Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GLJÚFRASTEINN , fyrrum heimili og vinnustaður Halldórs Laxness, er tilvalinn staður til að heimsækja um helgar. Húsið hefur verið opið almenningi síðan árið 2004 og hefur því verið haldið óbreyttu. Opið er alla daga nema mánudaga frá klukkan 10 til 17. „Á ég að segja þér hvað er upp á- haldsmaturinn minn númer eitt, tvö og þrjú? Flatkaka með roast- beef og rækjusalati. Einfaldasta uppskrift í heimi. Það er ekkert sem slær það út!“ segir Tómas í Hamborgarabúllu Tómasar hlæj- andi þegar hann er spurður hvað honum þyki best að borða. „Ég fékk flatkökur með þessu áleggi fyrst í Síld og fiski á Hjarðar- haganum þegar ég var þrettán ára. Þar voru þær smurðar eftir hend- inni,“ rifjar Tómas upp. „Svo þegar ég fór í Versló sem þá var á Grundar stígnum gat ég keypt mér sams konar skyndibita bæði í Síld og fiski við Bergstaðastræti þar sem Hótel Holt er og í Kjötverslun Tómasar sem var þar sem Kofi Tómasar frænda er núna. Þar feng- ust sem sagt heilar flatkökur sem voru smurðar á staðnum og lagðar saman eins og hálfmánar með álegginu á milli. Sumum fannst þetta furðuleg samsetning, roast- beef og rækjusalat, þannig að menn þurftu að smakka og sann- færast áður en menn trúðu því að þetta væri gott.“ Spurður hvort hann fái sér flat- köku með þessari samsetningu enn í dag þegar hann vill gera vel við sig svarar Tómas: „Ekki eins oft og ég hefði viljað því þetta er ekki eins aðgengilegt og það var. Svo fást heldur ekki eins góðar flat- kökur. Þá var til flatkökufyrirtæki í Kópavoginum sem hét Kökugerð Þorkels sem enginn af núverandi flatkökuframleiðendum kemst í hálfkvisti við.“ gun@frettabladid.is Furðuleg samsetning Þótt Tómas Tómasson veitingamaður framleiði safaríka hamborgara á færibandi alla daga er einn skyndibiti sem hann heldur enn meira upp á; góð flatkaka með roastbeef og rækjusalati. „Ég fékk flatkökur með þessu áleggi fyrst í Síld og fiski á Hjarðarhaganum þegar ég var þrettán ára,“ segir Tómas um leið og hann gæðir sér á uppáhalds skyndibitanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð til 25. september · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Banfi kvöldverður 26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Jazztríó Björns Thoroddsen spilar. Sjá nánar á perlan.is. Villibráðarhlaðborðið hefst 16. október. Aftur á dagskrá!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.