Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 24
24 4. september 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is PERMA hársnyrtistofa Óska eftir hársnyrtimeistara/sveini Og einnig nema sem hefur lokið 1. og 2. önn Upplýsingar í síma: 561-1160 eða 862-0161 Hársnyrtistofan PERMA • Eiðistorgi 13-15 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 235 4.170 -1,31% Velta: 2.847 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,80 -0,73% ... Atorka 4,88 -2,98% ... Bakkavör 26,00 -2,44% ... Eimskipafélagið 14,00 -3,45% ... Exista 7,51 -2,59% ... Glitnir 14,95 -0,67% ... Icelandair Group 20,40 +0,49% ... Kaupþing 703,00 -1,13% ... Landsbankinn 23,70 -1,13% ... Marel 85,80 -0,92% ... SPRON 3,41 -5,28% ... Straumur-Burðarás 8,97 -2,18% ... Össur 94,70 -0,32% MESTA HÆKKUN ICELANDAIR +0,49% MESTA LÆKKUN SPRON -5,28% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -3,45% ATORKA -2,98% „Ég er búinn að fá nóg. Það hafa verið miklir erfiðleik- ar í sumar,“ segir Gísli Kjartansson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu. Aðspurður hvað taki við segist Gísli ætla á eftir- laun, enda verði hann brátt 65 ára gamall. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sparisjóða er hann þó enn á skrá yfir starfsmenn sparisjóðs Mýrarsýslu. Hann er formaður Sambandsins og samkvæmt lögum þess verða menn að vera í starfi til að geta gegnt þar trúnaðarstörf- um. Ársfundur sambandsins verð- ur haldinn um miðjan október. Bernhard Þór Bernhardsson hefur tekið við af Gísla sem sparisjóðsstjóri. Hann var áður forstöðumaður viðskiptaþjónustu spari- sjóðsins. Rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu hefur gengið afleitlega í ár. Eigið fé sparisjóðsins hefur rýrnað um fimm milljarða það sem af er ári, einkum vegna verðfalls á hluta- bréfamörkuðum. Kaupþing hefur komið að mál- efnum sparisjóðsins og skráð sig fyrir 1.750 milljónum króna af tveggja milljarða stofnfjáraukn- ingu sparisjóðsins. Skammt er frá því að hluthafar í SPRON sam- þykktu að Kaupþing tæki bankann yfir. - ikh Búinn að fá nóg Reikna má með baráttu um banda- ríska fjárfestingarbankann Leh- man Brothers. Orðrómur hefur verið á lofti um að hann kunni að feta í fótspor fjárfestingarbank- ans Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn björg- uðu í sameiningu frá gjaldþroti í vor. Bréf bankans hafa fallið um 75 prósent frá áramótum. Fyrir nokkru var frá því greint að kóreski þróunarbankinn væri að leita fjárfesta til að leggja fram tilboð í fjórðungshlut bankans. Í vikunni greindi svo kóreska dag- blaðið Chosun Ilbo frá því að evr- ópski risabankinn HSBC væri að vinna með kínverskum banka og fleirum að því að taka sama hlut. Financial Times greindu frá því í gær að eftirlaunasjóður Kóreu- hers væri einn hugsanlegra fjár- festa. Deilt er um verðið, að sögn breska dagblaðsins Times, er liggja á bilinu 4,4 til 5,3 milljarðar Bandaríkjadala (rúmir 370 til 450 milljarðar króna). - jab/-msh Tveir bítast um Lehman Brothers SVEKKTUR FORSTJÓRI Richard Fuld, forstjóri Lehman Brothers, hefur þrá- faldlega sagt að bankinn eigi ekki við erfiðleika að etja. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GÍSLI KJARTANSSON Vel sloppið, eða hvað? Fjármálaeftirlitið hefur sektað Tryggingamið- stöðina (TM) um eina milljón króna fyrir brot á tilkynningarskyldu fruminnherja. Brotalömin tengist þeirri reglu að fruminnherji, eða aðili tengdur honum, á að tilkynna samdægurs um viðskipti sín í félaginu. Fram kemur í tilkynningu á vef FME að 20. febrúar á þessu ári hafi orðið viðskipti með næstum hálfa milljón hluta í TM, á genginu 47. Viðskiptin námu tæplega 21,5 milljónum króna. Ekki var hins vegar tilkynnt um viðskiptin fyrr en tveimur dögum síðar. Ein milljón króna er dágóð upphæð að greiða vegna slíkrar yfirsjónar, en spurning hvort það þyki ekki bara vel sloppið. Ákveði FME á annað borð að sekta er lágmarkssektin 50 þúsund krón- ur, en 50 milljónir að hámarki. Í banka er ekki gott að stela Slæmar fréttir virðast elta bandaríska fjárfesting- arbankann Lehman Brothers, en þrálátur orðr- ómur er á kreiki um fjárhag bankans og margir telja víst að það fari eins fyrir Lehman og Bear Stearns. Síðustu fréttir munu því miður gera lítið til að bæta orðspor fyrirtækisins. Starfsmað- ur á greiningardeild Lehman hefur nefnilega verið rekinn eftir að upp komst að skýrsla sem hann samdi fyrr á þessu ári (efniviðurinn var úttekt á sýndarveruleikatækni) var að mestu tekin upp úr skýrslu annars verðbréfafyrirtækis að nafni Sanford Berstein. Starfs- maðurinn stal heilu blaðsíðun- um með texta og línuritum. Stjórnendur Lehman báðu viðskiptavini sína afsökun- ar og „gripu til viðeigandi ráðstafana“ hvað sérfræð- ing greiningareildarinnar varðaði. Peningaskápurinn ... Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhuga- samir aðilar hafa sýnt sig nú þegar,“ segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafé- lagsins, um sölu á tilteknum eign- um félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eig- infjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörg- um lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoð- að til að bæta stöð- una, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða ein- hvern hluta starf- seminnar,“ segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu,“ segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipa- félagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarf- semi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tug- milljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu.“ Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir,“ segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endur- fjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist.“ Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu nið- urstöðuna. ingimar@markadurinn.is Útilokar ekki að Versacold verði selt í heilu lagi í haust GOÐAFOSS Á FULLRI SIGLINGU Stjórnendur Eimskipafélagsins vinna að því að því að bæta eiginfjárstöðuna með sölu eigna félagsins. Sindri Sindrason útilokar jafnvel ekki að Versacold, sem keypt var í fyrra, verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. SINDRI SINDRASON „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalur- inn var að koma niður úr methæð- um. Hæst fór gengið í 110,39 krón- um í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkja- dalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Mun- urinn nemur 32 prósentum. - jab Dollar sjaldan sterkari Síðast var dollar á 85 krónur í lok desember 2002. VÖÐLAÐIR DOLLARAR Gengi Banda- ríkjadals gagnvart krónu hefur ekki verið hærra í tæp sex ár. MARKAÐSPUNKTAR Útibú Straums-Burðaráss í Prag í Tékklandi var skráð hjá fyrirtækjaskrá í gær. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist þar innan tíðar, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Vaxtaákvörðunardagur er bæði hjá Englandsbanka, evrópska seðlabank- anum og sænska seðlabankanum í dag. Greiningardeild Kaupþings segir flesta reikna með óbreyttum vöxtum en að óvissa ríki um ákvörðunina í Svíþjóð. Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um tæpa 3,4 milljarða króna í ágúst. Þetta er verulegur viðsnúningur frá í fyrra þegar hann var óhagstæður um 17,5 milljarða. Greiningardeild Lands- bankans segir viðsnúninginn hægari en búist var við. „Við höfum ekki gefið það upp. Bæði af tillitssemi við þá sem eru að lána okkur og eins teljum við skynsamlegt að hafa það fyrir okkukr,“ sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við Markaðinn, spurður um kjör á nýju erlendu láni íslenska ríkis- ins. Fram kom í máli forsætisráð- herra á Alþingi að ríkið væri að ganga frá að minnsta kosti 250 milljóna evra láni, eða sem nemur um þrjátíu milljörðum íslenskra króna. Lánið væri tekið á kjörum sem væru mun betri en sem nemur skuldatryggingarálagi íslenska ríkisins. Álagið nam um 250 punktum í gær, samkvæmt upplýsingum Landsbankans. Engar upplýsingar fengust um lánið frá Seðlabankanum, þegar eftir því var leitað. Upplýsingar yrðu veittar síðar, meðal annars í reikingum bankans þegar þeir yrðu birtir. - ikh Ekki múkk um kjörin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.