Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 8
8 5. september 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hvar sýktust íslenskir ferða- menn af salmónellu í ágúst? 2 Hvaða landsþekkti söngvari starfar á bensínstöð Olís í Álfheimum? 3 Hvaða trúarhópur fær lóð í Hádegismóum við Rauðavatn fyrir hof sitt? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 HVALFJÖRÐUR Auglýst hefur verið um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps og er lýst eftir athugasemdum. Breyta á svæði, sem er skilgreint sem varnarsvæði, í landbúnaðar-, iðnaðar- og hafnarsvæði. Svæðið er 48 hektarar. Á átján þeirra er og verður olíubirgða- stöð, og verður það nú skilgreint sem iðnaðar- og hafnarsvæði. Landbúnaðarsvæðið verður á hinum þrjátíu hekturunum. Skriflegum athugasemdum skal skila fyrir 16. október. - kóþ Hvalfjarðarsveit auglýsir: Landbúnaður og iðnaður í stað hernaðar LÖGREGLUMÁL Þrír Rúmenar hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna farbann vegna kæra um peninga- svindl í verslunum og bönkum, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Mennirnir komu til landsins á mánudagskvöld. Þegar upplýsingar bárust um aðferðir þeirra var ábendingu komið á framfæri við afgreiðslufólk. Stuttu síðar voru mennirnir staddir í Borgarnesi og þeir handteknir í kjölfarið. Mennirnir hafa nú verið úrskurðaðir í tveggja vikna farbann. - jss Rúmenar handteknir: Þrír fjársvikar- ar í farbanni Ólafur Örn í stað Ástu Borgarráð hefur samþykkt að Ólafur Örn Haraldsson taki sæti í stjórn Reykjanesfólkvangs í stað Ástu Þor- leifsdóttur. BORGARMÁL MENNTUN Er siðfræði þörf? er heiti fyrirlesturs Páls Skúlasonar prófessors í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Í fyrirlestrinum, sem hefst klukkan 15.15, fjallar Páll um mismunandi ástæður þess að leggja stund á siðfræði og um ólíkar hugmyndir sem fólk gerir sér um siðfræði. Þá hyggst Páll gera grein fyrir þeirri hugmynd um siðfræði sem lögð var til grundvallar þegar Siðfræði- stofnun var sett á laggirnar fyrir tuttugu árum, auk þess sem hann glímir meðal annars við spurning- una um tengsl siðfræði við frumspeki og persónuleg lífsviðhorf fólks. Fyrirlestur Páls er fyrstur í fyrirlestraröðinni Siðfræði í samfélagi sem haldin er í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Siðfræðistofnunar. - ovd Siðfræðistofnun 20 ára: Siðfræði í samfélagi NÁTTÚRA Spánarsnigillinn illræmdi hefur nú fundist á öllum lands- hornum, að sögn Erlings Ólafsson- ar, skordýrafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Í sumar fannst hann í fyrsta sinn í Hnífs- dal og á Höfn í Hornafirði. Þar með hefur hann nú fundist í öllum landshornum. Snigillinn virðist hafa hreiðrað vel um sig á Ólafsfirði, að sögn Erlings. Í sumar fannst fyrsti snigillinn í lok maí, í garði þar sem sniglarnir hafa fundist árlega síðan 2004. „Fáeinum dögum eftir að spánar- snigilinn árrisuli fannst á Ólafs- firði fundust tveir til viðbótar í sama garði,“ segir Erling. „Þar með er ekki öll sagan sögð því í byrjun júlí fundust enn fimm sniglar í blómabeði í garðinum þeim. Það er því ljóst að sniglarnir hafa komið sér þokkalega fyrir þar norður frá.“ Að sögn Erlings eru einnig nokk- ur sniglatíðindi af höfuðborgar- svæðinu. Þar hafa spánarsniglar fundist til þessa á nokkrum stöð- um í Reykjavík og Kópavogi og einum stað í Garðabæ. Í sumar hafa fjórir spánarsniglar frá Reykjavík verið færðir NÍ til skoð- unar, þar af tveir úr einum og sama garðinum, og þrír úr Kópa- vogi. - jss Vágestur breiðist út á landsbyggðinni: Spánarsnigill í öll landshorn ÁN DÓMS OG LAGA Finni fólk stóra rauða eða rauðleita snigla er það hvatt til að koma þeim til NÍ til skoðunar, að sögn Erlings. Sé það ekki mögulegt er fólk hvatt til að taka þá af lífi „án dóms og laga“. NÁTTÚRA Fegursta sólblómið í Fjarðabyggð er fundið. Þetta var tilkynnt á vefsíðunni fjardabyggd. is fyrir skömmu en í vor var efnt til samkeppni um hver gæti rækt- að fegursta blómið. Fengu öll heimili í Fjarðabyggð sent eitt sólblómafræ auk ræktunarleið- beininga. Blómið fannst svo í garði hjónanna Álfheiðar Hjalta- dóttur og Kristjáns Kristjáns- sonar í götunni Ásgerði á Reyðar- firði. „Þetta var mjög skemmtilegt uppátæki hjá þeim hjá bænum,“ segir Álfheiður. Hún segist ekki luma á ákveðnu leyndarmáli við ræktun sólblóma þrátt fyrir vel- gengnina. Hún hafi einfaldlega sett fræ í pott í garðskálanum sínum og smám saman hert það með því að fara með það út. Blómið hafi dafnað vel en þurft mikla vökvun. „Að lokum fannst mér farið að þrengja svo að því í pottinum þannig ég setti það bara í moldina úti í garði,“ segir Álf- heiður og bætir við að þar hafi blómið staðið eitt og óstutt við húsið henni og bóndanum á bænum til ánægju. „Já, það er skrýtið að maðurinn minn hefur aldrei skipt sér af blómum en þessu sýndi hann mik- inn áhuga og var alltaf með tommustokkinn á lofti,“ segir hún en blómið varð hátt í tveir og hálf- ur metri á hæð þegar það var stærst. Helga Jónsdóttir afhenti hjón- unum gjafabréf frá BYKO í viður- kenningarskyni. Unnur Ása Atla- dóttir, verkefnisstjóri á umhverfissviði Fjarðabyggðar, segir sólblómin hafa verið mikla bæjarprýði í sumar. - kdk Hjón á Reyðarfirði ræktuðu saman fagurt sólblóm í garðinum: Fegursta sólblómið fundið SÓLBLÓMIÐ OG DÓTTURSONURINN Álfheiður sendi þessa fallegu mynd í samkeppnina en á henni gefur að líta sólblómið fagra og barnabarn hennar Eystein Þorra. Fyrirlesturinn er í boði tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykavík í samstarfi við Taugavísindafélag Íslands. Fyrirlesturinn er um nám og minni og verður haldinn á ensku. Í fyrirlestrinum mun Tonegawa gefa yfirlit yfir rannsóknir sínar sem hafa varpað nýju ljósi á sameindalíffræðilegar undirstöður náms og minnis. Dr. Susumu Tonegawa er prófessor við MIT háskólann í Boston, Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar, þar á meðal fékk hann Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknavísindum árið 1987. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á hr.is/fyrirlestrartvd NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Í LÆKNAVÍSINDUM FLYTUR FYRIRLESTUR Í HR Nóbelsverðlaunahafinn Susumu Tonegawa flytur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 6. september kl 14:00 – 15:00 í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Ofanleiti 2 í stofu 101. UMHVERFISMÁL Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á aðalskipulagsbreytingu að því leyti sem hún snertir fyrirhugaða Bitruvirkjun Orkuveitunnar. Breyting vegna Bitruvirkjunar var upphaflega auglýst ásamt breytingum vegna Hverahlíðar- virkjunar, línulagna, tvöföldunar Suðurlandsvegar og mislægra gatnamóta. Metfjöldi, um þúsund athuga- semdir, barst sveitarfélaginu vegna Bitru- virkjunar einnar, en engar vegna hinna breytinganna. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri segir að frestun- in komi helst til af tvennu; vegna vinnu við að svara fyrr- greindum fjölda athugasemda og vegna óvissu um framtíð Bitruvirkjunar í ljósi sífelldra meirihlutaskipta og stefnubreytinga í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. „Við erum enn að fara yfir athugasemdirnar og það er hellings vinna að finna út úr þessu og svara öllum skriflega, en svo er engin launung að það hefur verið óvissu- ástand í Reykjavík,“ segir hann. Ólafur Áki segist ekki geta skilið hvers vegna svo margar athuga- semdir bárust vegna Bitru, en engin vegna Hverahlíðar- virkjunar. „Þetta eru sambærilegar virkjanir og hafa sambærileg áhrif á umhverfið, nema Bitruvirkjun er aðeins ofar í landinu. En það myndaðist einhver múgæsingur í kringum Bitru,“ segir hann. Skipulagsstofnun samþykkti Hverahlíðarvirkjun á sínum tíma, með skilyrðum, en lagðist gegn Bitruvirkjun. Var bygging hennar sögð óviðunandi og hafa verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Orkuveitan hafði þá eytt hátt í milljarði króna í rannsóknir og í skipulagningu sem átti að koma til móts við umhverfisverndarsjónar- mið. Þáverandi stjórn fyrirtækis- ins hætti við virkjunina. Nýr meiri- hluti hefur hins vegar ákveðið að hefja rannsóknir að nýju vegna Bitruvirkjunar. Ólafur Áki býst ekki við að þessi frestun á afgreiðslu breytinga vegna Bitruvirkjunar sé til langs tíma, sveitarfélagið klári að fara yfir athugasemdirnar nú í haust. klemens@frettabladid.is Bitruvirkjun frestað á aðalskipulaginu Sveitarfélagið Ölfus hefur frestað til skamms tíma afgreiðslu á aðalskipulags- breytingu vegna Bitruvirkjunar, vegna metfjölda athugasemda og óvissu í Reykjavík. Engar athugasemdir bárust vegna Hverahlíðarvirkjunar. ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON Á HENGILSSVÆÐINU Bitruvirkjun er umdeild og má merkja af því að þúsund athuga- semdir bárust vegna hennar, en engin vegna nágrannavirkjunar í Hverahlíð. MYND/RAFN HAFNFJÖRÐ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.