Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 12
12 5. september 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þá er það alveg skýrt „Það er auðvitað svo að ekki eru allar stéttir í sömu stöðu á hverjum tíma og ekki óeðlilegt að það sé eitthvert svigrúm til að taka tillit til einstakra starfs- stétta í samningum þó að mest af því svigrúmi sem er mögulegt í þeim efnum sé í stofnanasamningum en ekki í miðlægu samningunum.“ ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA Í UMRÆÐUM Á ALÞINGI Í GÆR UM STÖÐU LJÓSMÆÐRA. Morgunblaðið 4. september Visst öryggi þó tryggt „Miðað við allt á ekki að kvikna í nýlegum bílum bara sísona.“ JÓHANN JÓHANNSSON HJÁ VÍS Í UMRÆÐUM UM MEINTAR ÍKVEIKJUR Á BÍLUM SEM Á HVÍLIR MIKIL SKULD. DV 4. september „Það er allt rosalega gott að frétta og brjálað að gera,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir, samskiptastjóri Tækniskólans. Aðalheiður, sem er kölluð Heiða, vinnur nú að því að hleypa þessum nýsameinaða skóla af stokkunum. Undir honum eru hvorki fleiri né færri en ellefu undirskólar. „Ég hef ofboðslega gaman af því að taka U-beygjur og takast á við ný verkefni og þetta var áhugaverður kostur,“ segir hún, spurð hvað hafi komið til að hún fór á menntasviðið. Áður var Heiða aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur í utan- ríkisráðuneytinu og þar áður starfaði hún hjá Kaupþingi. Hún segir samskiptastjórn- un ekki með öllu ótengda utanríkismálum, því í starfslýsingu er meðal annars fjallað um alþjóðasamskipti og upplýsingamál. En hvaða nám skyldi nýtast henni í starfi? „Ég er með BA-gráðu í heimspeki, sem er afskaplega praktískt nám og hefur nýst mér vel. Það þjálfar rökhugsunina. Og það má segja að allt sem maður fáist við tengist mannshuganum og rökhugsun. Svo lærist margt í mannlegum samkiptum við að fara inn í hugsanagang þessara spekinga.“ „Jú, alveg örugglega,“ segir Heiða þegar hún er spurð hvort hún sé ekki á leið í pólitík aftur. „Þetta er eins og hver önnur baktería. Ég fylgist vel með og tala um pólitík alla daga. Ég hef lært það að segja aldrei aldrei,“ segir Heiða og kveður. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? AÐALHEIÐUR SIGURSVEINSDÓTTIR, SAMSKIPTASTJÓRI Alltaf með hugann við stjórnmálin „Við í Kozmó, stúdentafélagi erlendra nema við Háskóla Íslands, héldum samkomu fyrir erlenda nema í Háskóla Íslands á Kaffibarn- um á miðvikudags- kvöldið,“ segir Char- lotte Ólöf. Hún segir samkomuna hafa heppnast vel. „Það kom fullt af fólki og þetta var bara mjög gaman. Þetta var skemmtileg blanda af ólíku fólki. Meðal annars komu nokkrir Kanadamenn, komnir af Vestur-Íslendingum. Þrátt fyrir að eiga íslenska forfeður hafa þeir margir hverjir aldrei fyrr komið til Íslands. Sumir nemarnir komu til Íslands af því þeir eru bara áhuga- samir um land og þjóð. Enn aðrir hafa búið hér á landi um nokkurn tíma en vilja læra íslensku og hafa því skráð sig í íslensku í Háskólan- um. Allir hafa því sínar ástæður fyrir því að læra íslensku fyrir erlenda nema í Háskóla Íslands.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Hitti erlenda nema við HÍ Hjónin Kjartan Þorsteins- son og Elínborg Guðmunds- dóttir eru meðal þeirra sem verða stuðningsfjölskyldur palestínska flóttafólksins sem væntanlegt er á Akra- nes. Þau fá tækifæri til að kynnast ólíkum menningar- heimi á meðan þau láta gott af sér leiða. En hvað fær fólk til að gerast stuðningsfjölskylda við bláókunn- ugt fólk? „Það var svo sem ekkert eitt sem varð til þess. Við kíktum á fund þar sem verkefnið var kynnt fyrir bæjarbúum og skráðum okkur á lista yfir sjálfboðaliða. Síðan leiddi eitt af öðru og við ákváðum að slá til og gerast stuðn- ingsfjölskylda,“ segir Elínborg. „Já, við veltum þessu svo sem ekki mikið fyrir okkur fyrr en á hólminn var komið,“ bætir Kjartan við. „Þetta fór að hljóma æ meira spennandi og við sáum þarna tækifæri til að kynnast ólík- um menningarheimi og láta um leið gott af okkur leiða.“ Þau hjón eiga sjálf tvær stúlkur, tveggja og tíu ára. Mikill spenn- ingur er kominn í fjölskylduna, enda styttist í komu palestínsku fjölskyldunnar. Þau munu styðja við bakið á Linu og börnum henn- ar þremur: tíu og sex ára strákum og þriggja ára stelpu. Það er lík- lega meira en að segja það að aðstoða fólk frá gerólíkum menn- ingarheimi sem talar allt annað tungumál. „Við erum svona rétt farin að gera okkur grein fyrir út í hvað við erum að fara. Það kemur betur í ljós þegar á hólminn er komið,“ segir Kjartan. Elínborg tekur undir það og bætir við að þau sjálf fái mikinn stuðning. „Við höfum mjög mik- inn stuðning á bak við okkur hjá Rauða krossinum og bæjar- félaginu. Hér hefur tekist að vinna ótrúlega gott verk á skömm- um tíma. Svo eru tvær aðrar stuðningsfjölskyldur hér á Skag- anum og ein í Reykjavík fyrir Linu og börnin. Þetta er fyrst og fremst mjög spennandi og gaman að taka þátt í þessu.“ Verið er að vinna í því að útvega ensk/arabískar orðabækur til að auðvelda tjáskipti. Amal Tamimi, sem fæddist í Palestínu en hefur búið lengi hér á landi, verður síðan innan handar fyrsta kastið. Þau hjón segjast ekki vera kvíðin, þó að vissulega finni þau spennutilfinningu nú þegar nær dragi, mun fremur séu þau full til- hlökkunar. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hvernig þetta verður. Við höfum helst þær væntingar að við komum reynslunni ríkari út úr þessu og eignumst góða vini í leið- inni,“ segir Elínborg. „Það er mikilvægast að vera til staðar fyrir fólkið, það er númer eitt, tvö og þrjú,“ bætir Kjartan við. kolbeinn@frettabladid.is Ólíkir menningarheimar ELÍNBORG OG KJARTAN Eru meðal stuðningsfjölskyldna á Akranesi og munu styðja við bakið á palestínskri konu og börnum hennar þremur. Þau hlakka til að takast á við verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VIKA 31 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA ■ Gosdrykkurinn Fanta varð til í Þýskalandi nasismans árið 1940. Efnafræðingurinn Schetelig, sem starfaði í Coca Cola-verksmiðju í Essen, fékk það verkefni að búa til nýjan gosdrykk, þar sem nauðsynleg hráefni í kókið bárust ekki frá uppsprett- unni handan Atlantsála. Schetelig notaði meðal annars eplatrefjar og mysu og úr varð bragð- góður gosdrykkur. Sam- keppni fór fram meðal starfsmanna um nafnið og var þeim sagt að nota ímyndunaraflið, eða Fantasie á þýsku. Einn starfsmanna henti það á lofti og úr varð Fanta. FANTA SVAR NASISTA VIÐ COKE „Við í Félagi Litháa á Íslandi ætlum að halda kynningarfund í Norræna húsinu í byrjun október. Nákvæm dagsetning er ekki alveg ákveðin en við erum að vinna í þessu núna. Þetta er hugsað bæði fyrir Íslendinga og aðra sem vilja kynna sér starfsemi félagsins. Við búumst við mörgum merkum gestum eins og til dæmis sendiherra Litháens á Íslandi sem hefur aðsetur í Danmörku. Við vonumst til að utanríkisráðherra Íslands komi líka en það er óvíst hvort hún kemst. Við erum bara að vinna í þessu núna. Svo er Ljósanótt um helgina og ég ætla mér að fara þangað með fjölskylduna á laugardaginn. Ég þekki nokkra í Reykjanesbæ en mig langar bara að sjá hvað er um að vera enda er dagskráin mjög spennandi.“ Algirdas Slapikas: Undirbýr kynningarfund „Ég hef mjög gaman af tónlist og hlusta mikið á útvarp. Íslensk tónlist finnst mér mjög skemmti- leg. Ég held upp á Magna og fylgdist vel með þegar hann tók þátt í Rock Star Supernova. Hann stóð sig vel og var bestur, að mínu mati. Svo hef ég líka gaman af Bubba. Mér finnst svoleiðis gítartónlist alltaf skemmtileg þó að ég skilji reyndar mest lítið af því sem hann er að syngja. Ég skil þó þegar hann er að syngja um ást,“ segir Rachid og hlær. Hann segist eiga svolítið af marokkóskri tónlist en hún sé orðin frekar gömul. „Vinir mínir gera grín að mér þar sem þeim þykir tónlistin gamaldags. Tónlist í Marokkó er mjög ryþmísk og svolítið vestræn núorðið. Þar má þó ennþá heyra hefðbundna marokkóska tónlist.“ Rachid Benguella: Magni og Bubbi í uppáhaldi „Ríkisstjórnin er að reyna að setja verðmiða á þjáningu drengjanna,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, nýsköpunar- og þróunarstjóri hjá BHM, um bótafjárhæð til Breiðavíkur- drengja. „Hvað fá þeir fyrir missi æskunnar, tæki- færa í lífinu, andlegrar heilsu og trausts í garð annarra? Svar Geirs og Breiðavíkurnefndarinnar er 375 þúsund krónur til tvær milljónir. Tölurnar eru svo svívirðilega lágar að hverjum Íslendingi með snefil af siðferðiskennd hlýtur að blöskra. Við berum ábyrgð á afdrifum þessara manna og verðum að taka afleiðingum þeirra afdrifaríku mistaka sem fulltrúar ríkisins gerðu þegar þessir meðbræður okkar voru sendir í hryllinginn í Breiðavík. Það minnsta sem við skuldum þeim eru bætur sem tryggja þeim fjárhagslegt áhyggjuleysi. Kröfur um 25-30 millj- óna króna bætur á hvern þeirra eru því algjörlega réttmætar. Ég skora á nefndina og ríkisstjórnina að endur- skoða hinar smánarlegu upphæðir frumvarpsins sem er í smíðum.“ SJÓNARHÓLL BÓTAFJÁRHÆÐ TIL BREIÐAVÍKURDRENGJA Svívirðilega lágar tölur V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . Einhver metnaðarfyllsti og stærsti PC leikur sem gerður hefur verið HVER VINNUR! 12. Frá þeim sömu og gera Sims leikina! kemur í verslanir 4. september 2008 Næsta stig í þróun tölvuleikja. Spore er leyfir þér að búa til kvikindi og sjá þau þróast í gegnum lífið. Allt frá einfrumungum að fullkomnum skepnum sem ætla sér heimsyfirráð. Spore nýtir sama stjórnkerfi og leikmenn þekkja úr Sims 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.