Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 22
22 4. september 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 92 2 KR . 1999 2002 2005 2008 1. 13 0 KR . 89 3 KR . 70 9 KR . HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Móri, ný bjórtegund frá Ölvisholti Brugghúsi kom á markað í vikunni en bjórinn er frá sömu framleiðendum og Skjálfti. Nýi bjórinn, Móri er Ale-bjór, eða yfirgerjað öl að breskri fyrirmynd, maltríkur og kröftuglega humlaður. Sjö mismunandi maltafbrigði eru notuð við ölgerðina ásamt blöndu af fjórum breskum humlategundum sem undirstrika engilsaxneskan uppruna Móra. Nafnið er dregið af þekktum sunnlenskum draug sem sést hefur á sveimi í námunda við brugghúsið. Móri er seldur í hálfslítra flöskum til reynslu í verslunum ÁTVR í Heiðrúnu og Kringlunni auk þess sem hann er hægt að sérpanta í öðrum verslunum ÁTVR. Áfengisinnihald Móra er 5,5 prósent. ■ Innlend bjórframleiðsla Nýtt íslenskt öl að breskri fyrirmynd Útgjöldin > Meðalverð á einu kílói af ýsuflökum í ágústmánuði ár hvert. GÓÐ HÚSRÁÐ TILTEKT FYRIR MÖMMU ■ Kristín Rós Hákonardóttir, sund- drottning, grafískur hönnuður og kennari, segir það hið besta hús- ráð að taka alltaf vel til áður en foreldrar koma í heimsókn. „Mér hefur þótt mikil- vægt að reyna að hafa nokkuð hreint áður en mamma og pabbi koma í heimsókn,“ segir Kristín Rós. Þetta hafi hún reynt að tileinka sér þar sem móðir hennar eigi það til að taka til í kringum sig, þyki henni ekki nægilega snyrtilegt. „Um daginn byrjaði hún til að mynda að þurrka úr gluggakistunum hjá mér á meðan hún var í heimsókn,“ segir Kristín Rós og skellir upp úr við tilhugsunina um umhyggjusemi móður sinnar. Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Celsus ehf. hafi brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að fullyrða í auglýsingum að Proderm-sólarvörn veiti sex klukkustunda vörn óháð svita, sandi, sjó, leik eða handklæðaþurrkun. Þetta kemur fram á vef Neytenda- stofu. Í auglýsingum Celsus er annars vegar fullyrt að sólarvörnin sé sú eina sem skráð sé læknisfræðileg og hins vegar að sólarvörnin sé skráð læknavara og eina læknisfræðilega sólvörnin. Neytendastofu þótti ljóst að auglýsingin gæfi það til kynna að varan væri notuð af læknum við störf sem hún reyndist ekki vera. Celsus hefur verið bannað að nota framangreindar fullyrðingar við auglýsingu Proderm-sólarvarnar. ■ Ólögmæt auglýsing um sólarvörn Neytendastofa tekur auglýsingu úr umferð Heiðar Ástvaldsson dans- kennari hefur kennt börn- um að feta fyrstu dans- sporin í meira en hálfa öld. Hann segir það sýna hjartans innri sannfæringu að engin íþrótt sem hann þekki þjálfi jafn vel huga og líkama í senn. „Í huga mínum er það gríðarlega þýðingarmikill hluti í uppeldi hvers barns að það læri dans vegna þess hve mjög hann reynir á persónuna andlega og líkam- lega,“ segir Heiðar, sem nú er að verða 72 ára. „Af þessum sökum þykir mér sérlega mikilvægt að lítil börn og eldra fólk æfi dans,“ bætir hann við en tekur skýrt fram að með þeim orðum sé hann ekki að gera lítið úr mikilvægi þess að aðrir aldurshópar dansi. Þessi sannfæring hans sé sterk og hafi orðið til þess að það sem átti aðeins að vera stutt hlé á lögfræði- námi til að geta sinnt danskennslu varir enn. Dansinn á enn hug hans allan. Heiðar viðurkennir að oft sé erfitt að fá stráka til að dansa. Þeir stígi fyrstu skrefin fussandi og sveiandi en ástæðan fyrir þeirri hegðun sé að því er virðist ómeð- vituð skoðun þeirra um að stelp- urnar séu óæðri verur. „Þegar þeir byrja svo að dansa við stelpurnar verða samskipti barnanna svo miklu eðlilegri og þýðari,“ segir Heiðar, sem segir danskennslu því að sínu mati mikilvæga lexíu um samskipti kynjanna og stuðla að því að þau skilji að jafnrétti eigi að ríkja þeirra á milli. Heiðar segist vonast til þess að sameining Kennaraháskólans og Háskólans verði til þess að dans verði gerður að sérgrein sem börnum verði skylt að mæta í einn tíma í vikulega til tólf ára aldurs. „Það er einfaldlega mín hjartans sannfæring að dans sé svo mikil- vægur þáttur þótt samkvæmis- dansana sé ekki hægt að dansa hvar sem er nú til dags,“ segir hann að lokum. karen@frettabladid.is Dans fyrir sál og líkama HEIÐAR ÁSTVALDSSON Hóf að kenna dans á Siglufirði sautján ára gamall. Hann er nú að verða 72 en áhuginn hefur ekki dvínað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÁMSKEIÐ Í SAMKVÆMISDÖNSUM Dansskóli Verð f. barn Verð f. fullorðið par Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar 13.500 27.500 Dansskóli Ragnars Sverrissonar 16.900 71.800 Dansskóli Jóns Péturs og Köru 18.900 38.900 Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar 15.900 29.900 Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar 15.215 36.600 Listinn miðast við uppgefið verð fyrir tíma í samkvæmisdönsum einu sinni í viku í um fjórtán vikur hjá barni frá sex ára aldri og svo fyrir tíma í samkvæmisdönsum einu sinni í viku í um fjórtán vikur fyrir par. Ekki er tekið tillit til systkinaafsláttar á hverjum stað, eða niðurgreiðslu sveitarfélaga, aðstöðu, menntunar kennara eða hvort einhvers konar búnaður eða gögn séu innifalin í verði. Verðið miðast ein- göngu við uppgefið verð hjá dansskólum. Listinn yfir dansskóla er ekki tæmandi. Mikil viðbrögð hafa verið við síðustu tveimur færslum í neytendahorninu. Í gær var nefnt að Icelandair taki 4.000 krónur fyrir að leiðrétta mistök í netbókun. Smári L. Kristinsson, sem segist ekkert eiga að vera að svara fyrir hönd flugfélags- ins, gerir það samt: „Það er ekki rétt sem kom fram að það taki eina mínútu að breyta miðum vegna nafnabreytinga,“ skrifar hann. „Það eru í það fyrsta IATA-reglur sem kveða á um að nöfn verði að vera rétt í öllum tilfellum. Þegar þarf að breyta miðan- um, verður að búa til alveg nýja bókun, sem getur haft þær afleiðingar að sætið sem var á besta verði, er svo ekki til mínútu seinna vegna þess að bókunarkerfið er „live“. Svo þarf að reyna að bóka á réttum nöfnum og flytja yfir sætin á eins lágu verði og hægt er (sem er ekki alltaf hægt), endurgreiða gamla miðann gegn hinum nýja og gefa nýja miðann út. Ég starfaði lengi hjá Air France KLM í Lundúnum og svona prósess gat tekið stundum alveg upp í þrjátíu mínútur á hvern miða! Ímyndið ykkur þá ef verið er að vinna með 5-6 manna fjölskyldu! Það er ekki sanngjarnt að flugfélagið tapi vegna þess að fólk úti í bæ gerir mistök. Það er tímafrekt verk að breyta miðum, og ég vildi koma því á framfæri.“ Á þriðjudaginn var fjallað um fjölskyldu- þjónustu Símans, „Núllið“. Þórður V. Oddsson vill bæta við þá umfjöllun: „Konan mín beið í 15-20 mínútur eftir þjónustuveri Símans í gær þar sem skrá skyldi alla fjölskylduna í Núllið,“ skrifar hann. „Þegar loksins náðist samband og erindið var borið upp komu í ljós alls kyns skilmálar, sem hvergi er minnst á í mikilli auglýsingaherferð Símans. Samtalið endaði á því að þessi bráðsnjalla hug- mynd sem lagt var af stað með reyndist eintóm svik. Vonbrigðin, ekki síður en reiðin, voru því mikil eftir alla biðina og væntingarnar. Það sem Lára Waage (upplýsingafulltrúi Símans) vitnar í sem aðra hentuga þjónustuþætti, virkar á sama hátt. Til þess að skrá vini í „Mitt frelsi“ verður að leggja inn 1.000 krónur mánaðarlega til þess að sá þjónustuþáttur virki. Þar sem fjölskyldan samanstendur af foreldrum með 8 og 14 ára börn, er fjarri lagi að 1.000 krónur verði lagðar inn á hvort barn mánaðarlega og því er þessi „vina-valkostur“ miklu frekar „ókostur“ ef eitthvað er. Að lokum finnst mér réttast að skoðað verði hvorum megin auglýsingaherferð Símans dansi, að vera hrein blekking eða auglýsing.“ Lesendur leggja orð í belg: Enn um leiðréttingargjöld Icelandair og „Núllið“ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is „Ég er óttalegur auli eins og aðrir og alltaf að kaupa eitthvað sem ég hef engin not fyrir,“ segir Haukur Magnússon, blaðamaður og gítarleikari hljómsveitarinnar Reykjavíkur!, um verstu kaupin sín. Hann segist hins vegar löngu hafa tileinkað sér heimspeki Ólafs Stefánssonar landsliðsfyrirliða í handknattleik. „Ég reyni bara að fagna mistökum mínum eins og Óli og læra af þeim frekar en að sýta þau og vera leiður. Þessar vondu ákvarðanir eru yfirleitt teknar undir áhrifum áfengis og ég reyni bara að læra af þeim.“ Hvað bestu kaupin varðar er Haukur ekki í neinum vafa. „Það var þegar ég í félagi við fjóra aðra náunga ákvað að fjárfesta í því að búa til hljómplötu. Það var frumburðarskífa okkar í Reykjavík! Við vorum búnir að spila mikið saman og langaði að gera plötu, en enginn okkar var sérstakur snillingur í að taka upp. Við ákváðum því að slá hver sitt bankalánið og fjármagna plötuna þannig.“ Haukur segist hafa verið um tvö ár að greiða af láninu og hann sé mjög sáttur og ánægður með það. „Við mátum það þannig að þetta væri á pari að fara á skíði til Sviss. Við höfðum hins vegar engan áhuga á því og gerðum því frekar plötu. Þetta eru ugglaust bestu, og þá jafnframt afdrifaríkustu, kaupin mín.“ NEYTANDINN: HAUKUR MAGNÚSSON, GÍTARLEIKARI OG BLAÐAMAÐUR Fagnar mistökum eins og Óli Stef Litlatúni 3 • Gardabær • 517 4806 www.ilsejacobsen.dk Jakki 25.900 KR Stígvél 32.900 KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.