Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 56
24 7. september 2008 SUNNUDAGUR www.flugskoli.is Námskeiðið hefst 6. október og lýkur um miðjan febrúar. Umsóknarfrestur er til 14. september. Allar nánari upplýsingar á www.flugskoli.is Flugumferðarstjóra Grunnnámskeið Flugskóli Íslands er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. FÓTBOLTI Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækra- hverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Bras- ilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumanna- samning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska lands- liðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knatt- spyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löng- um stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona. Ósætti við forráðamenn Real Madrid Eftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrr- verandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu við- tali. „Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ron- aldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, for- seti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíu- leikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu,“ segir Robinho. Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi. „Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knatt- spyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæm- lega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörð- unina að ég þekki bæði Jó og Elano, leik- menn City, sem hvöttu mig ein- dregið til þess að ganga til liðs við félagið,“ segir Robinho. Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska bolt- anum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leik- maður í sögu enska boltans. omar@frettabladid.is Sá dýrasti í sögu enska boltans Brasilíumaðurinn Robinho varð dýrasti leikmaðurinn í sögu ensku knattspyrnunnar þegar hann gekk óvænt í raðir Manchester City. Robinho er fyrsta púslið í meistaraliði hinna arabísku eigenda félagsins. DÝRASTUR Augu margra verða á Brasilíu- manninum Robinho hjá Man. City í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Dýrustu leikmennirnir Topp 10 í ensku úrvalsdeildinni: 1. Robinho (Man. City) £32,5m 2. D. Berbatov (Man. Utd) £30,75m 3. A. Shevchenko (Chelsea) £30m 4. R. Ferdinand (Man. Utd) £29,1m 5. J. S. Veron (Man. Utd.) £28,1m 6. M. Essien (Chelsea) £24,43m 7. D. Drogba (Chelsea) £24m 8. W. Rooney (Man. Utd.) £23m 9. Wright-Phillips (Chelsea) £21m 10. F. Torres (Liverpool) £20m FÓTBOLTI Dr. Sulaiman Al-Fahim og fjárfest- ingarfélagið Abu Dhabi United Group hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina með yfirtöku sinni á Manchester City. Dr. Sulaiman Al-Fahim heitir þrjátíu og eins árs gamall milljarðamæringur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem fer fyrir fjárfestingarfélaginu Abu Dhabi United Group (ADUG) er keypti á dögunum ráðandi eignarhlut í enska úrvalsdeildar- félaginu Manchester City. Al-Fahim á sjálfur bakgrunn í fasteigna- braski sem hann hefur stundað með miklum móð frá átján ára aldri og auðgast mjög við það. Hann er nú stjórnarformaður í ört vax- andi fasteignaveldinu Hydra sem á eignir bæði í Abu Dhabi og Dubai jafnt og utan Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það sem gerir fjárfestingarfélagið ADUG hins vegar eins voldugt og raun ber vitni eru tengsl þess inn í konungsfjölskylduna í Abu Dhabi, ríkasta af furstadæmunum sjö. Breskir fjölmiðlar voru fljótir að líkja Al-Fahim við Roman Abramov- itsj, hinn rússneska eiganda Chelsea, en sannleikurinn er fjarri sanni. Fjárhagslegur slagkraftur Al- Fahim og fjárfestingarfélagsins ADUG er sagður vera allt að því tíu sinnum meiri en hjá Abramov- itsj. Al-Fahim, sem hefur verið kall- aður svar araba við Donald Trump, er allt annað en hlédræg- ur og kann vel við sig í sviðsljós- inu. Hann stýrir sínum eigin raunveruleikaþætti, sem er ekki ólíkur bandaríska þættinum The Apprentice með Trump, og hefur sést á forsýningum og veislum með þekktar Hollywood-skvísur á borð við Pamelu Anderson og Demi Moore upp á arminn. Hann er enn fremur yfirlýs- ingaglaður með afbrigðum og hefur nú þegar, eftir nokkurra daga setu við stjórnvölinn hjá City, gert enskum fjölmiðlum sem og knattspyrnustjóranum Mark Hughes markmið sín ljós. „Markmið okkar eru ósköp einföld. Við ætlum að gera Manchester City að stærsta félagi í ensku úrvalsdeildinni. Við verðum að eyða miklum peningum til þess að fá bestu leikmenn heims til City því leik- mannahópurinn er fjarri því að vera nógu sterkur eins og er. Nú eru peningarnir hins vegar til staðar og það má gera ráð fyrir því að bestu leik- menn heims kosti að meðaltali þrjátíu millj- ónir punda hver um sig. Ætli við þurfum ekki að minnsta kosti eina átján slíka. Þá fyrst getum við talað um að vinna meistara- deild Evrópu,“ sagði Al-Fahim í nýlegu við- tali við dagblaðið Daily Mirror og verður áhugavert að sjá hvort hann eyði 540 millj- ónum punda í nýja leikmenn. - óþ Það er um fátt annað rætt á Englandi þessa dagana en innkomu olíufurstanna frá Arabíu í ensku knattspyrnuna: Nýr eigandi City er svar araba við Donald Trump STÓRHUGA Dr. Sulaiman Al Fahim ætlar að gera Manchester City að stærsta félagi heims. Talið er að hann muni kaupa fjölda manna fyrir áður óséðar upphæðir í boltanum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Skotar ollu miklum vonbrigðum í opnunarleik sínum í 9. riðli í undankeppni HM. Þeir töpuðu úti gegn Makedónum, 1-0, og þóttu úrslitin sanngjörn. Það var Naumoski sem skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu en bæði þessi lið eru í riðli Íslands. George Burley, landsliðsþjálf- ari Skota, lét tapið ekki slá sig út af laginu og virtist ekki alveg vera sammála því að hans menn hefðu verið daprir í leiknum. „Mér fannst við vera frábærir í síðari hálfleik,“ sagði Burley bjartsýnn. „Annars er ég eðlilega vonsvikinn með úrslitin í leiknum en við sýndum hugrekki, anda og gæði og liðið átti meira skilið en ekkert úr þessum leik.“ Skotar fara nú til Íslands og mæta Íslendingum á Laugardals- velli á miðvikudag. „Við sýndum í þessum leik að við getum vel sótt stig á útivelli og ætlum okkur stig í Reykjavík,“ sagði Burley. - hbg Mótherjar Íslands: Makedónar lögðu Skota DAPURT Lærisveinar George Burley í skoska landsliðinu þóttu arfaslakir í Skopje í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.