Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af hús- næðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480. Með því að blikka auga stað- festi ég greiðslu í rafheilabankan- um mínum. Síðasta greiðslan – 17.285.079 krónur – rennur af reikningnum mínum. Ég andvarpa með söknuði. Nú eru dekurdagar mínir sem íslensks skuldara því miður á enda. LÁNIÐ, sem var 14,3 milljónir árið 2004, hefur í 40 ár verið ofdekrað af kærleiksríkum fing- urgómum íslenska efnahagskerf- isins. Verðbólguskotið 2017 setti vissulega strik í reikninginn, góð- ærisgósentíðin 2027-2029 sömu- leiðis og ekki síst „Heimsendir“ 2036, sem minna varð þó úr en fjölmiðlar höfðu spáð. Betur fór en á horfðist með stóra olíuskips- strandið við Látrabjarg 2024, enda kom átak Samfylkingarinnar „‚Áfram áfram, virkjum restina“ og stórsigur flokksins í kosning- unum 2025 sér vel þegar allt kvikt í sjónum við landið var dautt. ÞAÐ hafði sem sé ýmislegt geng- ið á á landinu bláa á meðan ég samviskusamlega borgaði af lán- inu mínu. Allt það vesen, auk sífellt metnaðarfyllri verðbólgu- markmiða Þorsteins Davíðssonar, hafði látið lánið og afborganirnar hoppa og skoppa eins og kork- tappa í brimi. En nú var þetta loks- ins búið. Mér hafði tekist að eign- ast íbúðina. ÉG, ævagamall maðurinn, hand- leik gulnuð A4-blöðin sem bankinn prentaði út fyrir mig daginn afdrifaríka 2004 þegar ég skrifaði upp á dekurmeðferðina. Á níu blaðsíðum var sundurliðun afborg- ana, en einhverra hluta vegna sendi bankinn útreikninginn frá sér án verðbóta og með núll pró- sent verðbólgu. Ekki skil ég til hvers bankinn var að prenta þetta út fyrir mig. Samkvæmt blöðunum átti síðasta afborgun að vera 62.613 kr. (en var sem áður segir 17.285.079 kr.) og heildargreiðslan átti að vera 30.052.436 kr. Reyndin varð allt önnur. Fyrir 14,3 milljóna lán hafði ég borgað í 480 greiðslum samtals einn og hálfan milljarð, fjórtán milljónir, 299 þúsund og 187 krónur. Af þessu var rúmlega milljarður æðisgengnar verðbæt- ur, 489 milljónir fékk bankinn í vexti og svo fór restin í kostnað og fleira skemmtilegt dekur. „SKÁL!,“ segi ég við unglega Lufsuna og lyfti glasi af kolefnis- jöfnuðu sjóvíni. „Fengum við aftur 75 þúsund í ellilífeyri um þessi mánaðamót?!“ 02.10.2044 Í dag er fimmtudagurinn 4. september, 248. dagur ársins. 6.20 13.27 20.31 6.00 13.11 20.21 F í t o n / S Í A Engin útborgun! Frábær símatilboð hjá Vodafone. Þú borgar ekkert út, afborganir dreifast á 12 mánuði á kreditkort. Auk þess færðu 2.000 kr. inneign í hverjum mánuði í heilt ár. Lifðu núna Sony Ericcsson W890i • Afborgun 4.000 kr. á mánuði í 1 ár • 2.000 kr inneign á mánuði í 1 ár • 500 MB niðurhal á mánuði í 1 ár* 0 kr. út Nokia 6120 • Afborgun 2.000 kr. á mánuði í 1 ár • 2.000 kr inneign á mánuði í 1 ár 0 kr. út *Gildir um gagnaflutninga innanlands. Þú færð 2.000 kr. inneign á mánuði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.