Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 4
4 8. september 2008 MÁNUDAGUR Hef opnað lækningastofu í Uppsölum Kringlunni Tímapantanir í síma 568 68 11 Garðar Guðmundsson Heila- og taugaskurðlæknir gardar.uppsalir@gmail.com VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 18° 12° 15° 20° 19° 22° 21° 23° 21° 27° 29° 22° 30° 26° 27° 32° 18° Á MORGUN 8-15 m/s suðvestan til annars 5-10 m/s MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s norðan til annars 3-8 12 14 14 14 12 12 12 11 13 12 8 6 4 4 5 6 5 6 13 8 10 8 12 13 12 1312 12 13 13 1212 VÆTA Í KORTUNUM Í dag og næstu daga má reikna með rigningu eða skúrum á land- inu sunnan og vestanverðu og á miðvikudaginn eru horfur á að hún nái líka norður yfi r land. Það verður vindasamt við suður- og vestur- ströndina í dag og á morgun en þar lægir á miðvikudag. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Jónas Haralz, hag- fræðingur og fyrrverandi banka- stjóri, segir stóriðjuframkvæmdir ekki leysa þann efnahagsvanda sem steðji að þjóðinni. Jónas var gestur í Silfri Egils í gær og fór þar gagnrýnum orðum um ástand mála. Í samtali við Fréttablaðið segir hann stjórn- málamenn allt of gjarna á að grípa til þess sem hendi sé næst. „Menn sjá að hér eru erfiðleikar og grípa til þess að reisa eitt stykki orku- ver. Það skapar atvinnu og dreg- ur úr vandanum, en þá eru menn ekki að taka á grundavallar- vandanum,“ segir Jónas. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og við- skiptanefndar Alþingis, tekur undir þetta. „Stóriðjufram- kvæmdir eru í sjálfu sér engin lausn á efna- hagsvanda. Ein- staka virkjana- framkvæmdir geta verið smáplástur á sárið og hjálpað til við að milda áhrifin. En ég horfi ekki á þær sem lausn á einhverjum vanda. Við eigum hins vegar að nýta auðlindir þjóðarinnar,“ segir Pétur. Jónas segir skorta samráð á milli Seðlabankans og stjórnvalda. Þá telur hann að það hafi verið mistök að leggja Þjóðhagsstofnun niður. „Það vantar góða ráðleggjandi stofnun til að starfa með stjórn- málamönnum og aðstoða þá við að ná utan um heildarmyndina. Þjóð- hagsstofnun gegndi því hlutverki.“ Þá segir Jónas margar ákvarð- anir ríkisstjórnarinnar hafa gert Seðlabankanum erfitt fyrir að ná markmiðum sínum. „Einstaka efnahagsákvarðanir hafa verið þvert gegn stefnu bankans og ákvarðanir í húsnæðismálum voru sennilega þær verstu sem hægt var að taka,“ segir Jónas og vísar til níutíu prósenta lána Íbúðalána- sjóðs. Hann telur að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á myntbandalag. Pétur er ósammála því. „Það þarf að breyta neyslumynstri þjóð- arinnar. Ef evran er tekin upp án þess, þá kaupum við okkur bara þrjá jeppa í stað tveggja, vegna lágra vaxta. Þá mundi atvinnuleysi aukast þar sem ekki er hægt að grípa til gengisfellinga, til dæmis í kjölfar óskynsamlegra kjarasamn- inga.“ Hann segir að einstaka ákvarð- anir ríkisstjórnarinnar um skatta- lækkanir megi gagnrýna. Þær hafi þó ekki haft jafnmikil áhrif og ótt- ast var og í raun skilað hærri skött- um. „Það voru sennilega líka mis- tök að leggja Íbúðalánasjóð ekki strax niður.“ kolbeinn@frettabladid.is Stóriðja leysir ekki efnahagsvandann Jónas Haralz hagfræðingur segir að stóriðja leysi ekki þann efnahagsvanda sem steðji að þjóðinni. Pétur Blöndal segist sammála því. Ósammála um að evran mundi leysa vandann. Jónas segir mistök að leggja Þjóðhagsstofnun niður. PÉTUR H. BLÖNDAL JÓNAS HARALZ ÁLVER ALCOA Á REYÐARFIRÐI Formaður efnahagsnefndar segir stóriðjuframkvæmdir í sjálfu sér ekki vera lausn á efnahagsvandanum. WASHINGTON, AP Forsetaframbjóð- andi demókrata, Barack Obama, skaut föstum skotum að John McCain, forsetaframbjóðanda rep- úblikana, og varaforsetaefni hans, Söru Palin, í ræðu sem hann hélt í Indiana-ríki á laugardag. Obama varaði við efnahagsstefnu þeirra McCains og Palin, sem hann telur ekki til þess fallna að koma banda- rískum efnahag til bjargar. Obama sagði enn fremur að almenningur ætti ekki trúa fullyrðingum McCains og Palin um að þau hygð- ust bylta spilltu stjórnkerfi Wash- ington-borgar með stjórnarháttum sínum. Obama minnti á að Rep- úblikanaflokkurinn hefði verið við völd í landinu síðastliðin átta ár með dyggri aðstoð McCains og því væri ekki líklegt að hann hygði á skipulagsbreytingar. Ummæli Obama komu í kjölfar þess að báðir forsetaframbjóðend- ur brugðust við fréttum af yfirtöku bandaríska seðlabankans á fjár- mögnunarsjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. McCain taldi mik- ilvægt að nýta tækifærið og endur- skipuleggja sjóðina, en Obama sagði að við yfirtökuna og eftirköst hennar yrði að gæta þess að setja hagsmuni skattgreiðenda og hús- næðiskaupenda í forgang. - vþ Barack Obama skaut föstum skotum að John McCain: Knýr ekki fram breytingar BARACK OBAMA Telur John McCain ekki líklegan til þess að breyta bandarísku samfélagi. MAROKKÓ, AP Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér fullyrðingu um að samskipti á milli bandarískra og íraskra stjórnvalda séu bæði opin og gagnsæ. Fullyrðingin kemur í kjölfar ásakana blaðamannsins og rithöfundarins Bob Woodward í garð bandarísku ríkisstjórnarinn- ar varðandi njósnir um Nouri al- Maliki, forsætisráðherra Íraks, og aðra háttsetta íraska embætt- ismenn. Ali al-Dabbagh, talsmað- ur írösku stjórnarinnar, sagði að ef njósnirnar væru staðreynd kæmu Bandaríkjamenn fram við Íraka eins og óvini. - vþ Condoleezza Rice um Írak: Opin og gagn- sæ samskipti CONDOLEEZZA RICE Utanríkisráðherrann fullyrðir að samskipti bandarískra og íraskra stjórnvalda séu opin og gagnsæ. VIRKJANIR Hugmyndir um virkjun við Bjalla, ofarlega í Tungnaá, hafa ekki komið á borð iðnaðar- ráðuneytisins. Þetta staðfestir Einar Karl Haraldsson, aðstoðar- maður Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðar- ráðherra. Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðarnefndar, segist fyrst hafa heyrt um Bjalla- virkjun í fjölmiðlum. „Þetta sýnir mikilvægi þess að hafa rammaáætlun í stað ein- stakra ákvarðana.“ Landsvirkjun lagði í síðustu viku til að Bjalla- virkjun yrði tekin inn í rammaá- ætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Hugmyndir um virkjunina eru 30 ára gamlar. - kóp Kannast ekki við Bjallavirkjun: Koma af fjöll- um um virkjun Auglýst eftir sáttasemjara Embætti ríkissáttasemjara er laust til umsóknar. Skipað er í embættið til fimm ára, frá 1. nóvember 2008. Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnu- rekenda og félaga þeirra hins vegar. Umsóknir skulu berast félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Hafnar- húsinu við Tryggvagötu, 150 Reykja- vík, eigi síðar en fyrsta október. STJÓRNSÝSLA Skjám stolið í Hafnarfirði Þrjú innbrot voru framin í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags. Ránsfengurinn var fjórir tölvuskjáir. Brotist var inn í eitt fyrirtæki á Hvaleyrarbraut. Einnig var brotist inn í Flensborgarskóla og Álftanesskóla. Ekki er búið að hand- taka neinn vegna málsins en það er í rannsókn. Datt niður af svölum Karlmaður datt niður af svölum í íbúðarhúsi á Egilsstöðum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki er talið að um mjög alvarlega áverka sé að ræða. Fóru of langt í fjöruna Draga þurfti fólksbifreið upp úr vatni við Hvalnes í gær. Bíllinn var frá bílaleigu og farþegarnir voru erlendir ferðamenn. Höfðu þeir reynt um of að seilast í fjörunni en flóðið var þeim ofviða. Kalla þurfti til björgun- arsveit. Farþegar sluppu ómeiddir en bifreiðin skemmdist lítillega. LÖGREGLUFRÉTTIR Forsetakosningar 2008 LÖGREGLUMÁL Ungi maðurinn sem fannst lífshættulega slasaður við gatnamót Höfðatúns, Laugavegar og Skúlagötu snemma á laugardagsmorgun er enn í lífshættu samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn er á þrítugsaldri og var hann höfuðkúpubrotinn og hafði hlotið miklar heilablæð- ingar. Hann gekkst undir tvær aðgerðir sama dag og hann fannst. Lögregla biður alla sem geta gefið upplýsingar um málið eða urðu varir við mannaferðir á svæðinu frá klukkan sex til hálf átta á laugardagsmorguninn að hafa samband í síma 444- 1100. - kdk Fannst lífshættulega slasaður: Enn í lífshættu KATRÍN JÚLÍUS- DÓTTIR GENGIÐ 05.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 164,798 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 87,99 88,41 154,77 155,53 125,09 125,79 16,777 16,875 15,641 15,733 13,193 13,271 0,8275 0,8323 136,04 136,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.