Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 10
10 5. september 2008 FÖSTUDAGUR GEORGÍA, AP Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði við Mikhaíl Saakashvili, forseta Georgíu, að Bandaríkin styddu það enn heilshugar að Georgía fengi aðild að Atlantshafsbanda- laginu. Cheney fordæmdi einnig harðlega hernað Rússa í Georgíu og viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu. Hann sagði þetta „ólögmætar og einhliða tilraunir“ til að breyta landamærum Georgíu með valdi. Cheney heimsótti Saakashvili í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, í gær. Hann kom þangað frá Aserbaíd- sjan, en Cheney hefur síðustu daga verið á ferðalagi um Kákasuslönd. - gb Dick Cheney: Styður NATO- aðild Georgíu CHENEY OG SAAKASHVILI Cheney kom til Georgíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lagt var hald á sextíu kannabisplöntur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fjörutíu þeirra fundust við húsleit í Kópavogi en hinar tuttugu í íbúð í Breiðholti. Karlmaður um fertugt var handtekinn í tengslum við síðarnefnda málið. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liðsinnis lögreglumanna frá Norðurlandi. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. - jss Höfuðborgarsvæðið: Tvær kannabis- gróðurstöðvar LÖGREGLUMÁL Talsvert magn fíkniefna var tekið víða á höfuðborgarsvæðinu við eftirlit lögregl- unnar. Lagt var hald á um 250 grömm af kókaíni í íbúð í miðborginni. Þrír karlmenn, tveir á fimmtugsaldri og einn á fertugsaldri, voru í íbúðinni þegar lögreglan kom þangað til húsleitar. Voru þeir allir handteknir. Kókaínið var ætlað til sölu. Á Laugavegi var svo karlmaður á sextugsaldri stöðvaður. Hann reyndist vera með um fimmtán grömm af fíkniefnum í fórum sínum. Megnið af því var amfetamín. Í vesturbæ Reykjavíkur hafði lögreglan afskipti af karlmanni á svipuðum aldri. Hann hafði einnig um fimmtán grömm af fíkniefnum í fórum sínum. Þar var einnig aðallega um amfetamín að ræða. Í Árbæ voru tveir karlmenn, annar á þrítugs- aldri en hinn á fimmtugsaldri, teknir fyrir fíkni- efnamisferli. Í bíl þeirra reyndist vera falið bæði hass og amfetamín, samanlagt um 35 grömm. Loks fann lögreglan lítilræði af amfetamíni í húsi í Kópavogi. - jss Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tekur sölumenn: Fíkniefni tekin um allan bæ KÓKAÍNSÖLUMENN Lögreglan tók meðal annars þrjá kókaín- sölumenn með um 250 grömm af efninu. BANDARÍKIN, AP John McCain tók formlega við útnefningu landsþings Repúblikanaflokksins sem forseta- efni flokksins í fyrrakvöld. Hann flutti síðan ræðu sína á þinginu í nótt að íslenskum tíma, þar sem hann hugðist gera grein fyrir því hver yrðu helstu áhersluatriði sín sem forseti, næði hann kjöri í nóv- ember. Varaforsetaefni hans, Sarah Palin, vakti almenna hrifningu á miðvikudagskvöld þegar hún flutti fyrstu ræðu sína á landsþinginu. Hún dró þar upp mynd af sjálfri sér sem dæmigerðri móður og sagði að fjölskyldufólk myndi eiga hauk í horni í Hvíta húsinu, yrðu hún og McCain sigurvegarar forsetakosn- inganna í nóvember. Hún sagðist nú þegar hafa sann- að það, í starfi sínu sem ríkisstjóri Alaska, að hún væri fullfær um að takast á við valdaklíkur til að koma í gegn nauðsynlegum breytingum á siðferði stjórnmálanna. Hún skaut einnig föstum skotum á andstæðinginn, Barack Obama, og sagði hann skorta alla reynslu þótt hann kynni að bregða fyrir sig fögrum orðum sem heilluðu kjós- endur. Hann hefði skrifað til dæmis tvær bækur um æviminningar sínar, en ekki lægi eftir hann nein löggjöf á þingi. Að ræðu hennar lokinni steig John McCain, forsetaefni flokksins, sigri hrósandi fram á sviðið og spurði landsþingsgesti: „Finnst ykkur ekki að okkur hafi tekist vel upp við valið á næsta varaforseta Bandaríkjanna?“ Demókratar hafa þó ekki verið jafn ánægðir, sem von er, og Joe Biden, varaforsetaefni Baracks Obama, sagðist ætla að svara Palin málefnalega án þess að ráðast að persónu hennar. gudsteinn@frettabladid.is Palin sló í gegn á þingi repúblikana Sarah Palin sló í gegn á landsþingi repúblikana í fyrrakvöld. Hún dró upp mynd af sér sem dæmigerðri móður. Í nótt var röðin komin að John McCain. MCCAIN OG PALIN Hafa staðið þétt saman á landsþingi repúblikana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RAMADAN Í KABÚL Hinn helgi föstu- mánuður múslima, ramadan, hófst nú í vikunni. Þessi maður kom sér vel fyrir í mosku í Kabúl til að lesa í Kóraninum. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Fyrsta sprengju- hleðslan í Bolungarvíkurgöngum var spengd klukkan 17.30 í gær af Kristjáni L. Möller samgönguráð- herra. Sprengt var Bolungarvíkur- megin en að því loknu buðu Bolungarvíkurkaupstaður og verktakarnir, Íslenskir aðalverk- takar og Marti Contractors Ltd., til stuttrar athafnar í Náttúru- gripasafni Bolungarvíkur. Göngin verða 5,1 kílómetra löng og 8,7 metra breið auk þess sem samtals 270 metra langir stein- steyptir vegskálar liggja beggja megin að göngunum. Þá verða vegkaflar lagðir að göngunum, samtals 3,7 kílómetrar að lengd, auk þess sem tvær nýjar brýr verða byggðar. Heildarkostnaður er áætlaður um 5 milljarðar króna. Áætluð verklok eru 15. júlí 2010 en jarðvinna hófst við gangamunnana í júlí í sumar. - ovd Rúmlega 5 kílómetra göng: Fyrsta hleðslan sprengd í gær VIÐ GANGNAMUNNANN Kristján L. Möller við fyrirhugaðann gagnamunna ganganna sem tengja munu Bolungarvík og Ísafjörð. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Forsetakosningar 2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.