Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 6
6 8. september 2008 MÁNUDAGUR Allir velkomnir! Hver er stefna meirihlutans í borgarstjórn? Hádegisverðarfundur í Valhöll miðvikudaginn 10. september kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs. Fundarstjóri: Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður sveitarstjórnar- og skipulagsnefndar. Að fundinum stendur sveitarstjórnar- og skipulagsnefnd. Á að ganga að launakröfum ljósmæðra? Já 87,2% Nei 12,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú hlynnt(ur) fyrirhugaðri Bjallavirkjun? Segðu skoðun þína á visir.is VÍSINDI Stærsti hraðall heims, Large Hadron Collider, sem rann- saka á smæstu agnir heims, verð- ur gangsettur á miðvikudaginn skammt utan við Genf í Sviss. Til- gangurinn er að skapa sömu aðstæður og voru við Miklahvell. Efasemdar- menn segja að rannsóknirnar geti orsakað heimsenda. „Engin hætta er á heims- enda, það er tóm vitleysa,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur. „Þetta er merkileg til- raun sem á að gera með þessu tæki og mörg- um spurning- um verður vafalaust svar- að um gerð heimsins,“ segir Þor- steinn. Fyrstu öreindunum verður skot- ið í gagnstæðar áttir á ljóshraða á miðvikudaginn inn í hraðal. Mán- uði síðar munu öreindirnar sam- einast og úr verður árekstur. Með árekstrinum á að rannsaka öreind, svokallaða Higgis-eind, sem menn hafa aldrei séð en vitað er að hún hefur verið til. Eindin mun til dæmis útskýra af hverju hlutir hafa þyngd. „Megintilgangurinn með verk- efninu er að afla nýrra gagna um heiminn og hjálpa okkur að skilja hvað gerðist á fyrstu sekúndu- brotunum eftir Miklahvell,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og ritstjóri Vísinda- vefjarins. Við verkefnið starfa átta þús- und eðlisfræðingar frá áttatíu löndum. Kostar hraðallinn um 320 milljarða króna og er verkefnið undir stjórn Kjarneðlisvísinda- stofnun Evrópu, CERN. Hraðall- inn hefur verið í smíðum síðan árið 2003 en vísindamenn hafa beðið óþreyjufullir eftir þessu verkefni í tvo áratugi. Efasemdarmenn hafa talið að við áreksturinn muni myndast nokkur lítil svarthol sem muni smám saman eyða jörðinni. Af því tilefni kærðu efasemdarmennirn- ir verkefnið til bandarískra dóm- stóla og til Mannréttindadómstóls Evrópu til að fá lögbann á rann- sóknina. Kærunum var vísað frá. „Ef svarthol gæti myndast við þessa tilraun væru svarthol alltaf að myndast í heiminum,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson og bætir við að engir alvöru vísindamenn telji að svartholin muni myndast. vidirp@frettabladid.is Engin hætta á heimsendi við endursköpun Miklahvells Gangsetja á stærsta hraðal heims á miðvikudag. Tilgangurinn er að skapa sömu aðstæður og voru við Miklahvell. Efasemdarmenn segja þetta geta orsakað heimsendi. Íslenskir vísindamenn vísa því á bug. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON HRAÐALLINN Hann mun skjóta öreindum á ljóshraða í gegnum göngin sem sjást á myndinni. Við það munu skapast svipaðar aðstæður og við Miklahvell. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Göngum saman- hópurinn stóð í gær fyrir göngum til styrktar rannsóknum á brjósta- krabbameini. Göngurnar fóru fram á þremur stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og á Ísa- firði, og fór þátttaka fram úr björtustu vonum þrátt fyrir vindasamt og blautt veður sunn- an- og vestanlands. Talið er að rúmlega þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni um land allt. Kristín Svavarsdóttir situr í stjórn Göngum saman-hópsins og tók þátt í göngunni í Reykjavík. Hún segir góða þátttöku í göng- unni vera mikið ánægjuefni. „Okkur reiknast til að um 900 manns hafi gengið í Elliðaárdaln- um með okkur. Hér var góð stemning og fólk skemmti sér vel þrátt fyrir rigninguna.“ Göngum saman-hópurinn á rætur sínar að rekja til hóps íslenskra kvenna sem tóku þátt í Avon-göngunni í New York í fyrra til styrktar rannsóknum á brjósta- krabbameini. Þótti þeim hug- myndin góð og ákváðu að innleiða hana hér á landi. Kristín segir hópinn stefna að því að gera göng- una að árvissum viðburði. „Við vonumst til þess að ganga aftur að ári og fá á ný fjölda fólks í lið með okkur.“ - vþ Gengið til styrktar krabbameinsrannsóknum: Þúsund manns gengu saman GENGIÐ Í REYKJAVÍK Fjöldi fólks var samankominn í Elliðaárdal til að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini. MYND/KÁRI TRYGGVASON KEFLAVÍK Aldrei hafa fleiri gestir sótt hátíðarhöld í Reykjanesbæ í kringum ljósanótt. Talið er að gestir hafi verið um 35-40 þúsund þegar flugeldasýning fór fram á laugardagskvöldið. Hátíðarhöldin gengu sérstak- lega vel fyrir sig að mati lögreglu- manna sem voru við störf um helgina. Þrátt fyrir töluverðan eril á föstudags- og laugardags- kvöld komu engin alvarleg mál til kasta lögreglunnar. Umferð að lokinni hátíðardagskrá á laugar- dagskvöld gekk greiðlega fyrir sig um Reykjanesbæ og Reykja- nesbraut til höfuðborgarsvæðis- ins að sögn lögreglu. - vsp Ljósanótt fór vel fram: Aldrei fleiri ver- ið á ljósanótt LJÓSANÓTT Um 35-40 þúsund manns voru viðstaddir flugeldasýningu ljósa- nætur. Aldrei hafa fleiri verið á ljósanótt. MYND/VÍKURFRÉTTIR STJÓRNMÁL Karl Tómasson, oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ og forseti bæjarstjórnar, segir að umræðan í kringum lagningu Helgafellsvegar fyrir ofan Álafoss- kvos hafi algjörlega farið úr bönd- unum. Ákveðin múgæsing hafi skapast. „Álafosssamtökin fóru mikinn og áttu einkennilega greiðan aðgang að fjölmiðlum. Mér fannst til dæmis sérstakt þegar Mogginn birti heil- síðufrétt um að göngustígar í bænum yrðu malbikaðir en ekki stráðir kurli eða möl. Þá var ég persónulega tekinn fyrir. Mér þótti það afar einkenni- legt, sérstaklega í ljósi þess að umræddur vegur hefur verið á dag- skrá í 25 ár og ég eini fulltrúinn sem aldrei kaus um hann. Þar fyrir utan var framkvæmdin nauðsyn- leg,“ segir Karl. Karl las félögum sínum í Vinstri grænum pistilinn á flokksráðstefnu nýverið. Honum fannst hann ekki fá stuðning flokks síns. „Það er eins og menn hafi óttast umræðuna. Ég var meira að segja beðinn um að víkja sæti á lista til Alþingis, þótt ég væri eini oddviti flokksins í meirihluta. Til þess kom þó ekki sem betur fer.“ Karl talaði tæpitungulaust á fundinum og sagði ástæðulaust að fara á taugum þótt menn sæju Bryndísi Schram, Sigur Rós eða skurðgröfu. Umhverfismál væru einnig mannlegt samfélag, því mætti aldrei gleyma. Karl hlaut góðar undirtektir við ræðu sinni. „Ég er félögum mínum í flokknum mjög þakklátur fyrir viðtökurnar,“ segir hann. - kóp Oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ gagnrýninn á umræðuna: Mega ekki óttast skurðgröfur KARL TÓMASSON Forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar segir umræðu um lagn- ingu Helgafellsvegar kalla á múgæsingu. ARGENTÍNA Brjálaðir lestarferða- langar kveiktu í lest í reiði sinni vegna seinkunar á lestunum á háannatíma á þriðjudagsmorgun- inn í Buenos Aires í Argentínu. Gustavo Gago, talsmaður lestarfyrirtækisins TBA, sagðist skilja vel að fólk væri pirrað yfir því þegar lestunum seinkar, en það þýði þó ekki að þau geti kveikt í lestunum. Margir farþeganna sem tóku þátt í íkveikjunni á þriðjudaginn sögðu að þetta hefði kostað þá dagsvinnu. Lestarkerfi Argentínu þarf oft að líða fyrir miklar tafir og hafa oft brotist út slagsmál milli ferðalanga og starfsmanna. - vsp Lestarvandræði í Argentínu: Kveiktu í lest vegna seinkunar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.