Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 5. september 2008 — 241. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GLJÚFRASTEINN , fyrrum heimili og vinnustaður Halldórs Laxness, er tilvalinn staður til að heimsækja um helgar. Húsið hefur verið opið almenningi síðan árið 2004 og hefur því verið haldið óbreyttu. Opið er alla daga nema mánudaga frá klukkan 10 til 17. „Á ég að segja þér hvað er upp á- haldsmaturinn minn númer eitt, tvö og þrjú? Flatkaka með roast- beef og rækjusalati Ei f lup k ég fór í Versló sem þá var á Grundar stígnum gat ég keypt mésams kon k færast áður en m Furðuleg samsetningÞótt Tómas Tómasson veitingamaður framleiði safaríka hamborgara á færibandi alla daga er einn skyndibiti sem hann heldur enn meira upp á; góð flatkaka með roastbeef og rækjusalati. „Ég fékk flatkökur með þessu áleggi fyrst í Síld og fiski á Hjarðarhaganum þegar ég var þrettán ára,“ segir Tómas um leið og hann gæðir sér á uppáhalds skyndibitanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 6.490 kr. 4ra rétta tilboðtil 25. september · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Banfi kvöldverður26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Jazztríó Björns Thoroddsen spilar.Sjá nánar á perlan.is. Villibráðarhlaðborðið hefst 16. október. Aftur á dagskrá! TÓMAS TÓMASSON Á sér uppáhaldsrétt sem þykir furðulegur • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Maddid ein á sviði Einleikurinn Maddid er í stöðugri þróun og hefur breyst mikið frá því að hann var frumsýndur. MENNING 28 VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR Allt er þegar þrennt er FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Veisla og flugeldasýning Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði stendur fyrir veglegri veislu og vígslu á nýju húsnæði í tilefni af 40 ára afmæli sveitar- innar. TÍMAMÓT 22 FÓLK Sala á áskriftarkortum í Borgarleikhúsið hefur gengið gríðarlega vel. „Salan hefur aldrei verið meiri. Við erum búin að selja þrisvar sinnum fleiri kort á síðustu tæpum tveimur vikum en á öllu árinu í fyrra,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. Hann er að vonum ánægður með undirtektirnar, en sú nýbreytni er nú hjá leikhúsinu að fólk fær ráðið öllum fjórum áskriftarsýningunum. Magnús segir ungum áskrifend- um einnig fjölga, en með aðstoð Spron býður leikhúsið námsmönn- um og fólki undir 25 ára aldri áskriftarkort á fjórar sýningar á hálfvirði. - sun / sjá síðu 42 Metsala í Borgarleikhúsi: Ný áskriftar- kort gera lukku Organ lokað Inga Sólveig Friðjóns- dóttir er ekki ánægð með aðdraganda lok- unar á tónleika- staðnum Organ. FÓLK 42 VERSLUN „Í okkar verslanir koma útlendingar sem hafa greinilega þekkingu á vínum og sjá að hér leynast fágæt vín sem eru töluvert dýrari í þeirra heimalandi,“ segir Skúli Magnússon, sérfræðingur hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Töluvert hefur verið um að erlendir vínsafnarar komi hingað til lands til að kaupa gæðavín. Ástæðan er, að sögn Skúla, sú að vín hérlendis eru verðlögð eftir styrkleika en ekki gæðum. Fyrir vikið er oft hægt að fá góð vín fyrir lítinn pening. Sem dæmi má nefna að dýrasta flaskan af Frapin-koníaki í ÁTVR kostar 300 þúsund krónur en 450 þúsund ytra. Eftirsóttustu vínin eru frá Bor- deaux-héraðinu í Frakklandi sem og vín frá Búrgúndí. „Frægustu Chateau-vínin frá Bordeaux halda verðgildi sínu og hafa þótt mjög traust fjárfesting, vaxa tryggilega og skila betri ávöxtun en hluta- bréf,“ segir Skúli. Svo virðist sem landsmenn séu ekki alveg jafn meðvitaðir um þessa staðreynd. Einar Thoroddsen vínsafnari segir íslenska safnara þó lengi hafa vitað að verð á fínum vínum sé lægra hér á landi. „Með aukinni vín- þekkingu vita söluaðilar hér betur hvað þeir hafa í höndunum og þannig hefur tekist að smyrja á góðu vínin líka. Þó er enn hægt að gera þrælgóð kaup á söfnunarvín- um.“ - þlg / sjá Allt í miðju blaðsins Gera kostakaup á dýrum eðalvínum Erlendir vínsafnarar koma hingað til lands til að kaupa eðalvín á góðum kjör- um. Útsöluverð hér á landi lágt. Dýr koníaksflaska 150 þúsund krónum ódýrari. NÝNEMAR TEKNIR Í HÓPINN Busar í Menntaskólanum í Reykjavík fengu hefðbundna tolleringu í tilefni komu þeirra í skólann. Að vanda prýddust eldri nemar hvítum skikkjum samkvæmt áratugagamalli hefð þessa fyrsta menntaskóla þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bjartviðri Í dag verða suðvestan 3-8 m/s. Yfirleitt bjart veður, síst þó reyndar vestan og norðvestan til. Hætt við lítilsháttar súld allra vestast. Hiti 7-13 stig. VEÐUR 4 10 10 10 1011 Stórsigur í fyrsta leik Kvennalið Vals byrjaði frábærlega í Evrópu- keppninni í gær. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG SKIPULAGSMÁL „Það var niðurstaða ráðsins að þetta myndi falla vel inn í umhverfið og væri skemmti- legur og broslegur arkitektúr,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður skipulagsráðs, um deili- skipulagsbreytingu fyrir Vega- mótastíg 9 sem skipulagsráð sam- þykkti á fundi sínum á miðvikudaginn. Tillagan gerir ráð fyrir þriggja hæða nýbyggingu með kjallara við Vegamótastíg 9. Þá verður eldra hús, sem nú stendur á lóð- inni endurbyggt sem turn ofan á húsinu. „Þetta er pínulítill brandari en það er ekki hægt að segja sömu brandarana mjög oft,“ segir Júlíus Vífill spurður hvort hann sjái fyrir sér sambærilegar útfærslur á eldri húsum í miðbænum. - ovd Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir deiliskipulagsbreytingar á Vegamótastíg 9: Eldra hús verði turn á því nýja VEGAMÓTASTÍGUR 9 Húsið stendur á bak við bókabúð Máls og menningar. REYKJAVÍK Guðlaugur G. Sverrisson, nýr formaður Orkuveitu Reykjavík- ur, sat í gær fund borgar ráðs sem varamaður Óskars Bergssonar, for- manns borgarráðs. Aðalmenn í ráðinu þurfa að vera kjörnir borgarfulltrúar, en ekki er tilgreint um hæfisskilyrði vara- manna í samþykktum borgarinnar. Samfylking og VG hafa spurst fyrir um hæfi Guðlaugs, sem var í 14. sæti á lista Framsóknar, og hvort hann geti setið í borgarráði. Í svari skrifstofustjóra borgar- stjórnar í gær kom fram að vafamál væri hversu ströng skilyrði væru gerð til varamanna. Færa mætti rök fyrir því að varamaðurinn þyrfti að vera í það minnsta varaborgarfulltrúi. Hins vegar væri þetta ekki nægilega skýrt í samþykkt um stjórn borgarinnar. „Þetta er mjög óheppilegt mál, því sé óvissa um hæfi fulltrúa borgar ráðs skapast einnig óvissa um þær ákvarðanir sem hann tekur,“ segir Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingar. Málið verður tekið upp á vettvangi forsætisnefndar. - kóþ Fundur borgarráðs í gær: Áhöld um hæfi Guðlaugs G.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.