Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 58
38 4. september 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Fyrstu tónleikar vetrarins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, fara fram í hádeginu í dag. Þar stíga á stokk þau Antonía Hevesi píanóleikari og Gissur Páll Gissurarson tenór og flytja nokkur vel valin sönglög fyrir viðstadda. Antonía er listrænn stjórnandi tónleikaraðar- innar og hefur sett saman spennandi dagskrá fyrir veturinn, en á meðal gesta hennar verða söngfuglarnir Sólrún Bragadóttir, Edda Aust- mann, Elín Ósk Óskarsdóttir og Bjarni Thor Krist- insson, svo einhverjir séu nefndir. Tónleikarnir fara fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og er aðgangur að þeim ókeypis. Fyrsti gestur tónleikaraðarinnar, Gissur Páll, nam söng í Reykjavík og í Bologna á Ítalíu, en til gam- ans má geta þess að frumraun hans á sviði var þegar hann fór með titilhlutverkið í söngleikn- um Oliver Twist, þá aðeins ellefu ára gamall. Árið 2006 hélt Gissur sína fyrstu einsöngstón- leika hérlendis í Salnum í Kópavogi við góðar undirtektir. Síðan þá hefur hann komið fram á tónleikum og í sýningum á Ítalíu og í Þýskalandi auk Íslands. Tónleikar Antoníu og Gissurar hefjast kl. 12 í dag. Þeir eru sniðnir að þörfum þeirra sem hafa áhuga á að lyfta vinnudeginum upp á hærra plan með sérlega menningarlegu hádegishléi. - vþ Hádegistónleikar af stað að nýju ANTONÍA HEVESI OG GISSUR PÁLL GISSURARSON Koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kl. 20 Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir sýningu á heimildarmynd um norska kvenskörunginn Bodil Biørn í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Bodil bjó í Armeníu á árunum 1905-34 og sinnti þar hjálparstörfum. Að sýningu lokinni mun dr. Dickran Kou- ymjian, forstöðumaður armenskra fræða við California State University, ræða um myndina. Aðgangseyrir er 500 krónur. Ljósmyndasýningin „Fés og fígúrur – kynjamyndir í íslenskri náttúru“ verð- ur opnuð í ljósmyndasalnum Fótógrafí, Skólavörðustíg 4, á laugardag kl. 17. Á sýningunni eru yfir tuttugu mynd- ir sem sýna hinar fjölbreyttustu kynja- myndir sem orðið hafa á vegi ljós- myndarans í gönguferðum hans í íslenskri náttúru: alls kyns kynjaver- ur, tröll, skessur og þursar, kynngi- magnaðar forynjur og margvísleg furðufés. Ellert Grétarsson starfar sem ljós- myndari og blaðamaður hjá Víkur- fréttum á Suðurnesjum. Hann á að baki fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir ljósmynd- ir sínar. Síðastliðið vor hlaut hann þrenn verðlaun fyrir náttúruljósmynd- um í flokki atvinnumanna í alþjóðlegu PX3-ljósmyndakeppninni í París. Sýn- ing Ellerts í Fótógrafí stendur yfir til 3. október. - vþ Fígúrur í landslagi FURÐUVERA Það er margt einkenni- legt í íslenskri náttúru. MYND/ELLERT GRÉTARSSON > Ekki missa af... Metsölusýningu fjöllista- mannsins Viggos Mortensen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sýningin ber danska heitið Skovbo, sem á íslensku myndi útleggjast sem Skógarbýli. Nafnið er viðeig- andi þar sem tré eru áberandi á ljósmyndum Mortensens, sem og náttúrustemningar ýmsar. Sýningin stendur til sunnudagsins 7. september. Síðasta áætlaða starfs- ár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hefst með glæsibrag í kvöld þeg- ar einn fremsti fiðluleikari heims kemur fram með hljómsveitinni og leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís. Fiðluleikarinn sem um ræðir er enginn annar en Vadim Repim. Hann hóf ungur tónlistarnám í Síberíu og vann til gullverðlauna í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni aðeins ellefu ára gamall. Hann var yngsti sigurvegari í sögu Queen Elizabeth-keppninnar í Brussel aðeins átján ára gamall árið 1989. Repin hefur komið fram á tónleik- um með öllum helstu hljómsveitum heims, og lék meðal annars einleik með Berlínarfílharmóníunni og Sir Simon Rattle á hinum frægu Evrópu- tónleikum hljómsveitarinnar í Sankti Pétursborg nú í ár. Repin er á samningi hjá Deutsche Grammo- phon og hafa hljómdiskar hans fengið frábæra dóma gagnrýnenda um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Repin leikur á Íslandi. Eins og nærri má geta er koma Repins mik- ill fengur fyrir íslenska tónlistar- unnendur þar sem hér er á ferðinni sannkölluð stórstjarna á hátindi ferlis síns, og því í raun einstakt tækifæri fyrir alla sem unna fiðlu- leik í hæsta gæðaflokki. Fiðlukonsert Tsjajkovskís er eitt af dáðustu verkum þessa rússneska meistara og er þá mikið sagt. Auk konsertsins er á efnisskránni for- leikurinn Rómeó og Júlía, einnig eftir Tsjajkovskí, og sinfónía nr. 2 eftir franska tónsmiðinn Vincent D’Indy, en hljómsveitin vinnur nú að upptökum verka hans fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskur- inn með verkum Frakkans kom út fyrir nokkru og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Stjórnandi á þess- um spennandi tónleikum er aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar, Rumon Gamba. Auk þessara tónleika er ýmislegt áhugavert á döfinni hjá Sinfóníu- hljómsveitinni á næstunni. Í októ- ber heldur hljómsveitin í tónleika- ferð til Japans þar sem hún mun meðal annars leika allar sinfóníur Sibeliusar og heldur auk þess tón- leika með íslenskri tónlist í tón- leikasalnum Sumida Triphony í Tókýó. Íslenskir tónleikagestir munu fá að heyra allt þetta áður en haldið verður af stað. Á tónleikun- um 26. september flytur hljóm- sveitin sérlega áhugaverða íslenska efnisskrá með verkum eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Hafliða Hall- grímsson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Í byrjun október gefst svo færi á að heyra hljómsveitina flytja tón- list með austurlensku ívafi. Claude Debussy heillaðist af gamelan-slag- verkshópnum sem kom frá Balí til Parísar árið 1889, og síðan hafa fjölmörg tónskáld nýtt sér heillandi og dulúðlegan tónaheim austursins í verkum sínum. Á efnisskrá Sin- fóníhljómsveitarinnar 2. október verða flutt La Mer eftir Debussy og hinn sprellfjörugi konsert fyrir tvö píanó eftir Poulenc, auk verka eftir Colin McPhee og Nico Muhly. Það er því ljóst að unnendur sígildrar tónlistar þurfa ekki að kvíða haust- inu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar með Vadim Repin hefjast kl. 19.30 í kvöld. vigdis@frettabladid.is Spennandi haust fram undan VADIM REPIN FIÐLULEIKARI Kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Vetrardagskrá Kórs Langholts- kirkju fer senn að hefjast og er ýmislegt áhugavert á döfinni. Mun kórinn koma fram í nýrri mynd þar sem síðastliðið vor voru gerð- ar skipulagsbreytingar á starfi Kórs Langholtskirkju sem fólu í sér kröfur um aukna kunnáttu kór- félaga. Fjöldi er takmarkaður við átta í hverri rödd. Með því móti á hann að vera fær um að flytja erfið verk, meðal annars fyrir tvo kóra. Jafnframt gefast kórfélögum aukin tækifæri til að koma fram sem einsöngvarar í messum og einnig á tónleikum. Ýmislegt er fréttnæmt af kórn- um; fyrst má nefna að hann er á leið til Liverpool nú í lok nóvem- ber þar sem hann tekur þátt í flutn- ingi níundu sinfóníu Beethovens með Konunglegu fílharmóníu- sveitinni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Einnig syngur kórinn jólatónleika í dómkirkjunni í Liver- pool. Hinir vinsælu jólasöngvar ásamt Gradualekór Langholts- kirkju verða í desember með Braga Bergþórssyni, Eivöru Páls- dóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur. Í maí verða síðan stórtón- leikar þar sem flutt verður Dixit Dominus eftir Vivaldi en verkið fannst ekki fyrr en árið 2005 og er fyrir kór, einsöngvara og hljóm- sveit. Á sömu tónleikum verður einnig flutt Magnificat eftir Vivaldi. Kórfélögum verður gef- inn kostur á að syngja einsöngs- hlutverkin. Stjórnandi Kórs Lang- holtskirkju er, sem fyrr, Jón Stefánsson. Einnig er vert að minnast á að nú um helgina kemur til landsins fjórraddaður barnakór frá Svíþjóð og heldur tónleika í Langholts- kirkju á laugardag kl. 17 og syngur í messu í kirkjunni á sunnudag kl. 11. Kórinn kemur einnig fram á tónleikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 16. Aðgangur á tónleik- ana er ókeypis. - vþ Myndlistarkonan Ásdís Sif Gunn- ars dóttir opnar sýninguna „Appels- ínurauði eldurinn sem þú sýndir mér í Hljómskálagarðinum“ í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42, á laugardagskvöld kl. 20. Sama kvöld, á sama stað, frumsýnir Ásdís Sif sjónræna leikritið „Fallegi, við- kvæmi konungdómur þinn“ í leik- stjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur. Gísli Galdur sér um tónlistina. Ásdís Sif útskrifaðist með meist- aragráðu í myndlist frá UCLA í Los Angeles. Hún hefur sýnt víða hér- lendis sem erlendis; á þessu ári hefur hún meðal annars sýnt verk í New York, Berlín, Calgary, París, Brussel og Glasgow, auk Reykja- víkur. Sýningin í Kling og Bang stendur til 28. september, en þá verður henni lokað með miklum tilþrifum. Það er annars nóg um að vera hjá Ásdísi um þessar mundir; auk sýn- ingarinnar í Kling og Bang frum- sýnir hún ásamt Ingibjörgu Magna- dóttur mynd í fullri lengd sem nefnist „Háveruleiki“ annað kvöld kl. 18 í Regnboganum á Hverfis- götu. - vþ Sýning, leikrit og kvikmynd Ásdísar LITADÝRÐ Brot úr verki eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Langholtskirkja aftur af stað LANGHOLTSKIRKJA Stendur fyrir öflugu tónlistarstarfi í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.