Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 62
30 7. september 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Jú, maður er náttúrlega rosalega stolt- ur af henni, það er ekki hægt að segja annað. Það kitlaði mig alltaf að hún næði langt því hún hefur metn- að og brennandi áhuga. Núna eru möguleikarnir í kvenna- boltanum mun meiri en fyrir fimmtán eða sextán árum þegar hún var að byrja og ég vona að hún eigi framtíðina fyrir sér í boltanum, því ég veit að það er draumurinn hennar.“ Guðmunda Bjarnadóttir, móðir Margrétar Láru Viðarsdóttur, sem raðar inn mörkum fyrir kvennalið Vals í fótbolta. Hvað er að frétta? Til dæmis afrekaði ég það að spila með góðu fólki ellefu lög inn á disk. 12 tónar sjá um að koma honum til hlustenda og mér er tjáð að það gangi bara vel. Augnlitur: Brúnn. Starf: Hárskeri. Fjölskylduhagir: Ég og mín góða kona Guðný eigum fjögur yndisleg börn, átta barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Hvaðan ertu? Flateyri. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Náttúrulífsþættir Davids Attenborough. Uppáhaldsmatur: Flestir þeir réttir sem konan mín útbýr. Fallegasti staðurinn: Erfið spurning. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Það er svo margt. Hvað er leiðinlegast? Ég veit það ekki. Helsti veikleiki: Það er spurning. Helsti kostur: Þolinmæði. Helsta afrek: Veit ekki. Mestu vonbrigðin: Að íslenskir ráðherrar skyldu styðja innrásina í Írak. Hver er draumurinn? Að halda heilsu. Hver er fyndnastur/fyndnust? Laddi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég man það ekki. Hvað er mikilvægast? Kærleikur. HIN HLIÐIN VILLI VALLI, TÓNLISTARMAÐUR OG HÁRSKERI Draumurinn er að halda heilsu Netheimar hafa logað yfir opnu bréfi Bjarkar til Reykjavík Grapevine, þar sem hún sakar blaðamenn um að gefa Valgeiri Sigurðssyni heiðurinn af útsetningum fyrir hljóðfæri á plötu hennar Vespertine. Yfir fjórtán miðlar um allan heim hafa tekið málið upp. Í nýjasta blaði Grapevine segir ritstjór- inn misskilninginn ekki þeirra. Hann rekur reiði Bjarkar til topp fimm-lista DJ B Ruff, í ellefta tölublaði. Þar segir um Vespertine: „A little heavy but it‘s really impressive how well Björk‘s voice mingles with Valgeir Sigurðsson‘s instrumentals. My favorite Björk album.“ Þá segir ritstjórinn það stefnu Grapevine að leyfa fólki frekar að hafa rangt fyrir sér en að hafa rangt eftir því. DJ B Ruff, Benedikt Freyr Jónsson, kom af fjöllum þegar blaðamaður benti honum á uslann sem orð hans hafa valdið. „Ég heyrði bara að Valgeir hefði komið mikið við sögu þarna. Og alltaf þegar talað var um þessa plötu þá heyrði ég að Valgeir hefði pródúsað hana. En að sjálfsögðu var ég ekki að segja að hann hefði komið einn að prodúksjón Vespertine. Enda veit ég ekki alveg hvernig ferlið fór fram. Hún er náttúrlega mikill listamaður og hefur sennilega eytt miklum tíma í hvert einasta lag þó að aðrir prógrammi það stundum. Þar liggur misskilningurinn. Það sem ég meinti var heildarsánd,“ segir Bene- dikt. Á kreditlistanum er Valgeir titlaður „programmer/engineer“. „En ég hugsaði samt sem áður að Björk hefði stjórnað miklu í útsetningu. Enda fannst mér hún njóta sín rosalega vel á þessari plötu.“ Ber hann virðingu fyrir konum við stjórnvölinn í hljóðveri? „Að sjálfsögðu, mjög mikla. Þær er alveg jafnvígar í þessum pródúksjónheimi að mínu mati.“ Hann segist hlusta mikið á Björk og virða hana mikils. „Ég fór á hana núna seinast í Langholts- kirkju, þar sem hún fór á kostum að mínu mati.“ Hefði ekki verið betra ef Grapevine hefði leiðrétt hann? „Jú, jú, það hefði verið fínt. Þeir hreinsuðu sig svolítið fljótt án þess að tala við mig, en allt í góðu. En ég er ennþá svolítið hissa á hvað það hefur skapast mikil umræða um þetta á netinu á stórum síðum.“ kolbruns@frettabladid.is BENEDIKT FREYR JÓNSSON: BER MIKLA VIRÐINGU FYRIR BJÖRK Maðurinn sem reitti Björk til reiði SJÖ ÁRA MIS- SKILNINGUR Valgeir er titlað- ur „engineer“ og „pro- grammer“ á Vespertine. BER MIKLA VIRÐINGU FYRIR BJÖRK Benedikt segir kvenpródúsenta jafnvíga karlpródúsentum. „Þetta er þriðja konuboðið sem við höldum og ótrúlegustu konur hafa verið að smella saman,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir tölvunar- fræðingur sem stendur fyrir konuboði næstkomandi föstudag ásamt Ernu Kaaber, eiganda Ice- landic fish and chips, og Ragn- hildi Magnúsdóttur, útvarps- og kvikmyndagerðarkonu. „Hugmyndin er að kynna og kynnast konum úr öllum áttum. Okkur fannst við allar eiga svo skemmtilegar vinkonur sem okkur langaði að kynntust svo við ákváðum að víkka tengslanetið með því að halda svona boð og það lá við að konur fyndu þarna sálu- félaga sína,“ segir Þórlaug og hlær. „Þarna voru til dæmis alþingismenn, blaðamenn, lög- fræðingar og leikkonur sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af því að ræða málin á vitrænan hátt og hafa skoðanir á hlutun- um,“ bætir hún við, en um 30 til 40 konur hafa mætt í boðið undan- farin ár og þar á meðal eru Katrín Júlíusdóttir þingmaður, Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, og Sig- ríður Klingenberg spákona. Konuboðið verður líkt og áður haldið hjá Ragnhildi á Flókagöt- unni, þar sem hver mætir með sín drykkjarföng en boðið verður upp á lakkrís og prins pólo. Aðspurð segir Þórlaug þetta ekki vera með formlegu sniði. „Það er talað, haldnar ræður, sagðar sögur, dansað og skemmt sér, en við reynum að gera sem mest af því að kynna konurnar og margar hafa orðið góðar vinkonur í kjöl- farið,“ segir Þórlaug að lokum. - ag Konur kynnast í Konuboði HALDA KONUBOÐ Í ÞRIÐJA SINN Konu- boðið hefur reynst góður vettvangur fyrir ólíkar konur til að kynnast og mynda tengslanet. Egill Helgason snýr aftur í dag á gamalkunnugum tíma í Ríkissjón- varpinu. Þetta er tíundi veturinn í röð sem Silfur Egils er í loftinu. „Ég að fara að hætta? Nei, nei, ég stefni á að verða gamall og gráhærður í þessu eins og David Frost. Ég hef aldrei enst eins lengi í neinni vinnu.“ Agli sýnist góður jarðvegur fyrir hressandi umræðu í vetur. „Ég hef stundum kviðið fyrir að byrja aftur, en nú hlakka ég bara til. Það er allt á tvist og bast og mikil óvissa í öllu. Mér sýnist vera meiri hiti undir liggjandi og meiri tilfinning- ar. Annað en þegar bara var hægt að rífast um á hvaða stigi góðærið væri. Það er kannski helst að það sé komin þreyta í suma. Það mætti alveg skipta um leikendur í sumum rullunum. Svo verður auðvitað fjallað um meira en bara pólitíkina á Íslandi. Til dæmis forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum.“ Jónas Haralz – „hress og klár öldungur“ að sögn Egils – verður í drottningarviðtali í fyrsta þættinum. Svo er það Kiljan. Bókmennta- þátturinn hefst 17. september næstkomandi. „Í fyrsta þættinum verður brilljant viðtal sem ég tók við Guðberg Bergsson um Málfríði Einarsdóttur,“ segir Egill, afkastamesti sjónvarps- maður landsins. - drg Aldrei enst eins lengi í neinni vinnu MÆTTI SKIPTA UM Í SUMUM RULLUNUM Egill Helgason snýr aftur með Silfur Egils í dag. 26.05.1930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.