Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 12
12 8. september 2008 MÁNUDAGUR Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Er þjónustustigið á Íslandi við frostmark? Ótrúlegt stapp út af gallaðri vöru Er þjónustustigið á Íslandi við frostmark? Lesandi sem kýs að kalla sig JR telur svo vera og spyr: „Fær maður hvergi góða þjónustu á Íslandi? Það er alveg sama við hvern maður talar, allir segja manni frá einhverju sem er alveg fáránlegt! Einn er að segja frá samtali vegna þess að bíllinn bilaði og hann fékk rangar upplýsingar um kostnað. Annar sagði mér frá því að hann keypti síma í Elko og var batteríið ónýtt í símanum. Það tók einn mánuð að fá þetta lagfært, en ekki fyrr en búið var að hafa samband á hverjum degi! Erla Magna Alexanders- dóttir hefur sögu að segja sem styður kenningar JR. Hún keypti GSM-síma á 32.000 kr. í verslun Símans í Smáralind. Sím- inn reyndist gallaður. Í stað þess að fá möglunarlaust nýjan síma, afsökunarbeiðni og blómvönd, eins og eðlilegt gæti talist, lenti hún í ótrúlegu stappi. „Síminn var fínn í tvo daga en þá byrjaði hann að senda út neyðarboð með blikk- andi ljósi,“ skrifar Erla. „Eina ráðið var að slökkva á símanum. Ég fór með hann í verslunina aftur, en nú í Ármúla þar sem það er styttra fyrir mig, og bað um nýjan síma – þetta væri gallað tæki. Það kom ekki til mála og síminn fór í við- gerð sem tók hálfan mánuð. Ég fékk loks boð um að sækja símann og bað stúlkuna í búðinni að kveikja á honum... og hvað haldiði: sama merki kom eftir sem áður! Ég sagðist ekki taka við honum svona aftur. Sím- inn fór á endanum þrisvar sinnum í viðgerð og kom alltaf eins til baka! Eftir stólparifrildi fékk ég loks annan og var beðin um að koma ekki aftur þarna í búðina í Smáralind. Engin hætta á því. Ég hefði átt að læra af þessu, en gerði það ekki. Fór enn og aftur í búðina í Ármúla og keypti heimilissíma með símsvara. Eftir það hringdi enginn en fólk fór að hringja í farsímann minn og spyrja hvort ég væri með faxtæki? Það heyrðist bara surg! Enn ein bensínfrek ferð var farin til Sím- ans í Ármúla til að fá nýjan heim- ilissíma. Ég ætla ekki að orðlengja það ferli – það var svipað því fyrra. Svo ég endaði í Elko og keypti heimilissíma hjá þeim. Sá var líka með símsvara sem virkaði ekki. Fór með hann til baka og spurði hvort ég fengi ekki bara annan? Bjóst við hinu versta en afgreiðslu- maður tók gripinn, skrifaði inn- leggsnótu og sagði mér að velja þann sem mér líkaði best við. Eftir útreiðina hjá Símanum gapti ég bara og langaði til að spyrja mann- inn hvort hann hefði nokkuð dottið á hausinn nýlega.“ FRÉTTAVIÐTAL: Thomas F. Hall THOMAS F. HALL Fyrrverandi yfirmaður herstöðvarinnar í Keflavík hafði gaman af að fylgjast með heræfingunni Norður-Víkingi í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Horfir ekki til fortíðar Thomas F. Hall, aðstoð- arvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Íslands nú í vikunni til að fylgjast með viðamiklum heræfingum á Keflavíkur- flugvelli. Honum er málið skylt, því fyrir tveimur árum var hann í forsvari fyrir Bandaríkjastjórn þegar samið var um brott- hvarf hersins frá Keflavík. Heræfingarnar, sem ganga undir heitinu Norður-Víkingur, eru nú árlegur viðburður. Síðastliðið haust kom Hall hingað einnig í sömu erindagjörðum. „Þetta hefur verið góð æfing og vel að henni staðið, þið megið vera stolt af því hvað hún hefur vaxið og hvað framkvæmdin hefur geng- ið vel,“ segir Hall og hafði gaman af að koma aftur til Keflavíkur, enda fyrrverandi yfirmaður her- stöðvarinnar þar. Ekki síst hafði hann gaman af að sjá hvernig her- stöðin hefur fengið nýtt líf og nýtt hlutverk. „Ég heimsótti skólastofur og leikskóla, börn og stúdenta sem búa í íbúðunum og spurði suma hvernig þeim líkar. Þeim líkar vel og ég ók út um allt með slökkvi- liðsstjóranum að skoða hlutina, bara fyrir sjálfan mig, og allt leit mjög vel út.“ Hall kom fyrst til Keflavíkur árið 1965, þá ungur maður í banda- ríska hernum. Keflavíkurvegur- inn var þá aðeins malarvegur, en nú eru akreinarnar að verða fjór- ar. Hann segir ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á Íslandi frá því hann kom hingað fyrst. „Í hvert skipti sem ég kem sé ég fleiri hús, meiri uppbyggingu, meiri útþenslu.“ Engin eftirsjá Hann vill þó hvorki játa né neita þegar hann er spurður hvort ein- hver eftirsjá sé að því fyrir Banda- ríkjamenn að hafa lokað herstöð- inni hér á landi, til dæmis í ljósi þess að Rússar hafa gerst heldur árásargjarnari upp á síðkastið. „Ég er nú þannig gerður að ég vil heldur horfa fram á veginn en til baka. Ég reyni alltaf að finna tækifæri þar sem aðrir sjá erfið- leika. Maður tekur þær ákvarðan- ir sem maður telur vera bestar, gerir þá samninga sem maður telur besta, og vonast til að sagan sýni að þeir reynist vel.“ Hins vegar segir hann öryggis- ástandið á Norður-Atlantshafi vissulega vera að breytast þessi misserin, og það af ýmsum ástæð- um. „Ein ástæðan er hlýnun jarðar og opnun Norðvesturleiðarinnar, siglingaleiðar norður fyrir Kan- ada þar sem skip komast nú í gegn að flytja vörur til Austurlanda fjær. Þetta breytir miklu. Það verða meiri skipaferðir og kröf- urnar aukast. Þessi heimshluti var alltaf mikilvægur og verður senni- lega enn mikilvægari.“ Þanþol Bandaríkjahers Innan bandaríska varnarmála- ráðuneytisins hefur Hall yfirum- sjón með varaliði og þjóðvarðliði bandaríska hersins. Mikið álag hefur verið á bandaríska hernum undanfarin ár vegna umfangsmik- ils stríðsrekstrar í Írak og Afgan- istan. Reglulega berast fréttir af því hve illa gangi að fá nægilega margt fólk til liðs við herinn til að standa undir öllum þessum verk- efnum. Thomas F. Hall segir þó reynslu sína engan veginn þá að nýliðun í hernum hafi gengið treglega. Þvert á móti hafi sjaldan gengið betur að fá ungt fólk í herinn en einmitt nú. „Sjálfur ber ég ábyrgð á 1,2 milljónum manna í þjóðvarðliðinu og varaliðinu. Þetta eru 46 prósent af öllum mannafla Bandaríkja- hers. Síðan 11. september 2001 höfum við kallað út til starfa 650 þúsund manns í þjóðvarðliði og varaliði. Í dag eru 110 þúsund manns virkir í herþjónustu. Þetta er stærsta herkvaðning þjóðvarð- liðsins og varaliðsins síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Og allt eru þetta sjálfboðaliðar. Staðreyndin er sú að okkur hefur haldist betur á fólki en nokkru sinni síðan 1991, og svo er fólk að ganga til liðs við okkur í meiri mæli en þekkst hefur,“ segir Hall. Það er svo allt önnur spurning, segir hann, hvort herinn verði nægilega vel mannaður til að standa undir stríðsrekstri fram- tíðarinnar. „Þeirri spurningu þarf næsti forseti að svara, og auðvitað hafa óvinir okkar þar atkvæðisrétt. Ég býst við að þetta fari allt eftir því hvernig heimurinn á eftir að þró- ast. Ég á ekki von á því að heimur- inn verði hættuminni.“ Ímynd Bandaríkjanna Hall hefur alla ævi lifað og hrærst innan hersins. Hann talar varlega þegar spurt er um mál sem heyra undir verkahring stjórnmála- manna, og forðast pólitískar yfir- lýsingar. Þegar hann er spurður um ímynd Bandaríkjanna út á við vill hann ekki taka undir það orðalag að hún hafi skaðast á síðustu árum. „Það er ekki mitt orðalag. Ég hef alltaf trúað á góðmennsku þjóðar minnar. Við erum ekki gallalaus, enginn er gallalaus hér á jörðu. Við gerum mistök, öll ríki gera það.“ Hins vegar telur hann fullvíst að við næsta forseti Bandaríkj- anna blasi það verkefni að huga að ímynd Bandaríkjanna út á við. „Hver sá sem Bandaríkjamenn kjósa til forseta fær tækifæri til að takast á við þetta verkefni, hvort það sé rétta ímyndin, hvort það sé sú ímynd sem við viljum hafa eða hvort við þurfum að breyta henni. Einmitt þess vegna eru þessar kosningar svo mikil- vægar.“ FRÉTTAVIÐTAL GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is THOMAS F. HALL Aðstoðarvarnarmálaráðherra Embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna er kannski ekki alveg jafn valdamikið eins og virðast kann af starfsheitinu. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sér til stuðnings einn vararáð- herra, sem er Gordon England, en auk þess hefur hann í starfsliði sínu sex undirráðherra og átta aðstoðarráð- herra auk annarra yfirmanna í ráðuneytinu. Thomas F. Hall er sem sagt einn af átta aðstoðarráðherrum í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, en yfir honum er einn hinna sex undirráðherra ráðuneytisins og þar fyrir ofan í valdaröðinni kemur svo varnarmálaráðherrann sjálfur. Yfirmaður varaliðs og þjóðvarðliðs Aðstoðarráðherrarnir átta hafa hver um sig sitt verkefna- svið í ráðuneytinu. Thomas F. Hall hefur í sex ár haft yfirumsjón með varaliði og þjóðvarðaliði Bandaríkjahers, en þetta er hinn borgaralegi hluti hersins. Liðsmenn varaliðs og þjóðvarðliðs eru ekki atvinnuhermenn, heldur almennir borgarar sem sinna ýmsum störfum úti í þjóðfélaginu, en hafa gefið kost á sér í herinn og eru kallaðir til starfa þegar þörf krefur. Fyrirkomulagið nú er þannig að þeir eru kallaðir í herinn í eitt ár í senn á fimm ára fresti, meðan þörfin er jafn brýn og verið hefur síðustu árin. Tengslin við Ísland Árið 1965 kom Thomas F. Hall til Keflavíkur í fyrstu ferð sinn út fyrir landsteina Bandaríkjanna. Hann var þá ungur maður í hernum og gegndi hér herþjónustu í nokkur ár, en kom aftur síðar, þá orðinn flotaforingi í bandaríska hernum, sem yfirmaður herstöðvarinnar í Keflavík árin 1989-92. Hann hefur einnig heimsótt landið reglulega, á hér vini og lítur á Ísland næstum því sem sitt annað heimili. Hann var aðalsamningafulltrúi Bandaríkjamanna fyrir tveimur árum þegar samið var við íslensk stjórnvöld um brotthvarf hersins frá Keflavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.