Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 2
2 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Katrín, hringir þessi virkjun engum bjöllum? „Hún gerði það ekki, en er farin að hringla í hausnum á mér núna.“ Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðar- nefndar, segist ekki kannast við hug- myndir um Bjallavirkjun, sem Landsvirkj- un setti fram í síðustu viku. Samningafundur í dag Samninganefnd ljósmæðra á fund með samninganefnd ríkisins í hús- næði ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að ljós- mæður reyni áfram að ná samkomu- lagi. Tveggja daga verkfall hefur verið boðað á miðnætti á miðvikudags- kvöld. VINNUMARKAÐUR Er barn á heimilinu? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Börn eru oft viðkvæmari fyrir hinni síauknu streitu í þjóðfélaginu en hinir fullorðnu. Ónæmiskerfi nútímabarna verður líka fyrir miklu áreiti, þau fara víðar og umgangast fleiri en börn fyrri tíma. Veittu barninu þínu liðsstyrk með LGG+. Það er bragðgott og stuðlar að vellíðan. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók síðdegis í gær karlmann sem er grunaður um að hafa farið í heimildarleysi inn í hús við Grettisgötu aðfara- nótt laugardagsins. Kona var heima ásamt sex ára stúlkubarni þegar maðurinn braust inn í húsið. Konan var í fasta svefni en vaknaði við að ein- hver var á ferli í íbúðinni. Hún fór á stjá og mætti þá ókunnugum manni. Hann lagði á flótta þegar hann sá hana. Lögreglan hóf þegar í stað leit að manninum og fannst hann sem fyrr segir síðdegis í gær. Maður- inn var yfirheyrður að handtöku lokinni. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins fer kynferðisbrotadeild lögreglunnar með málið. Hinn grunaði hefur komið við sögu lög- reglu áður vegna kynferðisbrota og rannsókn málsins snýst meðal annars um hvort hann hafi haft afskipti af litlu stúlkunni. Lögregla tekur ákvörðun fyrir hádegi í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum. - jss/aþ Karlmaður handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær: Grunaður um að hafa áreitt barn LÖGREGLUMÁL Sautján mál komu til kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu í ágúst- mánuði. Kynferðisbrotamálum á borði lög- reglu höfuðborgarsvæðisins og á Selfossi hefur fjölgað verulega á síðustu vikum og mánuðum. Í febrúar voru þau enn fleiri, eða nítján talsins. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi verður að leggja önnur brotamál til hliðar vegna fjölda kynferðisbrotamála, sem hafa forgang hvað rannsóknir varðar. „Þau mál sem koma inn til okkar eru í öllum brotaflokkum,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. „Mér sýnist kynferðisbrotamálum fjölga milli ára. Það sem vekur athygli er að brotum gegn börn- um, sem tilkynnt eru af barna- verndarnefndum, virðist vera að fjölga. Skýringin getur falist í því að barnaverndarstarfsmenn eru mjög meðvitaðir um þennan mögu- leika.“ Björgvin útskýrir að barna- verndarmál af þessum toga fari í forskoðun og séu síðan send til lögreglu til rannsóknar þyki ástæða til. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Sel- fossi, tekur í sama streng og Björgvin hvað varðar fjölgun mála. „Það má segja að sprenging hafi orðið í fjölda þessara mála hjá okkur,“ segir hann. „Mér sýnist að komin séu fjörutíu og eitt mál til okkar það sem af er árinu.“ Þorgrímur Óli segir að sú fjölg- un sem varð á kynferðisbrotamál- um á síðasta ári hafi verið rakin til Byrgismálsins. Þá hafi samtals tæplega fimmtíu mál borist lög- reglu. „En núna höfum við fengið að jafnaði rúmlega eitt mál á viku, þannig að það virðist verða aukn- ing frá því í fyrra og mikil aukn- ing frá árinu áður þegar við vorum með um sextán mál.“ Þorgrímur Óli segir aukninguna einkum vera í barnaverndarmál- um sem varði kynferðisbrot. Þá séu barnaklámsmál til rannsóknar hjá lögreglu. Þar á meðal sé mál sem upp hafi komið nýverið þegar fangaverðir á Litla-Hrauni gerðu leit í klefum fanga og fundu barna- klám í tölvum. „Við erum fjögur í rannsóknar- deild og erum bara ekki að ná að klára þann pakka brotamála sem berst til okkar. Við leggjum áherslu á kynferðisbrotamál og líkamsárásarmál en önnur brota- mál, svo sem þjófnaðarmál, standa þá út af borðinu.“ jss@frettabladid.is BÖRN AÐ LEIK Kynferðisbrotamálum á borði lögreglu hefur fjölgað verulega á síðustu vikum á höfuðborgarsvæðinu og í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Þá hefur málum þar sem brotið er gegn börnum fjölgað. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Sprenging í fjölda- kynferðisbrotamála Kynferðisbrotamálum á borði lögreglu fer sífjölgandi milli ára. Einkum hefur orðið aukning í kynferðisbrotamálum gegn börnum. „Sprenging,“ segir lögregl- an á Selfossi. Þar þarf að ýta öðrum brotamálum til hliðar vegna álags. ALÞINGI Frumvarp um nálgunar- bann verður að líkindum afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis í dag. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til að svo gæti orðið en vildi fátt annað um málið segja. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að innan nefndar- innar sé að nást samhljómur um að ákvörðun um nálgunarbann verði færð frá dómstólum til ákærenda og/eða lögreglu. Einnig að einhugur ríki um víkkun á skilyrðum þess að nálgunarbanni sé beitt. - bþs Frumvarp um nálgunarbann: Líklega afgreitt úr nefnd í dag BÖRN Íslensk börn á aldrinum átta til ellefu ára geta nú eldað rétti frá ýmsum heimshlutum á matreiðslu- námskeiði undir áhrifum frá Disney- myndinni Ratatouille. Líkt og rottan Remy, hetja teiknimyndar- innar, gefst börnunum kostur á að sýna að margur er knár þótt hann sé smár. „Við verðum með asískt þema, mexíkóskt, íslenskt og fleira, förum yfir næringarefnin og hvað við getum borðað til að bæta húð eða hár svo eitthvað sé nefnt. Þá fjöllum við um hættur eins og krossmengun, hnífa, heitt vatn og olíu,“ segir Natalia Vico, eig- andi fyrirtækisins Stjörnu- stelpna, sem heldur námskeiðið. - ve / sjá Allt í miðju blaðsins Námskeið fyrir litla kokka: Fræg rotta höfð að fyrirmynd NATALIA VICO RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands, segir Rússa hafa fallist á að friðareftirlits- menn á vegum Evrópusambands- ins komi í staðinn fyrir rússneska hermenn, sem Rússar segja hafa sinnt friðargæslu í Georgíu. Medvedev lýsti þessu yfir eftir að hafa rætt í fjórar klukkustund- ir við Nicolas Sarkozy Frakklands- forseta, sem hélt til Moskvu í gær til að reyna að bjarga friðarsam- komulagi, sem Rússar og Georgíu- menn undirrituðu í síðasta mánuði. - gb Sarkozy hitti Medvedev: Rússar fallast á evrópskt eftirlit SARKOZY OG MEDVEDEV Forsetar í hrókasamræðum í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Stór hluti af úthlutuðum kvóta vegna línuíviln- unar í þorski og steinbít var ónýttur á síðasta fiskveiðiári. Alls var 1.671 tonn af þorskkvótanum sem féll niður og 454 tonn af steinbít. Þetta nemur 1,28 prósentum af þorskkvótanum og 3,63 prósentum af kvóta í steinbít. Þetta kemur fram í greinargerð Björns Jónssonar, sérfræðings hjá LÍÚ, og er birt á heimasíðu samtakanna. Aflamark fyrir fiskveiðiárið 2007/2008 var skert um 3.375 tonn af þorski og 894 tonn af steinbít vegna línuívilnun- ar. Á fiskveiðiárinu 2006/2007 féllu niður alls 920 tonn af þorski og 344 tonn af steinbít. - shá Línuívilnun ónýtt: Rúmlega 2.000 tonn ekki veidd INNFLYTJENDAMÁL Útlendingastofn- un beitir þeim heimildum, sem hún hefur til að vísa erlendum brotamönnum úr landi, af fullum þunga, segir Haukur Guðmunds- son, starfandi forstjóri stofnunar- innar aðspurður um gagnrýni Snorra Magnússonar, formanns Landsambands lögreglumanna. Snorri sagði í Fréttablaðinu í gær að hann vildi að erlendum brota- mönnum yrði vísað úr landi og undraðist að Útlendingastofnun hefði ekki vísað fimm litháískum mönnum, sem réðust á lögreglu- menn í janúar síðastliðnum, af landi brott. Einn þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm. Aðspurður af hverju þeim var ekki vísað úr landi segist Haukur ekki vilja tjá sig um einstök mál. „En almennt þegar um er að ræða brottvísun á grundvelli refsi- verðrar háttsemi,“ segir Haukur, „þá er sérstakt ákvæði um það að brottvísun EES borgara megi ekki verða með sjálfvirkum hætti held- ur verður að liggja fyrir mat um það að af manninum stafi einhver hætta. Þannig að þetta er mjög þröng og takmörkuð heimild en við beitum henni hins vegar af fullum þunga.“ Hann segir að oft sé beðið með brottvísun uns dómur hefur feng- ist í máli viðkomandi. „Við viljum eðlilega að erlendir brotamenn fái sinn dóm en sleppi ekki með brot sín með því að vera vísað úr landi.“ Eins segir hann að taka verði tillit til fjölskylduaðstæðna í brottvís- unarmálum. - jse Forstjóri Útlendingastofnunar um heimildir til brottvísunar erlendra brotamanna: Engin linkind en heimildin þröng HAUKUR GUÐ- MUNDSSON Segir oft beðið með brottvísun uns dómur hefur fengist í máli viðkom- andi. LÖGREGLAN Rannsakar grun um áreitni. UM BROTTVÍSUN Í ÚTLENDINGALÖGUM Heimilt er að vísa útlendingi frá landi við komu til landsins eða allt að sjö sólarhringum frá komu ef: ■ hann hefur verið dæmdur hér á landi til refsingar eða til að sæta öryggisráðstöfunum fyrir háttsemi sem getur varðað fangelsi lengur en þrjá mánuði eða oftar en einu sinni verið dæmdur á síðustu þremur árum til fangelsisrefsingar ■ það er nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna. Lík fannst í Kaplagjótu Lík af miðaldra karlmanni fannst um miðjan dag í gær í Kaplagjótu í Vest- mannaeyjum. Dánarorsök mannsins er enn óviss en lögregla telur að ekki hafi verið um saknæmt atvik að ræða. VESTMANNAEYJAR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.