Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 39
Í gulu röðinni er lögð áhersla á tónlist klassíska tímans. Einleikskonsertar eftir Beethoven, Poulenc og Sjostakovitsj eru meðal þess sem fyrir eyru ber, auk vinsælla hljómsveitarverka eftir Dvořák, Debussy og Respighi. Auk þess minnist Sinfónían 200 ára ártíðar Haydns, með því að flytja hið ástsæla verk hans, Sköpunina. GUL TÓNLEIKARÖÐ TÖFRAHEIMUR TÓNLISTARINNAR Rauða röðin byggir á stórum hljóm- sveitarverkum frá 19. og 20. öld. Á þessu starfsári fá tónleikagestir m.a. að heyra hina stórfenglegu Turangalila-sinfóníu Messiaens, Myndir á sýningu eftir Músorgskíj, einleikskonserta eftir Rakmaninoff, Sjostakovitsj, Prokofieff og Sibelius, og sinfóníur eftir Beethoven, Mendelssohn og Tsjajkovskíj. RAUÐ TÓNLEIKARÖÐ GRÆN TÓNLEIKARÖÐ Græna röðin er hugsuð fyrir þá sem vilja heyra „vinsælustu smellina“ og einnig tilvalin fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin inn í heim klassískrar tónlistar. Hér er m.a. boðið upp á spennandi sígaunasveiflu með fiðlusnillingnum Rachel Barton, tónlist eftir Gershwin og Bernstein, og vinsælar óperuperlur. Hinir stórskemmtilegu og geisivinsælu Vínar- tónleikar eru hluti af Grænu röðinni. TÓNSPROTINN Fjölskyldutónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands er einstök skemmtun sem ungir og aldnir geta notið saman. Fernir spennandi tónleikar verða á starfsárinu. Pétur og úlfurinn, ballettinn Öskubuska og íslenska ævintýraperlan Stúlkan í turninum verða á dagskránni. Sígaunar koma í heimsókn, og svo má ekki gleyma jólatónleikunum sem eru ómissandi þáttur í aðventunni hjá mörgum tónelskandi fjölskyldum. HEYRÐU MIG NÚ! Heyrðu mig nú! er heiti tónleikaraðar sem hefur það markmið að leiða þá sem ekki hafa mikla reynslu af því að njóta lifandi flutnings á klassískri tónlist inn í heim hennar á ný- stárlegan og aðgengilegan hátt. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og verða á föstudagskvöldum kl. 21, en að þeim loknum verður slegið upp „eftir partýi“ í anddyri Háskólabíós þar sem gestir fá tækifæri til að spjalla við hljóðfæraleikara og stjórnanda. KRISTALLINN Unnendur kammertónlistar ættu að gefa Kristalnum gaum, en í þessari tónleikaröð koma hljóðfæraleikarar úr hljómsveitinni saman í ólíkum hópum og ausa sígrænum perlum og sjaldheyrðum gullmolum úr gnægtabrunni stofutón listar innar. Tónleikarnir fara fram í Þjóðmenningarhúsinu á laugar dögum og hefjast kl. 17. Tryggðu þér strax áskrift að góðum tónleikavetri með því að hringja í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is REGNBOGAÁSKRIFT SETTU SAMAN ÞÍNA EIGIN TÓNLEIKARÖÐ Regnbogaáskrift gerir þér kleift að velja þá tónleika af efnisskrá starfsársins sem höfða helst til þín og tryggja þér öruggt sæti á þá alla með góðum afslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.