Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.09.2008, Blaðsíða 16
16 8. september 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Áhættuhegðun ungra ökumanna UMRÆÐAN Karl V. Matthíasson skrifar um umferðaröryggi Mannfólkið er misjafnt í útliti og gerð. Strax í bernsku okkar verður okkur það ljóst. Í umferðinni sjáum við þennan fjölbreytileika mannlífsins mjög vel. Segja má að þar hafi hver sinn stíl. Á hverjum degi má greina og sjá fólk sem brýtur umferðarlög og reglur. Mikill fjöldi umferðarslysa verður rakinn til umferðar- lagabrota og þá ekki síst ölvunar- eða vímuefnaaksturs sem og hraðaksturs. Öll viljum við komast heil heim úr umferðinni og því gerum við allt sem við getum til að koma í veg fyrir umferðarslys. Mörg okkar hafa lent í því að sjá einhverja sem við könnumst við lamast, bæklast eða jafnvel deyja af völdum umferðarslysa. Það er skelfilegt og djúp er sorgin sem ríður yfir þegar fólk fellur frá í umferðarslysum. Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þau slys og óhöpp sem verða í umferð- inni? Hvers kyns öryggisbúnaður bifreiða hefur auðvitað mikið að segja. En það sem mestu skiptir er góðir ökumenn. Þeir sem eru í umferðinni eru í raun og veru umferðin og umferðin verður aldrei betri en þeir sem skapa hana. Vegagerðin hefur einnig þá stefnu að leggja örugga vegi. Hið opinbera leggur miklar fjárhæðir til umferðarörygg- ismála. Umferðarráð, ásamt mörgum öðrum aðilum, gegnir hér mikilvægu hlutverki. Umferðarráð og slysavarnaráð standa saman að morgunverðarfundi hinn 9. september og hefst hann kl. 8. Að þessu sinni verður sjónum okkar beint að áhættuhegðun ungra ökumanna. Fyrirlesarar eru þau Divera Twisk og Willem Vlakveld sem víða eru þekkt fyrir þekkingu sína á þessu sviði. Einnig mun Holger Torp, verkefnastjóri ökunáms, koma með innlegg á fundinum, sem er öllum opinn. Skrá þarf þátttöku á vef Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod. is/skraning og þátttökugjald er 2.000 kr. Látum okkur umferðarmálin varða því umferðin er mjög ríkur þáttur í lífi okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður Umferðarráðs. KARL V. MATTHÍASSON – með þér alla leið VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR V ö ru m er ki S h el l e ru n o tu ð m eð le yf i S h el l B ra n d s In te rn at io n al A G R eykjavíkurborg ákvað nýlega að setja á fót nefnd til að undirbúa siðareglur borgarfulltrúa, og er það vel. Hugmyndin um sérstakar siðareglur fyrir stjórnmála- menn er hvorki ný af nálinni né séríslensk. Fjölmarg- ar starfsstéttir hér á landi hafa sínar eigin siðareglur, svo sem læknar, lögfræðingar og kennarar, og eru siðareglur hverrar stéttar fyrir sig sértækar, eða útbúnar þannig að þær fjalli um starfsumhverfi stéttarinnar. Því er ekki hægt að taka siðareglur einnar stéttar og flytja umorðalaust yfir á starfshætti annarrar. Í umræðu um sérstakar siðareglur borgarfulltrúa hefur þeirri skoðun verið fleygt að stjórnmálamenn þurfi ekki sérstakar siðareglur til að fylgja, heldur eigi þeir að geta fylgt almennu siðgæði og lögum. Ef það sé gert eigi stjórnmálamenn að vera á grænni grein. Slík röksemdafærsla er á villigötum. Umræða um siðareglur fyrir stjórnmálamenn kemur upp í kjölfar umdeildra ákvarðana stjórnmálamanna; það sem kalla má löglegt en siðlaust, eins og Vilmundur Gylfason orðaði það svo snyrtilega. Það er ekkert ólöglegt við það að stjórnmála- menn þiggi laxveiðiferðir að gjöf frá hagsmunaaðilum, eða aðrar gjafir. Það er heldur ekki ólöglegt fyrir stjórnmálamenn að fjárfesta í fyrirtækjum, vitandi það að mögulega geti til hags- munaárekstra komið fyrir stjórnmálamenn. Reglulega koma upp álitaefni í stjórnmálum, þar sem löglega er að öllu staðið, en miklar efasemdir eru uppi um ákvörðun- ina. Þessar efasemdir koma helst upp þegar augljóst virðist að ákvörðun stjórnmálamanna snúi að eiginhagsmunum, hagsmun- um félaga í sama stjórnmálaflokki eða sameiginlegum hags- munum stjórnmálamanna sem hóps. Stjórnmál eiga að snúast um hagsmuni heildarinnar, sameiginlega hagsmuni okkar allra að búa í góðu samfélagi. Því verða slík álitaefni mikil hitamál, ólíkt því sem stundum gerist þegar stjórnmálamenn taka bara slæmar ákvarðanir, án þess að sérhagsmunir spili þar inn í. Siðareglur stjórnmálamanna ættu að geta brúað það bil sem er á milli þess sem er löglegt og þess sem er viðunandi. Í full- komnum heimi væri mögulegt að segja að stjórnmálamenn ættu að finna þá línu sjálfir, en það gera þeir ekki alltaf. Það er ekkert vont við það að hafa reglur til leiðbeiningar, og ekki niðrandi fyrir stjórnmálamenn, frekar en aðrar starfsstéttir sem hafa sett sér slíkar reglur. Siðareglur lækna eru með þeim elstu í heiminum og treyst er á að læknar fylgi reglum sinnar stéttar. Að læknar hafi siðareglur og fylgi þeim er frekar til þess vald- andi að traust okkar á stéttinni aukist en að það minnki. Það er ekki nóg að stjórnmálamenn í borgarstjórn komi sér saman um siðareglur. Þar sem stjórnmálamenn eru valdamestir er mesta þörfin á siðareglum, það er á Alþingi. Slíkar siðareglur eru í vinnslu, en þegar þær líta dagsins ljós ættu þær að vera almennur leiðbeinandi rammi. Ef einstaka stjórnmálaflokkar vilja hafa sínar siðareglur ítarlegri er þeim frjálst að taka upp sínar eigin siðareglur. Réttur háttur stjórnmálamanna: Siðareglur á Alþingi SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Með puttann á púlsinum Eins og sjá má hér í blaðinu koma bæði iðnaðarráðherra og formaður iðnaðarnefndar af fjöllum þegar rætt er um Bjallavirkjun. Líkt er á farið með mörgum og án efa hafa margir gúglað Bjöllum til að átta sig á þess- um nýjustu virkjanahugmyndum. Við slíka leit má sjá að ein er sú stofnun sem talið hefur nauðsyn- legt að skýra út örnefnið Bjalla fyrr í sumar, en það er Árnastofnun. Bjalli er nefnilega örnefni apríl- mánaðar á vef stofnunarinnar. Hvort það var með fyrirhugaða virkjun í huga eða ekki skal ósagt látið, þá væru menn svo sannarlega með puttann á púlsinum hjá stofnuninni. Og um að svo sé efast enginn. Bjallabrellur Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðara um helgina þar sem hann fullyrti að hugmyndir um virkjun við Bjalla væru blöff. Ætlun Landsvirkjunar væri að þrýsta á um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Í því ljósi er athyglisvert að næsta örnefni hjá Árnastofnun á eftir Bjöll- um er einmitt Brellur. Gildir líka um þingmenn? Ágúst Ólafur Ágústsson er einn þeirra sem hrifust af frammistöðu Jónasar Haralz í Silfri Egils í gær. Á heimasíðu sinni lýsir Ágúst sig sammála all- flestu sem Jónas sagði í þættinum. Honum verður einnig tíðrætt um aldur fjölmiðlafólks og viðmælenda þeirra. Ágústi finnst eldra fólk bera skarðan hlut frá borði í fjölmiðlum og þar ætti það að fá meira pláss, því „[a]uðvitað er heilmikill fengur og viska á meðal þeirra sem eldri eru og það er synd að það fær ekki oftar að njóta sín“. Hvort varaformanni Samfylkingarinnar þyki það sama gilda um Alþingi skal ósagt látið, en sjálfur tók hann sæti þar 27 ára gamall fyrir fimm árum. kolbeinn@frettabladid.is Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, gæti gert nánast hvern sem er að femínista. Haft var eftir honum í Morgunblaðinu á laugardaginn var að ekki ætti að fara eingöngu eftir menntun þegar komi að röðun stétta í launaflokka, heldur eigi „miklu frekar að taka mið af eðli starfa“. Það er nefnilega það. Skyldi Gunnar Björnsson þá hafa nokkurn tímann hugleitt „eðli“ ljósmóðurstarfsins? Fróðlegt væri að heyra hugmyndir hans um þau störf á vegum ríkisins sem meiri ábyrgð fylgir eða njóta meiri virðingar meðal almennings. Ætli hann geti nefnt mörg störf þar sem fengist er við meiri verð- mæti? Ekki verður annað ráðið af orðum Gunnars en að hann telji ljósmóðurstarfið léttvægt í „eðli“ sínu – að minnsta kosti léttvægara en ýmis önnur störf á vegum ríkisins þar sem krafist er ámóta langrar sérfræðimenntunar en eru miklu betur launuð. Og þegar þetta „eðli“ er hugleitt er aðeins eitt sem skilur það frá hinum störfunum: það er kvenlegt. Og úrlausnarefnið sem er svo lítilsiglt að mati formanns samninganefnd- ar ríkisins: að aðstoða við að koma barni í heiminn. Ef kröfugerð ljósmæðra miðaðist við eðli starfsins – sjálfa verðmætasköpunina – gætu þær heimtað svona 60 milljónir á mánuði. Í grunnlaun. Ættu kannski að skipta um heiti? Samanburður á því hvort eitt starf sé öðru merkilega er að vísu alltaf ósköp bjálfalegur því að flest störf hafa eitthvað sér til ágætis nokkuð – kannski síst þau þar sem menn eru með 60 milljónir á mánuði. En getur það verið að t.a.m. nýút- skrifaður verkfræðingur sé þjóðinni helmingi dýrmætari en ljósmóðir, eins og ætla mætti af laununum? Ætli flestir séu ekki á því að þessu sé akkúrat öfugt farið, með fullri virðingu fyrir verkfræðingum og útreikningum þeirra. Þetta er ósköp einföld deila. Ljósmæður eiga að baki fjögurra ára hefðbundið grunnnám í hjúkrunarfræði og síðan leggja þær stund á tveggja ára sérnám. Þetta eru því sérhæfðir hjúkrun- arfræðingar, rétt eins og læknar stunda sérfræðinám í hinum og þessum krankleika og líkamspört- um til að afla sér meiri þekkingar – og hærri launa – sem þeir og fá. Ættu þær kannski að skipta um nafn? Orðið „ljósmóðir“ var að vísu kosið fegursta orð tungunnar hjá Önnu Ólafsdóttur Björnsson en það er kannski of kvenlegt, mjúkt og fagurt? Þarf samninga- nefnd ríkisins kannski eitthvað ferkantað og harðneskjulegt svo að þeir átti sig á mikilvægi starfsins? Þær ættu kannski að kalla sig fæðingar-hjúkrunarfræð- inga – það er karlkyns orð sem myndi strax kveikja skilnings- glampa hjá samninganefnd ríkisins; orðið „hjúkrun“ er samt kannski aðeins of ljúft: hvernig væri orðið fæðingartæknir? Í umboði hverra? Það er vissulega að einhverju leyti í „eðli starfs“ Gunnars Björnsson- ar að gæta hagsmuna ríkissjóðs gagnvart launafólki og þar með að þumbast við þegar það vill launahækkanir. En maður skyldi ætla að hluti af starfinu væri líka að hugsa um verðmætamat – og að launastefna ríkisins endurspegli það að einhverju leyti almennar hugmyndir um réttlæti og ranglæti. Já, nánast almennt velsæmi. Því að sé ríkissjóður að sligast undan launakostnaði, sem vel kann að vera, þá er þar áreiðanlega ekki við umönnunarstéttir að sakast heldur endurspeglar það væntan- lega hið fáránlega launaskrið sem hér hefur orðið síðustu árin hjá forréttindafólkinu – líka í stjórn- sýslunni, þar sem menn hafa um of miðað sig við absúrd kjör bankastjóra og annarra lukkuridd- ara á fjármálamarkaðnum sem nú er að koma á daginn að kunna að hafa sett alla þjóðina á hausinn með fúski og óábyrgu framferði. Eðlileg viðbrögð við slæmu árferði væru því ef til vill að lækka almennt launin meðal allra þeirra ríkisforstjóra sem hafa yfir milljón á mánuði. Það yrðu góð skilaboð til almennings og þótt þeir færu í verkföll tæki líka enginn eftir því … Maður skyldi ætla að samninga- nefnd ríkisins eigi að endurspegla í störfum sínum vilja og stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem með völdin fer hverju sinni og þess þingmeirihluta sem að baki henni er. Að vísu hefur furðu lítið heyrst í ráðherrum um þetta mál en það er engu síður yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að leiðrétta kjör kvennastétta. Hér er tækifærið til þess. Málflutningur þingmanna allra flokka er mjög á eina lund og hlýtur þar til dæmis að skipta máli ræða Ástu Möller, talsmanns Sjálfstæðisflokks í heilbrigðismál- um, sem tók eindregið undir kröfur ljósmæðra. Því verður ekki trúað að Ingibjörg Sólrún og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar leyfi þessari deilu að þróast út í frekari verkföll. Slíkt verkfall myndi vitna um vont þjóðfélag – villimannaþjóðfé- lag þar sem öllum verðmætum hefur verið snúið á hvolf. Eðli starfa GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Ljósmóðurdeilan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.