Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 2
2 7. september 2008 SUNNUDAGUR flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is LÖGREGLUMÁL Ekið var á barn á Suðurgötu í Keflavík í gær um klukkan fimm síðdegis. Sam- kvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er barnið fætt árið 2005. Lögregla og sjúkralið voru samstundis kölluð á staðinn. Barnið var í kjölfarið sent í skoðun á Heil- brigðisstofun Suðurnesja en reyndist óslasað og fékk að sögn lögreglu að fara heim að athugun lokinni. Lögregla hafði ekki upplýsingar um nánari tildrög óhappsins. - kdk Lögreglan á Suðurnesjum: Ekið á þriggja ára barn REYKJAVÍK Tvær nýjar slökkvi- stöðvar munu rísa í Reykjavík og í Mosfellsbæ á næstu misserum og ráðið verður í 25 nýjar stöður innan slökkviliðsins nú í haust. „Við reiknum með að taka stöðvarnar í notkun árið 2010 en byrjum að þjálfa nýtt starfsfólk á næsta ári,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Hann segir að með þessum aðgerðum muni viðbragðstími í útköll styttast um eina mínútu, eða 25 prósent. „Okkar útkalls- tími á að vera átta mínútur í sjúkraflutninga og tíu á slökkvi- lið, og með þessum breytingum náum við því.“ - rat Fjölgar í slökkviliðinu: Útkallstími styttist um mínútu JÓN VIÐAR MATTHÍASSON Slökkviliðs- stjórinn segir að byrjað verði að þjálfa nýtt starfsfólk á næsta ári. FRAKKLAND, AP Utanríkisráðherr- ar Evrópusambandsins fóru fram á það við Rússa á fundi í gær í Moskvu að þeir drægju herlið sitt til baka frá Georgíu samkvæmt samningum um vopnahlé. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti mun funda aftur á mánudag í Kreml með Dimitri Medvedev, forseta Rússlands, um deiluna en skrifað var undir samning um vopnahlé fyrir þremur vikum. Á fundinum í Moskvu gaf Medvedev ekkert út á málamiðlanir heldur sagði stríðið í Georgíu sýna heiminum fram á að Rússar væru þjóð sem taka bæri tillit til. - rat Vilja herinn burt frá Georgíu: Medvedev mun ekki hvika DIMITRI MEDVEDEV BANDARÍKIN Framleiðsla hefur verið stöðvuð hjá Boeing, stærsta flugvélaframleiðanda í heimi, en tuttugu og sjö þúsund starfsmenn verksmiðjunnar hafa lagt niður störf eftir að samningar tókust ekki um laun. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins verða engar flugvélar settar saman meðan á verkfallinu stendur en talið er að Boeing muni tapa um hundrað milljónum Bandaríkjadala á dag vegna tafa. Einnig mun seinka enn frekar afhendingu Dream- line-flugvélarinnar sem á að keppa við Airbus en Dreamline er þegar tveimur árum á eftir áætlun. - rat Starfsmenn Boeing í verkfall: Allt stopp hjá Boeing Páll, er þetta töfrandi maður? „Ég skal nú ekkert segja um það en við kunnum okkar brögð eins og hann.“ Roskinn Þjóðverji sem tekinn var í Norrænu í byrjun mánaðarins er ofbeldis- maður sem ítrekað hefur strokið úr erlendum fangelsum. Fréttablaðið sagði í fyrirsögn í gær að hættulegur Houdini væri nú staddur á Litla-Hrauni. Páll Win- kel er forstjóri Fangelsismálastofunar. SVÍÞJÓÐ Sænskur maður hefur kært eftirlætis knattspyrnuliðið sitt, AIK í Stokkhólmi, til neyt- endasamtakanna þar í landi. Ástæðuna segir hann vera síendurtekin brot á loforðum um gott gengi í sænsku deildinni. Í samtali við Dagens Nyheter segist maðurinn, Kristoffer Gahlin, vera búinn að fá nóg af slæmu gengi liðsins. „Ég hef verið meðlimur síðan 1978. Á hverju ári er stuðningsmönnum lofað góðu gengi, en ekkert gerist. Þetta eru hrein og klár vörusvik.“ Mattias Grundström hjá sænsku neytenda- samtökunum segir að mál Gahlins fái ekki forgangsmeðferð. - kg Þreyttur á slæmu gengi: Kærir AIK fyrir vörusvik LÍBÍA Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fór í sögulega heimsókn til Líbíu á föstudaginn, fyrst bandarískra utanríkisráðherra í hálfa öld. Samskipti Bandaríkjanna og Líbíu hafa verið stirð síðan Gaddafi komst til valda árið 1969. Þá versnuðu þau til muna eftir að flugvél Pan Am var sprengd yfir Lockerbie í Skotlandi, en tveir líbískir leyniþjónustumenn voru sakfelldir fyrir það. Heimsókn Rice er enn eitt dæmið um bætt samskipti ríkj- anna. Í maí 2006 tilkynnti Banda- ríkjastjórn að hún mundi koma á fullum stjórnmálatengslum við Líbíu ef stjórnvöld þar hættu við að vígvæðast gereyðingarvopn- um. Moammar Gaddafi, forseti Líbíu, tilkynnti fyrr í vikunni að til stæði að einkavæða allar ríkis- eigur í Líbíu. „Þjófnaður og spill- ing fylgja því ætíð þegar opinber- ir aðilar sjá um peninga,“ sagði hann. „Eftir fjóra mánuði verður allt í ykkar höndum.“ Í ræðunni, sem Gaddafi hélt til að minnast þess að 39 ár eru síðan hann komst til valda í byltingu, sagði hann einnig að líbíska þjóð- in mundi sjálf fá að koma að menntun sinni. „Ég segi við líb- ísku þjóðina, takið það fé sem fer í menntun. Setjið það í vasa ykkar og kennið börnunum eins og þið teljið rétt, takið ábyrgð.“ - kóp Condoleezza Rice heimsækir Gaddafi Líbíuforseta: Gaddafi lofar einkavæðingu RICE OG GADDAFI Vel virtist fara á með Condoleezu Rica og Moammar Gaddafi á fundi þeirra á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP LÖGREGLUMÁL „Ég hef oft fengið mikinn kjánahroll þegar ég er að horfa á lögregluþætti en fyrst við fáum að gera þetta sjálfir snardeg- ur úr líkum á því að sá hrollur láti á sér kræla,“ segir Helgi Pétur Otte- sen, varðstjóri á Akranesi, en undan farnar vikur hefur hann ásamt fleiri lögreglumönnum verið upptekinn við leikstörf við rætur Akrafjalls fyrir spennuþáttaröðina Hamarinn. Helgi Pétur segir rannsóknar- störfum lögreglumanna sýnd mikil virðing við tökur þáttanna enda sjái þeir sjálfir um aðalatriðin. Þannig sé til dæmis komið í veg fyrir að ábúðarfullur leikinn lög- reglumaður stingi lífsýni í plast- poka til þess að frekar megi rann- saka það. „Ég held að enginn lögreglumaður þoli að sjá slíkt,“ segir Helgi Pétur kankvíslega og útskýrir að flest sýni skemmist í plastpokum og engum lögreglu- manni myndi láta sér slíkt og annað eins til hugar koma. Reyndar hafa ekki aðeins lög- reglumenn unnið hörðum höndum á vettvangi leikins hryllings við fjall- ið því svo virðist sem stór hluti sam- félagsins á Akranesi hafi verið boð- inn og búinn við að aðstoða kvik myndagerðamennina, svo sem iðnaðarmenn, björgunarsveitar- menn, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn, auk Landhelgis- gæslumanna og starfsmanna úr sér- sveitinni sem komu frá Reykjavík. Reynir Lyngdal, leikstjóri þátta- raðarinnar, segir Skagamenn með eindæmum hjálplega. Þá sé stund- um furðulegt hvernig tilfinningar komi upp þegar raunveruleiki og leikur mætist: „Það sem kom mér mest á óvart við að fylgjast með þessu fólki, þá sérstaklega lögg- unni, er hvað þeir voru agaðir og öll störf þeirra úthugsuð. Þeir voru bara eins í bíó,“ segir hann. Björn Hlynur Haraldsson og Dóra Jóhannesdóttir fara með aðal- hlutverkin í þáttunum en framleið- andi er Pegasus. Reynir segir að þó að flestir dagar við tökur á Akra- nesi hafi gengið vel sé hann viss um að einhverjir kraftar í fjallinu séu komnir með nóg af því raski sem fylgi leikarastandinu. karen@frettabladid.is Lögreglan á slóð glæpona í Akrafjalli Stór hluti íbúa á Akranesi hefur veitt þáttagerðarmönnum liðsinni við tökur á spennuþáttaröð við rætur Akrafjalls. Lögreglumaður á staðnum segir störfum lögregunnar sýnd virðing. Leikstjórinn segir lögguna hegða sér eins og í bíó. SKAGAMENN BREGÐA Á LEIK Helgi Pétur Ottesen varðstjóri á Akranesi segir leikinn í raun vera eins og risavaxna slysaæfingu. Þó að menn viti að enginn sé slasaður í raun vilji allir hegða sér óaðfinnanlega fyrir framan vélarnar og því æfist menn mjög við tökur. MYND/PEGASUS LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí- tugsaldri fannst með alvarlega höfuðáverka á gatnamótum Höfðatúns, Laugavegar og Skúla- götu í Reykjavík snemma í gær- morgun. Maðurinn var strax fluttur í aðgerð á gjörgæsludeild Landspít- alans en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði hann miklar heilablæðingar. Síðar um daginn gekkst hann undir aðra aðgerð. Þegar blaðið fór í prentun var maðurinn enn í lífshættu og var haldið sofandi. Ekki er vitað hvort um slys hafi verið að ræða eða hvort maðurinn hafi orðið fyrir líkamsárás. Enginn hefur verið handtekinn en lögregla rannsakar málið. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eða urðu varir við mannaferðir á svæðinu frá klukk- an sex til hálf átta í gærmorgun eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgar- svæðinu í síma 444-1100. Fyrr í vikunni fannst karlmaður um sjötugt látinn í íbúð sinni á Skúlagötu. Nokkrir áverkar voru á höfði mannsins sem taldir voru vera af mannavöldum og hefur lögregla haft tvo menn í haldi vegna málsins. Ekki er talið að málin tvö tengist á nokkurn hátt. - kdk Lögregla leitar vitna vegna hugsanlegrar líkamsárásar við Höfðatún: Fannst með lífshættulega áverka LANDSPÍTALINN Maðurinn gekkst undir tvær aðgerðir í gær. Hann hlaut miklar heilablæðingar. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.