Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 74
54 4. september 2008 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Samkvæmt skoskum fjölmiðlum er skoska liðið Hearts að skoða hinn 15 ára gamla KR- ing, Ingólf Sigurðsson. Ingólfur þykir mikið efni og hefur umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, bent Hearts á Ingólf. Ólafur er einmitt umboðsmaður þeirra Eggerts Jónssonar og Haraldar Björnssonar sem spila með félaginu. Að því er fram kemur í skoskum miðlum er ekki talið líklegt að Ingólfur yfirgefi KR fyrr en í janúar. - hbg Ingólfur Sigurðsson: Undir smásjá Hearts FÓTBOLTI Það varð allt vitlaust í kringum leik Roma og Napoli í höfuðborg Ítalíu um síðustu helgi. Stuðningsmenn Napoli fóru mikinn og slógust við lögreglu- menn fyrir utan Ólympíuleik- vanginn í Róm. Þeir lögðu einnig hald á lest og unnu tugmilljóna króna tjón á henni. Innanríkisráðherra Ítala, Roberto Maroni, grunar að mafían í Napoli hafi verið með puttana í málinu. Stuðningsmönnum Napoli hefur í kjölfar þessarar uppákomu verið meinað að ferðast á útileiki síns liðs. - hbg Ólæti á leik Roma og Napoli: Mafían á bak við ólætin? SKRAUTLEGIR Stuðningsmenn Napoli eru líflegir. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HNEFALEIKAR Breski hnefaleika- kappinn Ricky Hatton hefur ákveðið að æfa undir stjórn Bandaríkjamannsins Floyds Mayweather eldri fyrir bardaga sinn gegn Paul Malignaggi sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkj- unum þann 22. nóvember. Mayweather eldri tekur við þjálfun af Billy Graham sem hefur fylgt Hatton í langan tíma. Floyd Mayweather yngri er eini hnefaleikamaðurinn sem hefur unnið Hatton en Mayweather eldri sá þá um þjálfun sonar síns fyrir bardagann. - óþ Hatton fær nýjan þjálfara: Mayweather þjálfar Hatton NAGLI Hatton er hér með góðvini sínum Wayne Rooney, leikmanni Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY Ármúla 36 – s. 588 1560 Takkaskór frá 1000kr. Fótboltavörur á lágmarksverði Fótboltatreyjur Frá kr. 500.- “Ekta” fótboltar frá kr. 500.- EKKI LÁTA ÞETTA FRAMHJÁ ÞÉR FARA! Fimmtudag 10 – 18 Föstudag 10 – 18 Laugardag 11 – 15 Sunnudag 13 – 16 FÓTBOLTI 20. umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í gærkvöld með fjórum leikjum en baráttan á toppi og botni deildarinnar er nú í algleymingi. Selfoss hélt sínu striki á heimavelli gegn botnliði KS/Leifturs og vann 3-1 en KS/Leiftur féll þar með úr deildinni. Dusan Ivkovic, Kristján Óli Sigurðsson og Sævar Þór Gíslason skoruðu mörk heimamanna en Selfyssingar eru enn taplausir á heimavelli í deildinni og hafa unnið níu af tíu leikjum sínum þar og gert eitt jafntefli. Selfoss er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir ÍBV en Eyjamenn eiga einn leik til góða. Stjarnan hefur ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttunni og sótti þrjú mikilvæg stig á Víkingsvöllin í gærkvöld. Víkingar komust yfir í leiknum þegar Jimmy Höyer skoraði úr víti undir lok fyrri hálfleiks en Magnús Björgvinsson jafnaði svo leikinn fyrir Stjörnuna stuttu síðar. Halldór Orri Björnsson skoraði svo sigurmark Stjörnunnar á 90. mínútu leiksins. Stjarnan fylgir fast á hæla Selfoss, en aðeins tvö stig skilja liðin að þegar tveimur umferðum er ólokið. Leiknismenn stigu mikilvægt skref til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni þegar liðið lagði Hauka að velli á gervigrasinu á Ásvöll- um. Framherjinn Jakob Spangsberg skoraði eina mark leiksins fyrir Breiðhyltinga sem eru í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Njarðvíkingum sem eiga þó einn leik til góða. Þór vann KA 1-3 í hörku Akureyrarslag þar sem KA-mennirnir Elmar Dan Sigþórsson og Andri Júlíusson fengu báðir að líta rautt spjald á lokamínútunum. Þórsarar fóru með sigrinum langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni en þeir eru sem stendur í áttunda sæti. - óþ Selfyssingar og Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi í 1. deild karla í gærkvöld en KS/Leiftur er fallið: Barátta Selfoss og Stjörnunnar harðnar VONIN LIFIR Stjörnumenn héldu í vonina um að kom- ast í efstu deild með dramatískum sigri á Víkingum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Kvennlandsliðið tapaði með 25 stigum, 69-94, fyrir sterku slóvensku liði í B-deild Evrópu- keppninnar á Ásvöllum í gær. Þetta var þriðji leikur liðsins í keppninni og síðasti heimaleikur- inn. Íslenska liðið hélt í við Sló- veníu í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta skildu leiðir og gestirnir höfðu góð tök á leiknum það sem eftir var. Íslensku stelpurnar gáfust þó ekki upp og náðu muni- unum aftur niður í 11 stig áður en leiðir skildu á nýjan leik. Það var eins og Slóvenía ætlaði að stinga af í upphafi þegar liðið komst í 9-15 en íslenska liðið kom til baka og var búið að jafna leik- inn, 25-25, fyrir lok fyrsta leik- hluta. Íslenska liðið náði hins vegar ekki að svara sams konar spretti slóvenska liðsins í öðrum leikhluta og var komið 16 stigum undir í hálfleik, 30-46. Slóvenía hélt forustu sinni í þriðja leikhluta og var 16 stigum yfir eftir hann, 51-67. Góður kafli íslenska liðsins í upphafi fjórða leikhluta kom muninum niður í 11 stig, 60-71, en lengra komst baráttuglatt íslenskt lið og í lokin munaði eins og áður sagði 25 stigum. „Þetta fór langt í frá eins og við vonuðumst til og það er þvílíkt leiðinlegt að hitta á svona dag þegar ekkert gengur upp hjá okkur,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Það var ekkert að ganga hvorki hjá mér né öðrum,“ sagði Helena en það var mikill munur á skotnýtingu liðanna í gær, Slóvenía hitti úr 51 prósent skota sinna en aðeins 35 prósent skota íslenska liðsins fóru rétta leið. „Það fór allt ofan í hjá þeim og við vorum ekki að setja skotin okkar niður. Þær voru búnar að tapa tveimur leikjum en þær eru með þvílíkt gott lið og þær ætluðu sér að vinna þennan leik. Við ætl- uðum okkur það líka en þetta var ekki okkar dagur. Þegar þær eru að skjóta eins og þær gerðu í þess- um leik þá er mjög erfitt að vinna þetta lið. Við reyndum allt á móti þeim,“ sagði Helena sem endaði leikinn með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. „25 stiga tap gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum. Við tökum mikla áhættu í endann þar sem við erum að reyna að koma okkur aftur inn í leikinn. Við minnkuðum þetta niður í 11 stig en við tókum áhættu og það kostaði okkur á end- anum svona mikinn mun í lokin. Við hefðum getað spilað öruggara og haldið þessu í fimmtán stigum en ég er keppnismaður og vildi frekar reyna við sigur en að tapa fallega,“ sagði Ágúst Björgvins- son, þjálfari íslenska liðsins. „Við lendum í miklum vandræð- um með þær varnarlega og þær skora alltof mikið og alltof auð- veldlega. Þá verður sóknin svo stirð því við erum svo mikið að byggja á þessum hröðum sóknum sem við fengum miklu oftar núna heldur en í mörgum öðrum leikj- um. Það gekk engan veginn hjá okkur í öðrum leikhluta og þá varð þetta mjög erfitt,“ sagði Ágúst sem vildi ekki dæma íslenska liðið of hart. „Það er samt mjög margt jákvætt í liðinu, við erum að spila vel en vorum ekki að hitta jafnvel og í síðustu leikjum. Baráttan er til fyrirmyndar en við vorum að spila á móti hörkuliði og við viss- um að hlutirnir hefðu þurft að ganga upp til þess að eiga eitthvað í þetta lið. Þær voru aðeins of stór- ar fyrir okkur,“ segir Ágúst en framundan eru útileikir í Írlandi og Svartfjallalandi. „Við teljum Írland vera á svipuðum stað og við en þær unnu þetta slóvenska lið þannig að það er greinilegt að þær geta eitthvað,“ sagði Ágúst að lokum. Auk Helenu þá voru bæði Signý Hermannsdóttir (11 stig, 9 frá köst, 5 varin) og María Ben Erlingsdótt- ir (7 stig) að gera góða hluti á köfl- um í leiknum og Kristrún Sigur- jónsdóttir var sú eina sem hitti úr þriggja stiga skotum sínum. Krist- rún hitti úr 3 af 5 skotum sínum en restin af liðinu hitti aðeins úr 2 af 13 skotum. Slóvenska liðið var mjög jafnt og þrír leikmenn skor- uðu sem dæmi yfir 20 stig í leikn- um í gær. Eftir tvo dapra leiki og töp á móti Hollandi og Írlandi hittu þær slóvensku greinilega á frá- bæran dag í gær. ooj@frettabladid.is Voru aðeins of stórar fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 25 stiga mun, 69-94, í síðasta heimaleik sínum í b-deild Evrópukeppn- innar. Slóvenska liðið hitti frábærlega í leiknum og það réðu íslensku stelpurnar ekki við og því fór sem fór. BARÁTTUGLÖÐ Signý Hermannsdóttir átti fínan leik í gær og skoraði 11 stig, tók 9 fráköst og varði fimm skot. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á FLEYGIFERÐ Helena Sverrisdóttir fann sig nokkuð vel á sínum gamla heimavelli að Ásvöllum í gær og var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Hér keyrir hún á fullri ferð upp völlinn í leiknum í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSLAND-SLÓVENÍA 69-94 (30-46) Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 18 (12 frák., 9 stoðs., 4 stolnir, 3 varin), Signý Hermannsdóttir 11 (9 frák., 5 varin), Kristrún Sigurjónsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 7, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Hildur Sigurð- ardóttir 6, Petrúnella Skúladóttir 6, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.