Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 4
4 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is ALÞINGI Ekki er gert ráð fyrir því að þingmenn greini frá skuldum sínum í drögum að reglum um skráningu eigna þeirra, segja heimildir blaðsins. Þó er að heyra á viðmælendum úr stjórnarand- stöðu að þeim þyki eðlilegast að greint sé frá þessu. Ekki mun heldur vera gert ráð fyrir því að þingmenn greini frá hagsmunatengslum, svo sem störfum í stjórnum fyrirtækja og þess hátt- ar. „Þetta finnst mér rangt. Það er grundvallarat- riði að þingmenn greini frá öllum hagsmuna- tengslum, svo sem störfum fyrir fyrirtæki,“ segir varaformaður þingflokks frjálslyndra, Jón Magnússon. Upplýsingaskyldan eigi að vera „sem víðtækust“. „Og þá erum við að tala um allt sem getur haft áhrif við ákvarðanatöku,“ segir Jón. Ekkert sé því athugavert við að hafa skuldirnar með. Varaformaður þingflokks framsóknarmanna, Magnús Stefánsson, minnir á að mikil hagsmuna- tengsl geti verið milli skuldara og lánara. Þetta komi því vel til álita. Um störf í fyrirtækjum, segir Magnús: „Þau tengsl eru ekki síður mikil- væg en það hvort ég eigi hlut í fyrirtæki.“ Nauðsynlegt sé að skilgreina vandlega mark- mið reglnanna, enda álitamál hversu langt skuli ganga. Ákveða þurfi hvað sé átt við með hags- munatengslum, til dæmis hvort þau nái til maka. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, segist vilja hafa allt á borðinu. „Ég trúi á eitt tæki í tilverunni sem heitir heil- brigð skynsemi og við hljótum að skoða þessa hluti út frá þeim markmiðum sem svona laga- setning hefur. Eru tengsl milli þeirra sem véla með almannahag og hinna, sem eru aðnjótendur? Vinstri græn munu ekki standa í vegi fyrir nokk- urri opnun í því samhengi.“ Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarflokk- anna við gerð fréttarinnar og varaformaður þing- flokks Samfylkingar, Steinunn Valdís Óskars- dóttir, vildi ekki ræða reglurnar í þaula. Hún telur þó að skuldir eigi að telja fram. klemens@frettabladid.is Skuldir þingmanna komi ekki til tals Í drögum að reglum um skráningu eigna þingmanna er ekki gert ráð fyrir því að þingmenn upplýsi um skuldir sínar, né um störf og hagsmunatengsl í fyrir- tækjum. Eignir maka verða fram taldar, telji hjónin fram saman. ALÞINGISHÚS AÐ MORGNI Drög að reglum um skráningu eigna þingmanna gera ekki ráð fyrir skráningu skulda þeirra, né að þeir upplýsi um störf sín í þágu fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓN MAGNÚSSON MAGNÚS STEFÁNSSON ÖGMUNDUR JÓNASSON Gert er ráð fyrir því að reglurnar, sem eru að danskri fyrirmynd, verði valkvæðar þannig að þingmenn geti valið hvort þeir fari eftir þeim eða ekki. Einnig er gengið út frá því að þær verði almennar starfs- reglur fyrir þingmenn en ekki lögbundnar. Það þýðir að ekki verður hægt að ákæra þingmenn fyrir að brjóta þær. Reglurnar hafa tafist í meðförum Alþingis í eina 18 mánuði, án þess að heyranleg umræða um þær hafi orðið milli flokka. VALKVÆÐAR REGLUR TAÍLAND, AP Samak Sundaravej, forsætisráðherra Taílands, er staðráðinn í að sitja áfram í embætti þrátt fyrir fjölmenn mótmæli vikum saman í höfuð- borginni Bangkok. Nú gæti svo farið að hann missti embættið fyrir að hafa stjórnað sjónvarpsþætti um matseld eftir að hann varð forsætisráðherra, og þar með brotið reglur sem banna að starfa hjá einkafyrirtæki samhliða opinberu embætti. Samak varði mál sitt fyrir stjórnlagadómstól landsins í gær, en úrskurðar dómstólsins er að vænta í dag. Samak sigraði í þingkosningum sem her landsins efndi til eftir að hafa steypt forvera hans, Thaksin Sinawatra, af stóli árið 2006. - gb Forsætisráðherra Taílands: Að falli kominn vegna matseldar SAMAK KAUPIR Í MATINN Ákærður fyrir stjórnarskrárbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Leiðtogaskipti urðu í Sósíaldemókrataflokki Þýska- lands á sunnudag. Kurt Beck hefur sagt af sér og við tekur varafor- maðurinn Franz Müntefering. Leið- togakjör verður svo haldið innan skamms. Jafnframt var skýrt frá því að Frank-Walter Steinmeier, sem verið hefur utanríkisráðherra í sam- steypustjórn íhaldsmanna og sósí- aldemókrata, verði kanslaraefni flokksins á næsta ári, þegar Þjóð- verjar kjósa nýtt þing. „Ég tók að mér þetta embætti til að koma flokki mínum til hjálpar,“ sagði Beck í yfirlýsingu. „Úr því að það virðist ekki lengur mögulegt, hef ég tekið afleiðingum þess.“ Samstarf sósíaldemókrata við Kristilega demókrataflokkinn í rík- isstjórn hefur kostað flokkinn vin- sældir og félagar í flokknum eru í fyrsta sinn í sögunni orðnir færri en félagar í Kristilega demókrata- flokknum. Angela Merkel, leiðtogi íhalds- manna og kanslari samsteypu- stjórnar stóru flokkanna, hefur hins vegar grætt fylgi á samstarf- inu og er orðin vinsælasti stjórn- málamaður Þýskalands. Beck tók við flokknum fyrir rúmum tveimur árum, þegar Ger- hard Schröder, fyrrverandi kansl- ari, sagði af sér í kjölfar þingkosn- inga, þar sem sósíaldemókratar töpuðu naumlega fyrir kristilegum demókrötum. Schröder fékk sér síðan vinnu hjá rússnesku orkufyr- irtæki. - gb Uppgjör meðal sósíaldemókrata í Þýskalandi: Steinmeier verður kanslaraefni FRANK-WALTER STEINMEIER utanríkis- ráðherra Þýskalands verður kanslaraefni sósíaldemókrata gegn Angelu Merkel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Maður á fimmtugs- aldri var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. september. Hann sat í gæslu- varðhaldi fyrir, en öðrum manni, sem einnig sat í haldi, var sleppt. Fyrir viku fannst maður látinn í íbúð sinni við Skúlagötu og er talið að höfuðáverkar hafi dregið hann til dauða. Báðir mennirnir voru hjá hinum látna þá um helgina. Á fréttavefnum Vísi segir að maðurinn neiti staðfastlega sök. Hann hafi setið að drykkju í íbúðinni föstudaginn 29. ágúst með húsráðanda og þriðja manni og yfirgefið húsið fyrstur. Vísir segir þriðja manninn staðfesta það. - kóp Mannslát við Skúlagötu: Einn áfram í gæsluvarðhald NÁTTÚRA Mosinn í kringum Hellisheiðarvirkjun er víða mjög skemmdur, vaxtarsprotar mosans hafa drepist og göt hafa komið í mosaþekjuna. Frá þessu var greint á vef Náttúrufræðistofnun- ar Íslands í gær. Á þessu stigi er ekki fullljóst hvað veldur mosadauðanum. Það þykir þó afar lílegt að mengun af völdum Hellisheiðarvirkjunar sé ástæðan fyrir gróðurskemmdun- um. Á síðu Náttúrufræðistofnun- ar kemur fram að öllum líkindum sé skaðvaldurinn brennisteins- vetni sem er mjög eitruð loftteg- und, nokkru þyngri en andrúms- loft og getur því safnast í allmiklu magni í lægðir einkum í kyrru veðri. Hellisheiðarvirkjun losar brennisteinsvetni í talsverðum mæli. - kdk Hellisheiðarvirkjun: Mengun talin drepa mosa HELLISHEIÐARVIRKJUN Mengun frá virkjuninni talin eiga sök á gróður- skemmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNARMÁL Fjölmenning á Vestfjörðum Fjórðungsþing Vestfirðinga skorar á félagsmálaráðherra að gera Fjölmenn- ingarsetrið að stjórnsýslustofnun á landsvísu, með höfuðstöðvar á Ísa- firði, sem yrði ráðgefandi um málefni innflytjenda. Skút hvolfdi í Hafnarfirði Ungur maður lenti í sjónum í Hafn- arfjarðarhöfn þegar lítilli skútu, sem hann var á, hvolfdi. Hann komst í nærstaddan bát, en hann var vel búinn og aldrei í hættu. SJÓSLYS GENGIÐ 08.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 162,7312 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 87 87,42 153,1 153,84 123,57 124,27 16,571 16,667 15,444 15,534 13,058 13,134 0,8004 0,805 134,15 134,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Þrír varamenn á þingi Varaþingmennirnir Alma Lísa Jóhannsdóttir, VG, Guðmundur Stein- grímsson, Samfylkingunni, og Samúel Örn Erlingsson, Framsóknarflokki, sitja á þingi þessa dagana í fjarveru aðalmanna. ALÞINGI VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 19° 13° 14° 19° 19° 25° 24° 29° 22° 29° 32° 27° 25° 26° 26° 31° 17° Á MORGUN 5-10 m/s FIMMTUDAGUR 3-10 m/s. 12 14 13 12 13 12 12 11 13 13 10 7 5 5 8 6 8 6 9 8 9 9 13 13 12 1313 1313 13 13 FYRIRFERÐ Í RIGNINGUNNI Hún er nokkuð fyrirferðamikil rign- ingin í kortunum næstu daga. Í dag verður reyndar þurrt á norðan- verðu landinu en síðan er útlit fyrir að rigningin nái norður yfi r land. Ekki er þó að sjá annað en að úr- komumagnið verði þar fremur lítið. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.