAR BRAGI Megas á netið Á síðunni megas.is munu aðdáendur Megasar geta birt kjaftasögur af lista- manninum. FÓLK 48 Bók um hlýnun jarðar Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heldur á næstunni til Alaska og Síberíu til þess að taka myndir fyrir nýja bók sína. FÓLK 58 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja HÆGUR Í dag verða austlægar áttir 3-8 m/s víðast hvar. Skýjað austan til og sums staðar við suðurströnd- ina annars bjart með köflum. Hætt við smáskúrum syðst og súld á annesjum nyrðra. Hiti 7-14 stig. VEÐUR 4 10 8 9 12 12 LÖGGÆSLA Yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa staðið vakt- ina við grunnskóla umdæmisins á meðan börnin eru á ferðinni í skólann á morgnana. „Við byrjuðum strax fyrsta skóladaginn þar sem einn yfirmaður var við hvern skóla, fyrir utan þá lögreglumenn sem voru á almennum vöktum,“ segir Eyjólfur Kristjánsson, í lögregl- unni á Suðurnesjum. „Við mætum hálftíma áður en skólinn hefst og erum þar til hringt hefur verið inn. Þetta er ekki síst til að aðstoða yngstu börnin sem eru nýliðar í umferð- inni. Öll erum við yfirmenn sem starfa á skrifstofu embættisins og gerum þetta með okkar ágæta lögreglustjóra, Jóhann R. Benediktsson, í fararbroddi.“ - jss Lögreglan á Suðurnesjum: Yfirmenn að- stoða nýliða í umferðinni Valsstúlkur í eldlínunni Kvennalið Vals í fótbolta leikur sinn fyrsta leik í Evrópuriðli sínum í Slóvakíu í dag. ÍÞRÓTTIR 52 ORKUMÁL Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra telur ekkert mæla gegn því að tilrauna- boranir fari fram á háhitasvæðunum í Þingeyj- arsýslu samhliða heildstæðu umhverfismati vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda á Bakka við Húsavík. Þetta er þvert á úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráð- herra um að umhverfisáhrif allra verkþátta liggi fyrir áður en leyfi fyrir einstökum framkvæmdum er veitt. Heimamenn hafa sótt það fast að Þórunn breyti úrskurði sínum svo rannsóknarboranir geti hafist næsta sumar; annars frestist framkvæmdir um eitt ár. „Ég sé engin lög mæla gegn því að tilrauna- boranirnar, sem menn tala um að hljóti að frestast, hafi sinn eðlilega gang þrátt fyrir heildarmat á umhverfisáhrifum,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra við lok utandagskrárumræðna um virkjana- og stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í gær. Í samtali við Fréttablaðið ítrekaði Össur þessa skoðun sína með þeim rökum að eðlilegt sé að fara í rannsóknarboranir áður en mati á umhverfisáhrifum verður lokið haustið 2009, enda eigi þær að leiða í ljós orkugetu viðkom- andi svæðis. „Menn verða með heildarmat í gangi, en hluti af því mati er að rannsaka svæðið og meta hvaða möguleikar eru fyrir hendi.“ Bergur E. Ágústsson, sveitarstjóri Norður- þings, fagnar orðum iðnaðarráðherra. „Við höfum staðið í þeirri trú að úrskurður ráðherra útiloki að boranir hefjist áður en umhverfis- mati er lokið. Úrskurðurinn er afar skýr.“ Bergur telur að orð iðnaðarráðherra megi túlka sem svo að framkvæmdir við álverið á Bakka tefjist ekki um ár, eins og óttast var. Þórunn úrskurðaði í byrjun ágúst að samkvæmt lögum beri að meta sameiginlega umhverfisáhrif álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Þar segir jafnframt „að tryggt sé með ótvíræðum hætti að mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdanna fari fram á sama tíma og að umhverfisáhrif þeirra allra liggi fyrir í heild sinni áður en leyfi fyrir einstökum framkvæmdum er veitt“. Skipulagsstofnun hefur nú til skoðunar, samkvæmt ósk framkvæmdaaðila, hvort rannsóknarboranir og aðrir verkþættir geti hafist áður en farið verður í heildstætt umhverfismat, að sögn Stefáns Thors skipu- lagsstjóra. - shá / - bþs Mat á umhverfisáhrifum tefji ekki álverið á Bakka Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra telur að hægt sé að hefja rannsóknaboranir á háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu samhliða heildstæðu umhverfismati. Það gengur þvert á útskurð umhverfisráðherra. SAMFÉLAGSMÁL Bætur til fyrrver- andi vistmanna á Breiðavíkur- heimilinu eru samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins ákvarðaðar með hliðsjón af dómum Hæsta- réttar þar sem dæmt hefur verið fyrir langvarandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og ung- mennum. Bætur eru þá oft á bilinu 1,5 til 2,5 milljónir. Samkvæmt laga- frumvarpi forsætisráðherra, sem brátt verður lagt fyrir Alþingi verða bætur til Breiðavíkur- drengjanna á bilinu 375 þúsund krónur til rúmlega tveggja millj- óna króna. Breiðavík- ursamtökin vilja nota aðra aðferðafræði þar sem fyrr- verandi vist- menn fái greitt fyrir þær vinnu- stundir sem þeir unnu á Breiðavík. Miða þau við 21 mánuð, sem var meðaldvalartíma vist- manna, og vilja að bæturnar séu á bilinu 15 til 21 milljón. „Það er upphæð sem skiptir máli en það er alltaf snúið að greiða bætur,“ segir Bárður R. Jónsson, formað- ur Breiðavíkursamtakanna. Bárður segir samtökin horfa til fordæma í Noregi, enda hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra nefnt slíkt þegar hann kynnti Breiða- víkurskýrsluna. Þar fengu þol- endur í sambærilegum málum sem samsvarar 15 milljónum íslenskra króna. Í Noregi sé löng hefð fyrir því að Stórþingið ákvarði bætur til handa þeim sem telji þjóðfélagið hafa brotið á sér með einhverjum hætti. - ovd / sjá síðu 12 Nýtt lagafrumvarp forsætisráðherra um bætur til Breiðavíkurdrengja: Breiðavíkursamtökin vilja fá margfalt hærri bótagreiðslur BÁRÐUR RAGNAR JÓNSSON VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.