Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 28
28 4. september 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Dagbækur Matthíasar Johann-essen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á vefnum þurfa ekki að koma neinum á óvart, þótt þar sé greint frá einkasamtölum milli manna. Þær þurfa ekki að koma á óvart vegna þess, að Ísland er eins og Færeyjar (Eðvarð T. Jónsson lýsti þessu vel í bók sinni Hlutskipti Færeyja 1994): hér vita allir allt um alla. Ísland er einnig eins og Færeyjar og mörg önnur smálönd að því leyti, að sumir þykjast ekki hafa hugmynd um ýmislegt af því, sem allir vita. Þar hefur Morgunblaðið gengið framarlega í flokki: með því að þegja um fréttir frekar en að segja fréttir. Þagnir Morgun- blaðsins um ýmis almælt en óþægileg tíðindi – óþægileg fyrir flokkinn – hafa verið og eru enn eitt helzta kennimark blaðsins (og þá um leið einn lykillinn að lýðhylli Fréttablaðsins, enda komst Nyhedsavisen í þrot vegna þess, sýnist mér, að Danir eiga ekkert íslenzkt Morgunblað). Dagbækur Matthíasar eru sama marki brenndar. Hann færir ekki til bókar ýmislegt, sem hann veit, þótt samhengið kalli á það. Þetta er bert og tilfinnanlegt í nýbirtum færslum hans um Landsbankamálið 1998, þegar þrír bankastjórar voru með offorsi gerðir burtrækir úr bankanum. Þeir, sem fylgdust vel með málinu, vita meira en fram kemur í færslum Matthíasar. Hann hirðir til dæmis ekki um að minnast á nafnlaust bréf, sem kemur við söguna og blaðamenn hafa greint frá á prenti. Hann getur þó vafalaust sagt sér það sjálfur, að bréfið hlýtur fyrr eða síðar að koma fram. Nema hann sé búinn að steingleyma því. Ein lög í landinu? Allir vita, hvernig stjórnmála- menn í bönkunum misnotuðu aðstöðu sína með því að skiptast á upplýsingum um einstaka viðskiptavini, þótt trúnaðarbrot af því tagi varði við lög. Enginn skyni borinn maður, sem fylgist vel með stjórnmálum, getur leyft sér að þykjast ekki vita um þetta. Sjálfstæðismenn gátu fylgzt með framsóknarfyrirtækjum og öfugt samkvæmt skipuritum bankanna. Upplýsingar um fjármál einstakl- inga fengu að fljóta með. Ríkis- bankarekstur hlaut að vera þessu marki brenndur eins og allt var í pottinn búið. Af þessu má ráða brýna nauðsyn þess að koma bönkunum úr ríkiseigu í einka- eign svo sem gert var fyrir fáeinum árum, enda þótt fram- kvæmdin tækist ekki nógu vel. Morgunblaðið og Landsbankinn eru nú í eigu sama manns. Það eru því ekki mikil tíðindi, að Matthías Johannessen skuli fjalla frjálslega um skuldir forseta Íslands við Landsbankann og í sömu andrá lýsa því, hvernig fráfarandi bankastjóri Lands- bankans skellti trúnaðarskjölum úr bankanum á skrifborðið á ritstjórn Morgunblaðsins. Matthías lætur skína í efni skjalanna og segist þó halda, að hann hafi ekki brotið lög. Hann veit, að fleiri menn en forsetinn máttu una því, að stjórnmála- menn og erindrekar þeirra í bönkunum láku trúnaðarupplýs- ingum um fjármál andstæðinga sinna til að veikja þá og sverta mannorð þeirra. Þetta var og er snar partur af „andrúmslofti dauðans,“ sem Morgunblaðið lýsti vel í Reykjavíkurbréfi 25. júní 2006. Um þetta sagði einn erindrekinn: Friður óttans er bezti og varanlegasti friðurinn. Matthías hefur nú tekið upp þráðinn úr áður nefndu Reykja- víkurbréfi og svipt svartri hulunni af öllu saman, undir nafni. Það er út af fyrir sig, má segja, virðingarvert. Bæði skiptin í útlöndum Matthías segir í einni færslu sinni frá stuttu samtali okkar tveggja á skrifstofu hans fyrir tuttugu árum. Því er ef til vill ekki úr vegi, og þó, kannski ekki, að ég segi nú frá saklausu símtali, sem við áttum um svipað leyti. Þannig var, að Morgunblaðið birti á þessum árum og lengi eftirleið- is margar greinar mínar um landbúnaðarmál og ýmislegt annað. Ég mátti vita, að virðing- armenn í Sjálfstæðisflokknum væru ekki allir ánægðir með þessa gestrisni Morgunblaðsins í minn garð. Ég hringdi einn morguninn til Matthíasar til að þakka honum fyrir að birta þetta; málið snerist um innflutning á kartöflum. Ekkert að þakka, sagði hann. Ég þóttist vita, að ýmsir hringdu á ritstjórnina til að kvarta undan kartöflugreinunum, og bað hann forláts á óþægindun- um, sem áreitið bakaði ritstjórun- um. Já, það er svolítið hringt, sagði Matthías. Ég þakkaði honum enn fyrir mig og sagðist vona, að Morgunblaðið gæti í leiðurum tekið undir góðfúsar óskir mínar og annarra um frjálsari innflutning landbúnaðar- afurða til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Þá sagði hann: Veiztu það, Þorvaldur minn, ég hef tvisvar fengið matareitrun, í bæði skiptin í útlöndum. Svipmynd af ritstjórn Í DAG | Blað flokkur banki ÞORVALDUR GYLFASON S kýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana á Alþingi á þriðjudag var í senn fróðleg og gagn- leg við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum þjóðarbúskap. Almennt sýnast aðilar á markaði fagna tíðindum af erlendu láni til styrkingar gjaldeyrisforða Seðlabankans, þótt upphæðin sé ekki ýkja há, og taka viljann fyrir verkið. Flestir þeirra kjörnu fulltrúa, sem þátt tóku í umræðun- um, sýndu þá skynsemi að draga ekki úr alvarleika málsins og ræða heldur mögulega viðspyrnu, en þegar kom að gamalkunnri grundvallarspurningu um aðgerðir til að örva hér hagvöxt á nýjan leik sýndist sitt hverjum. Og ekki sýndist ágreiningur um þau mál minnstur innan ríkisstjórnarinnar og millum oddvita hennar. „Við núverandi aðstæður tel ég afar mikilvægt að frá pólit- íkinni komi alveg skýr rödd um hvert ferðinni sé heitið,“ sagði Bjarni Benediktsson alþingismaður í viðtali við hann og Illuga Gunnarsson í Markaði Fréttablaðsins í júlí. Þeir félagar hvöttu þá ákaft til frekari stóriðjuframkvæmda og vöruðu sérstaklega við misvísandi skilaboðum frá landsstjórninni í þeim efnum: „Það má engum blandast um það hugur að það sé stjórnvöldum á Íslandi hugnanlegt að þau verði að veruleika. Hik og hálfkák er það síð- asta sem við þurfum á að halda,“ sagði Bjarni einnig. Forsætisráðherra tók undir þessi sjónarmið í opnuviðtali við Markaðinn í fyrri mánuði og ítrekaði þau á Alþingi í fyrradag, er hann sagði að við yrðum að nýta það sem okkur hefði verið gefið sem þjóð. „Ekkert verður til úr engu. Allar þjóðir heims kapp- kosta að nýta auðlindir sínar á sem hagkvæmastan og skynsam- legastan hátt. Við getum ekki verið undantekning þar á,“ sagði Geir H. Haarde og bætti við að besta leiðin til að vinna sig út úr tímabundnum erfiðleikum væri að framleiða, framleiða og aftur framleiða, eins og hann orðaði það. „Auðlindir eru lítils virði nema þær séu nýttar á hagkvæman máta og engin þjóð hefur efni á að vannýta auðlindir sínar,“ sagði hann enn fremur. Þetta eru býsna skýr skilaboð og myndu teljast algjörlega afdráttarlaus ef ekki hefði verið fyrir þá sök að skömmu síðar sté hinn oddviti stjórnarflokkanna í pontu Alþingis og virtist ekki alveg á sama máli. Þvert á móti sagði formaður Samfylkingarinn- ar að nýting orkulindanna ætti að vera mótuð á langtímastefnu, en væri ekki „hagstjórnarákvörðun til skamms tíma“. Svo sagði utanríkisráðherra: „Auðlindirnar okkar eru þarna. Þær hlaupa ekki frá okkur. Verðmæti þeirra mun aukast ef eitthvað er og þess vegna þurfum við alltaf að tryggja að við nýtum þær með besta mögulega hætti og að besta verðið fáist sem fáanlegt er á hverjum tíma.“ Hafi umræður um efnahagsmál átt að skýra sameiginlega orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar er ljóst að það tókst ekki. Greinilega eru tvö sjónarmið uppi. Annars vegar telur forsætis- ráðherra að örva eigi strax hagvöxt með því að nýta orkuauðlind- irnar, en utanríkisráðherra telur hins vegar að slíkt gangi ekki sem hagstjórnarákvörðun og ekkert liggi á, auðlindirnar hlaupi ekki frá okkur. Iðnaðarráðherra sýndi í umræðum um orkumál á þingi í gær, að hann er einarður talsmaður frekari uppbyggingar og skynsam- legrar nýtingar. Hann veit enda sem er, að engum vafa er undir- orpið, að miklu getur skipt um efnahagslegan styrk þjóðarbúsins til næstu framtíðar, hvort sjónarmiðið verður ofan á. Ríkisstjórnin verður að taka af skarið. Hver er stefnan? BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um aðgerðaáætlunina Borgarbörn Í dag hefst fyrsti áfangi aðgerðaáætlun-arinnar Borgarbörn. Foreldrar sem bíða eftir þjónustu hjá Reykjavíkurborg geta nú sótt um þjónustutryggingu á Rafrænni Reykjavík og fengið þannig 35.000 kr. á mánuði til að greiða þriðja aðila fyrir gæslu barns, til að nýta peninginn til að lengja fæðingarorlof eða til að brúa bilið vegna leyfis frá vinnu þar til að leikskólasvið býður foreldrum pláss á leikskóla. Upphæðin, 35.000 kr. á mánuði, er sú sama og greidd er fyrir barn hjóna hjá dagforeldr- um og um leið hækkar einnig niðurgreiðsla til dagforeldra fyrir börn hjóna um 7%. Þjónustu- trygging er fyrir þá foreldra sem ekki hafa fengið vistun hjá dagforeldri eða í leikskóla og fellur niður um leið og slíkt boð berst. Foreldrar/ forráðamenn í hjúskap eða í sambúð skulu skipta á milli sín þjónustutryggingu líkt og háttað er í fæðingarorlofslögum. Þjónustutrygging er einn hluti af Borgarbörnum sem hefur það að meginmarkmiði að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri vistun við leikskóla eða hjá dagforeldr- um árið 2012. Uppbygging tekur tíma en til að ná þessu markmiði verða á tímabilinu opnaðir ungbarnaskólar, ný dagforeldraúrræði, deildir við gamla leikskóla, fleiri sjálfstætt reknir og borgarreknir leikskólar. Eitt af mikilvægustu verkefnum Reykjavíkurborgar er að tryggja yngstu borgurunum og foreldrum þeirra öryggi, faglegt starf og vellíðan. Borgarbörn er átaksverkefni sem miðar að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir foreldra yngstu borgaranna. Kraftinum er beint að því flókna og álagsmikla tímabili í lífi foreldra sem hefst þegar fæðingarorlofi lýkur. Verkefnið miðar að auknum sveigjanleika í þjónustu fyrir yngstu börnin, til viðbótar við metnaðarfulla uppbyggingu leikskólakerfis borgarinnar. Lokamarkmiðið er að Reykjavíkur- borg bjóði fjölbreytta þjónustu fyrir fjölskyldur allra barna frá 12 mánaða aldri. Höfundur er borgarfulltrúi. Þjónustutrygging ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Herra trúr! Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að taka 30 milljarða króna lán til að efla varagjaldeyrisforðann hefur almennt mælst vel fyrir. Ekki er þó víst að Öss- uri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra þyki mikið til þess koma, í ljósi þess hvernig hann lét síðastliðið vor, þegar Vinstri græn stungu upp á að tekið yrði 80 milljarða króna lán. „Herra trúr!“ sagði Össur í pontu. „Heldur [Steingrímur J. Sigfússon] að 80 milljarðar af gjaldeyri dugi þegar við horfum fram á að bankarnir þurfa samtals að meðaltali að standa skil á hundrað milljörðum króna á mánuði í erlendum gjaldeyri.“ Smáskammtalæknirinn Össur er varla trúaður á þetta 30 milljarða lán, eftir að hafa kallað tillögur VG um 80 milljarða lán . „smáskammtalækningar“, sem væru „til marks um skammsýni þessa annars ágæta flokks“. Og þó, það hefur reyndar gerst áður að Össur skipti um skoðun. Og kannski hefur hann í hávegum þá lífsspeki að minna sé meira. Samherjar í andstöðu Sigurður Kári Kristjánsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, gerir sér mat úr því að Steingrímur J. Sigfússon svaraði framíköllum Guðna Ágústs- onar þegar hann var í ræðustól með því að segja honum að þegja. Sigurð- ur Kári segir það ekki á hverjum degi sem svona orðaskipti eigi sér stað á milli „samherja í stjórn eða stjórnar- andstöðu“ og sýni hvers konar öng- stræti stjórnarandstaðan er komin í. Hvað á Sigurður Kári við? Ólíkt ríkisstjórninni gerir stjórnarandstað- an ekki með sér málefnasamning. Af hverju ættu tveir ólíkir flokkar að vera samstíga í öllum málum bara af því að þeir eru ekki í ríkisstjórn? bergsteinn@frettabladid.is Við erum flutt! Nýjar höfuðstöðvar í Askalind 1 þar sem Habitat var til húsa Þar finnur þú eitt fullkomnasta slökkvitækjaverkstæði landsins ásamt verslun með öryggisvörur. Verið hjartanlega velkomin! Pantaðu núna á www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í 2 mánuði – án endurgjalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.