Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50009. september 2008 — 245. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÓMAR ÁGÚSTSSON Breyttist til hins betra eftir tvö ár í bootcamp • heilsa • nám • matur Í MIÐJU BLAÐSINS FLUTNINGAR Hverju skal halda og henda í flutningum Sérblað um flutninga FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Ómar ómar er að setja á fót fyrirtæki sem mun standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum. Hann hefur stundað bootcamp í tvö á Stef i á TRÖNUBER eru nýjung í matargerð hérlend-is. Þau eru talin vinna gegn þvagfærasjúkdómum. Ástæðan er talin vera sú að í berjunum er efni sem kallast proanthocyanid sem kemur í veg fyrir að bakt- eríurnar geti fest sig við þvagblöðruvegginn. Nánari upplýsingar á www.heilsuhusid.is. Fagnar aukinni samkeppni Hermanni Hreiðars- syni finnst frá- bært að leika fyrir Harry Redknapp. ÍÞRÓTTIR 26 FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að leikmenn íslenska landsliðsins þurfi að hafa trú á eigin getu sem og liðsins til að ná árangri. „Við erum með fullt af fram- bærilegum leikmönnum í liðinu og við verðum að standa fast í fæturna og ætla okkur hlutina,“ segir Guðjón sem var ánægður með Noregsleikinn og þá helst vinnuframlag leikmanna. Hann segir liðið þó geta gert enn betur. - hbg / sjá síðu 26 Guðjón um landsliðið: Þurfum að hafa trúna flutningar Flytja á öllum tím-um sólarhringsinsNý sendibílastöð með nýja þjónustu BLS. 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 Flutningar Á þínum vegum.. . Stöð 2 fyrirmyndin Nýtt útlit sjónvarpsstöðvarinnar Sky þykir sláandi líkt útliti Stöðvar 2 FÓLK 30 Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 GEBERIT Innbyggður kassi og upphengt salerni Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 Fær andlitslyftingu Sveinsbakarí fagnar 100 ára afmæli á árinu. TÍMAMÓT 18 Nýtt lag í spilun Áður óútgefið lag með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Tölum saman, fer í spilun á öldum ljósvakans. FÓLK 30 ÞRIÐJUDAGUR SKIPULAGSMÁL Hafist var handa í gær við niðurrif einbýlishússins í Lálandi 3 í Fossvogi. Umrætt hús var selt fyrir um 70 milljónir króna í maí í fyrra. Í fyrstu stóð til af hálfu nýrra eig- enda að endurnýja húsið en svo miklar skemmdir munu þó hafa komið í ljós við undirbúning þess verks að á endanum var ákveðið að byggja nýtt hús. Í staðinn rís nú hús sem er 100 fermetrum stærra en hið 230 fermetra stóra hús sem nú víkur Eigendur Lálands 3 eru hjónin Margrét Gunn- arsdóttir og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sem sinnir þjónustu vegna MasterCard, Maestro og American Express greiðslukorta. - gar Kreppan virðist ekki skollin á af fullum þunga í Fossvogsdalnum: Forstjóri rífur nýkeypt hús LÁLAND 2 Einbýlishús byggt 1975 hverfur af yfirborði jarðar og víkur fyrir nýju húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL „Það hefur ekki verið ákveðið hversu margir virkjana- kostirnir verða endanlega, en mér finnst ólíklegt að fleiri bætist við. Ég held að það sé í rauninni búið að kemba öll svæði þar sem virkj- un er möguleg,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem er formað- ur verkefnisstjórnar annars áfanga rammaáætlunar um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma. Í skýrslu um fyrsta áfanga rammaáætlunarinnar er gert ráð fyrir 21 hugsanlegum vatnsafls- virkjunarkosti, þótt einungis hafi tekist að fjalla um nítján þeirra í lokaáfanga hennar. Sá þekktasti af þessum möguleikum, Kára- hnjúkavirkjun, hefur nú þegar litið dagsins ljós. Vinnu við annan áfanga ramma- áætlunar á að ljúka á næsta ári, en þar verður að mestu fjallað um jarðvarmasvæði. Birt hefur verið svokölluð fram- vinduskýrsla um annan áfangann og þar eru tilgreind nítján jarð- varmasvæði, sem meta skuli. Framvinduskýrslan er frá maí 2007 og er þar ennfremur rætt um tólf vatnsaflsvirkjunarkosti sem ekki komust inn í fyrsta áfanga rammaáætlunar. Meðal þeirra er Bjallavirkjun í Tungnaá og Hvítá. Áfanga- og framvinduskýrsl- urnar eru víðtækar og skoða kosti sem ætla mætti að yrðu umdeild- ir, svo sem þegar mælst er til að jarðvarmasvæði við Geysi verði metið. „Skýrslurnar var búið að vinna þegar núverandi verkefnastjórn kom til. Sú skoðun var uppi að meta ætti alla hugsanlega mögu- leika til þess að geta raðað þeim eftir fýsileika, með samanburði,“ segir Svanfríður Jónasdóttir. Hún tekur fram að annar áfang- inn sé með öðrum blæ en sá fyrri, því nú sé einnig fjallað um vernd- un náttúrusvæða. Sex möguleg jarðvarmasvæði í framvinduskýrslunni voru sett til hliðar sérstaklega í stjórnarsátt- mála núverandi ríkisstjórnar. Nýting þeirra er ekki útilokuð í sáttmálanum, en svæðin eru „und- anskilin nýtingu og jarðraski“ þar til endanleg rammaáætlun lítur dagsins ljós. - kóþ Rammaáætlun með um 50 virkjanakosti Í birtum skýrslum um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir ríflega 50 virkjanakostum á Íslandi. „Ólíklegt að fleiri bætist við,“ segir formaður verk- efnisstjórnar. Nokkur svæðanna hafa verið sett til hliðar í stjórnarsáttmála. LÆGIR Í DAG Í fyrstu verður stíf suðaustan átt sunnan og vestan til en lægir eftir hádegi. Hægari annars staðar. Víða rigning eða skúrir en þurrt Norðanlands. Hiti 10-16 stig. VEÐUR 4 12 13 13 12 13 VIÐSKIPTI Fjallað er um íslensku bankana í nýjasta hefti fagritsins Acquisitions Monthly. Í greininni er staðhæft að íslenska banka- kerfið virðist hafa staðið af sér þær þrengingar sem hafa gengið yfir fjármálaheiminn og sagt að útlit sé fyrir að „íslenska ævintýr- ið“ muni enda vel. Greinarhöfund- ur er mjög bjartsýnn á útlitið hjá íslensku bönkunum, sem hann telur hafa mjög sterka eiginfjár- stöðu. - msh/ sjá síðu 12 Umfjöllun um bankana: Ísland stóð af sér storminn VIÐSKIPTI Gengi íslensku krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og endaði gengisvísitalan í rúmum 166 stigum. Bandaríkjadalur hefur styrkst verulega síðustu daga gagnvart helstu gjaldmiðlum og kostar nú rúmar 89,3 krónur. Hann hefur ekki verið dýrari síðan á þjóðhátíðardaginn fyrir rúmum sex árum en þá var hann að koma niður úr methæðum gagn- vart krónu. Bandaríkjadalur hefur styrkst um 41 prósent frá áramót- um og evra um 36 prósent, en krónan hefur fallið um 37,6 prósent á sama tíma. - jab Krónan niður um prósent: Dollarinn ekki dýrari í sex ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.