Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 58
26 7. september 2008 SUNNUDAGUR BYRJUNARLIÐIÐ Kjartan Sturluson markvörður 5 Hefði átt að gera betur í öðru marki Norðmanna en greip vel inn í á lokamínútunum. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður 7 Fékk á sig ódýrt víti en var fyrir utan það mjög öruggur og skilaði góðum leik. Kristján Örn Sigurðsson miðvörður 9 Hélt Carew nær alveg niðri og steig varla feilspor í leiknum. Ósérhlífinn og bjargaði oft á tíðum á ögur- stundu. Hermann Hreiðarsson miðvörður 8 Las leikinn vel, var baráttuglaður og stjórnaði vörninni eins og herforingi. Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður 6 Varðist vel á köflum í leiknum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Birkir Már Sævarsson, hægri kantur 8 var öruggur á boltanum, varðist vel og var óþreytandi í hlaupum sínum upp kantinn. Stefán Gíslason, tengiliður 6 Fann sig ágætlega á sínum gamla heimavelli, sérstaklega í síðari hálfleik. Aron Einar Gunnarsson, tengiliður 6 Virkaði stressaður framan af leik og tapaði boltanum í tvígang á hættulegum stöðum. En vann sig vel inn í leikinn og komst ágætlega frá sínu. Eiður Smári Guðjohnsen sóknartengiliður 8 Skoraði gull af marki og lét vel til sín taka á köflum í leiknum. Emil Hallfreðsson, vinstri kantur 7 Var mjög líflegur þegar hann fékk boltann og átti góða stoðsendingu á Heiðar í fyrsta marki Íslands. Heiðar Helguson, sóknarmaður 8 Baráttuglaður að vanda og vann vel úr þeim boltum sem bárust til hans. INN AF BEKKNUM 68. mín., Pálmi Rafn Pálmason fyrir Aron Einar 6 Vann vel fyrir liðið og náði að lífga upp á sóknarleikinn með góðum sendingum. 74. mín., Guðmundur Steinarsson fyrir Emil - 85 mín., Veigar Páll Gunnarsson fyrir Heiðar - EINKUNNIR ÍSLENSKU LEIKMANNANNA Ullevaal, áhorf.: 17.254 Noregur Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–16 (4–3) Varin skot Rune 1 – Kjartan 2 Horn 4–2 Aukaspyrnur fengnar 13–11 Rangstöður 2–1 1-0 Steffen Iversen, víti (36.) 1-1 Heiðar Helguson (39.) 2-1 Steffen Iversen (50.) 2-2 Eiður Smári Guðjohnsen (69.) 2-2 Alon Yeffet (7) NOREGUR-ÍSLAND ÓMAR ÞORGEIRSSON skrifar frá Osló omar@frettabladid.is FÓTBOLTI Dagskipun landsliðsþjálf- arans Ólafs Jóhannessonar á Ulle- vaal-leikvanginum var svo að heita einföld; halda markinu hreinu eins lengi og unnt er og nýta þau sóknarfæri sem liðinu byðust. Það gekk að mestu leyti eftir þar sem Íslendingar náðu jafntefli, 2-2, gegn Norðmönnum sem voru fyrir leikinn taldir mun sigurstranglegri. Íslenska liðið mætti ákveðið til leiks og Emil Hallfreðsson náði góðri rispu upp vinstri kantinn strax á 2. mínútu. Í framhaldi af því voru Norðmenn þó meira með boltann, eins og við var að búast, en íslenska liðið var hreyfanlegt, lokaði svæðum vel og gaf fá færi á sér. Helsta sóknarvopn Norðmanna var háar sendingar inn á vítateig Íslendinga og liðið leitaði mjög að Steffen Iversen, sem átti greini- lega að flikka boltanum á þá John Carew og Thorstein Helstad. Fyrsta alvöru færi Noregs kom einmitt upp úr slíkri samvinnu; Iversen kom boltanum á Carew inn fyrir íslensku vörnina en skot Carews hitti ekki markið. Íslensku varnarmennirnir voru annars vel á tánum sem lýsir sér kannski best í því að fyrsta skot Norðmanna á íslenska markið kom ekki fyrr en eftir rúmar tuttugu og fimm mín- útur. Á móti kemur að sóknarþungi Íslands var vart teljanlegur en menn reyndu að sækja hratt fram þegar við átti eins og upp var lagt fyrir leikinn. Það dró til tíðinda á 36. mínútu þegar enn ein langa sendingin kom inn á vítateig Íslands, ætluð Thor- stein Helstad í það skiptið. Hann gerði sig líklegan til þess að taka við boltanum en Grétar Rafn Steinsson tók helst til of hressi- lega og hélt honum í heljargreip- um og dómarinn sá sig tilneyddan til þess að dæma vítaspyrnu. Lítið við því að segja og Iversen fór á vítapunktinn, sendi Kjartan í vitlaust horn og skoraði af öryggi við gríðarleg fagnaðarlæti á Ulle- vaal og gríðarlegan létti Norð- manna inni á vellinum. Það hefði verið auðvelt fyrir íslenska liðið að detta niður við mótlætið en það var ekki á dag- skránni. Íslendingar fengu auka- spyrnu á vallarhelmingi Norð- manna stuttu síðar. Emil tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Heiðari Helgusyni, sem skallaði boltann í netið og jafnaði leikinn, 1-1 og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks. Byrjunin á síðari hálfleik var ekki það sem íslenska liðið þurfti. Fredrik Winsnes átti háa sendingu inn á teiginn þar sem Iversen vann skallaeinvígið við Bjarna Ólaf Eiríksson og kom boltanum í netið, 2-1. Markið hlýtur hins vegar að skrifast að stórum hluta á Kjartan í markinu, sem hikaði í úthlaupinu og var herfilega staðsettur þegar fremur laus skallinn kom á markið. Norðmenn tvíefldust við markið og virkuðu líklegir til þess að bæta við marki. Það kom því skemmti- lega á óvart þegar Íslendingar jöfnuðu leikinn á 69. mínútu. Brot- ið var á Heiðari og aukaspyrna dæmd rétt fyrir utan vítateigs Norðmanna. Eiður Smári mætti á vettvang og gjörsamlega klíndi boltnum í markhornið hægra megin, óverjandi fyrir Rune Jar- stein í markinu. Glæsilegt mark og leikar jafnir á ný. Íslendingar komust svo gremju- lega nálægt því að komast yfir í leiknum á 86. mínútu þegar vara- maðurinn Veigar Páll Gunnarsson átti skot í stöng úr sinni fyrstu snertingu eftir góðan undirbúning Eiðs Smára. Sóknaraðgerðir Norðmanna fjöruðu svo út hver af annarri uns dómarinn flautaði til leiksloka. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Íslend- ingar geta vel við unað með að komast strax á blað í riðlinum. Leikur liðsins gefur fögur fyrir- heit upp á framhaldið að gera í riðlinum. Frábært stig hjá Íslandi í Osló Íslendingar sóttu mikilvægt stig á útivelli gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2010. Baráttuglaðir Íslendingar gáfust aldrei upp og komu tvisvar til baka eftir að hafa lent undir í leiknum. STIGI FAGNAÐ Markaskorarar Íslands – Eiður Smári og Heiðar Helguson – fagna hér á Ullevaal-leikvanginum í gær ásamt Birki Má Sævarssyni. NORDIC PHOTOS/AFP FRÁBÆR ENDURKOMA Heiðar skoraði og fiskaði svo aukaspyrnuna sem síðara mark Íslands kom úr. NORDIC PHOTOS/AFP BARÁTTA Birkir Már Sævarsson er hér í baráttunni við John Arne Riise. Birkir átti fínan leik líkt og flestir íslensku leikmannanna. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Ólafur var einkar léttur í bragði eftir leikinn gegn Norð- mönnum í gær og augljóslega í skýjunum með jafnteflið. „Það er frábært að koma tvisvar sinnum til baka og ná í eitt stig á erfiðum útivelli. Dugnaðurinn og viljinn í mönnum var til fyrir- myndar. Mér fannst við reyndar falla aðeins of mikið til baka á köflum í leiknum en að öðru leyti var þetta fínt,“ segir Ólafur. Ólafur kvað fátt hafa komið sér á óvart í leik norska liðsins. „Við komum vel undirbúnir til leiks og þeir komu okkur ekki á nokkurn hátt á óvart. Við vorum alveg klárir á því hvernig þeir myndu spila. Varnarleikur okkar var mjög sannfærandi í leiknum og þar áttu allir góðan leik. En það er líka ýmislegt sem þarf að laga í okkar leik og við þurfum að fara yfir það fyrir næsta leik,“ segir Ólafur. Ólafur viðurkennir að það sé mikill léttir að vera kominn strax á blað í riðlinum. „Það er mjög þægilegt að við séum strax komnir með stig, svo ekki sé talað um að leikurinn hafi verið á útivelli. Ég sagði fyrir leik- inn að ég yrði himinlifandi með eitt stig og það gekk sem betur fer upp. Við vorum líka nær því að vinna leikinn en þeir ef við tökum marktækifærið þegar Veigar Páll átti skot í stöng.“ Nú er stutt í næsta verkefni Íslands, leik gegn Skotum á Laugar- dalsvelli, og Ólafur telur að það verði enn erfiðara en að mæta Norðmönnum. „Skotar eru að mínu mati með betra lið en Norðmenn þannig að okkar bíður mjög erfiður leikur. En með sama vilja og sama hugar- fari og við sýndum gegn Noregi getum við gert ýmislegt gegn Skotlandi,“ segir Ólafur. - óþ Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með stigið sem Ísland sótti á Ullevaal-leikvanginn í gær: Dugnaðurinn og viljinn var til fyrirmyndar FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson átti fínan leik gegn Norðmönnum í gær og stýrði varnarleik íslenska liðsins með sóma. „Þetta var hörkuframmistaða hjá öllu liðinu og þetta var flott stig. Það sýnir gríðarlegan karakt- er að koma til baka í tvígang og karakterinn kemur mér ekkert á óvart, þar sem ég veit alveg hvað býr í liðinu. En það er alltaf gaman að sýna það líka inni á vellinum,“ segir Hermann. Hermann kvað íslenska liðið samt ekki hafa unnið neitt enn. „Það var kominn tími á að við næðum að sýna almennilega hvað í okkur býr og mér fannst við vera að ná því að vissu leyti. En við unnum náttúrlega ekki leikinn og höfum ekki unnið neitt ennþá. Jafnteflið ætti hins vegar að gefa okkur sjálfstraust upp á framhald- ið að gera. Og það sem mér fannst vera jákvæðast og standa upp úr er að við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan og vinna saman sem lið. Menn geta því sofið vært í nótt,“ segir Hermann Hreiðars- son. - óþ Hermann Hreiðarsson fyrirliði segir samvinnu liðsins hafa skilað stigi: Ég veit vel hvað býr í þessu liði LÉTTUR OG KÁTUR Það lá vel á Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara eftir leikinn í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Heiðar Helguson var ekki lengi að finna mark andstæð- inganna eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í landsliðið og við sýndum alvöru karakter í leiknum. Hann hefur svo sem alltaf verið til staðar í hópnum og liðinu en við höfum ekki alltaf verið að sýna hann inni á vellin- um. Við gerðum það núna og getum byggt á því,“ segir Heiðar, sem varar þó við því að menn tapi sér í gleðinni strax. „Við verðum náttúrlega að sýna áfram leik af þessu tagi og byggja á þessum leik, því ef við náum ekki að halda áfram á sömu braut gegn Skotum hefur þetta jafntefli gegn Norðmönnum litla merk- ingu,“ segir Heiðar. - óþ Heiðar Helguson: Alvöru karakter FÓTBOLTI Kjartan Sturluson var virkilega sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í gær. „Það var mikivægt að ná strax í stig í riðlinum og heildarframmi- staða liðsins var mjög góð,“ segir Kjartan, sem var úti á túni í öðru marki Norðmanna. „Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Það voru einhver útspörk sem fóru ekki þangað sem ég vildi að þau færu og hitt og þetta, en ég er í heildina mjög sáttur með mína framistöðu,“ segir Kjartan. - óþ Kjartan Sturluson: Sáttur við sína frammistöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.