Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 8
8 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað er bæjarhátíðin í Reykjanesbæ kölluð? 2. Hvaða fyrirtæki vill reisa átöppunarverksmiðju í Hafnar- firði? 3. Hvenær var Háskólinn í Reykjavík stofnaður? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 RV U n iq u e 0 90 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Á kynningarverði Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi. UM HVERFISMERKI Svansmerkt RV hreinsiefni - með ferskum ilmi Á tilboði í september 2008Svansmerktar Lotus Professional pappírsvörur20 % afsláttur SKIPULAGSMÁL „Við horfum á fram- tíðarlausnir á öðrum stöðum í hverfinu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, eftir úrskurð um að lausar kennslustof- ur við leikskólann Hvamm séu þar í óleyfi. Hópur íbúa í Staðarhvammi lagði fram kæru í júlí til úrskurðarnefnd- ar skipulags- og byggingarmála í Hafnarfirði. Kæran er til komin vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um að veita eins árs stöðuleyfi fyrir tveimur færanleg- um kennslustofum við leikskólann Hvamm. Stofunum hafði nánast fyrir- varalaust verið komið fyrir við leikskólann. Þeim var ætlað að taka við um fjörutíu nýjum leikskólabörnum sem þegar hafa verið innrituð. Er þetta hluti af stefnu bæjaryfirvalda um að öll börn sem náð hafa eins og hálfs árs aldri geti fengið leikskólapláss. Íbúarnir telja að mikið ónæði muni skapast af aukinni umferð vegna stækkunarinnar í Hvammi. Bentu þeir á að bærinn hefði ekki getað leyft að stofunum yrði komið fyrir á bráðabirgðastöðuleyfi einu saman heldur þyrfti að gefa út hefðbundið byggingarleyfi að und- angenginni grenndarkynningu. Úrskurðarnefndin tók undir með íbúunum. „Umfang og eðli kennslu- stofa með fjölda barna og starfs- manna verður engan veginn lagt að jöfnu við hjólhýsi, gáma eða torgs- öluhús,“ segir í niðurstöðu nefndar- innar sem þar vitnar til skilmála fyrir stöðuleyfi til bráðabirgða. Íbúar í nágrenni leikskólans í Norðurbergi kærðu einnig stöðu- leyfi fyrir færanlegum kennslu- stofum þar og komst úrskurðar- nefndin að sömu niðurstöðu í því máli. Það mál fer nú, að sögn Lúð- víks, í ferli í ljósi úrskurðarins. Bæjarstjórinn óskaði eftir því fyrir helgi að fá fund með nágrönn- um Hvamms og verður sá fundur í dag. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það náist samkomulag og samstaða á þeim fundi,“ segir Lúðvík og bendir á að í sumar hafi verið rætt um ákveðnar úrbætur í samgöngumálunum til að tryggja að ekki yrði aukin umferð um heimagötu fólksins. Þá minnir bæjarstjórinn á að færanlegu stofurnar séu tímabund- in ráðstöfun. Framtíðarlausn á mál- inu verði kynnt á fundinum með íbúunum. „Við ættum að ná sam- komulagi sem byggir á því að menn gera sátt um að þessi starfsemi geti verið þarna í vetur þrátt fyrir þenn- an úrskurð á meðan við erum að vinna að því að klára skipulagsþátt- inn.“ gar@frettabladid.is Bæjarstjóri biðlar til íbúa vegna lausra leikskólastofa Hafnarfjarðarbær mátti ekki setja niður lausar stofur við leikskólann Hvamm nema uppfylla skilyrði bygg- ingarleyfis. Bæjarstjórinn hyggst í dag ná sátt þannig að 40 börn fái þegar útlutað leikskólaplássi. AÐRIR ÍBÚAR Í STAÐARHVAMMI Nágrannar leikskólans Hvamms mótmæltu harðlega þegar tvær kennslustofur voru fluttar þangað að næturlagi í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNNLÚÐVÍK GEIRSSON LÖGREGLUMÁL Ágúst Magnússon, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir barnaníð árið 2004, er fluttur til Svíþjóðar þar sem hann nemur orð guðs í sænskum biblíuskóla. Ágúst er á reynslulausn en fékk leyfi til að hefja nám við skólann, sem er í Uppsölum. Á fréttavefn- um Vísi kemur fram að Ágúst leigi herbergi hjá hjónum með tvö börn. Þau hafi ekki haft hugmynd um bakgrunn hans. Ágúst var sakfelld- ur fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum. Ríkissaksóknari krafðist þess við réttarhöldin að hann yrði beittur öryggisráðstöfun- um að afplánun lokinni. - kóp Barnaníðingur á reynslulausn: Ágúst nemur orð guðs ytra AFGANISTAN, AP Tvö myndbönd renna stoðum undir fullyrðingar bæði afganskra stjórnvalda og full- trúa Sameinuðu þjóðanna um að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum, sem bandaríski herinn stjórnaði, á þorpið Azizabad vest- antil í Afganistan þann 20. ágúst síðastliðinn. Á öðru myndbandinu, sem er óskýrt og líklega tekið með far- síma, má sjá tugi líka liggja í tveim- ur röðum á gólfi í mosku. Líkin eru öll hulin ábreiðum, en grátandi menn og konur sjást stundum lyfta ábreiðunum og þá koma í ljós látin börn eða afmynduð andlit látinna karla. Á hinu myndbandinu, sem er mun greinilegra, sjást þrjú ung börn vafin í hvíta klæðisdúka, og á líki fjórða barnsins sjást skelfileg höfuðsár. Samskipti afganskra stjórnvalda við Bandaríkin hafa verið stirðari eftir árásina. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, hefur árum saman gagnrýnt Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið fyrir það hve margir óbreytt- ir borgarar hafa fallið í árásum þeirra á ýmsum stöðum í Afganist- an. Hann segir slík mistök grafa undan bæði stjórn sinni og alþjóða- herliðinu í Afganistan. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að sjö almennir borgarar hafi farist í árásinni, auk 35 uppreisnar- manna, en Sameinuðu þjóðirnar og afgönsk stjórnvöld segja 60 börn og 15 konur meðal þeirra almennu borgara sem létu lífið. - gb Mannfall óbreyttra borgara í Afganistan: Líkin lágu í röðum DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri var nýlega dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norður- lands vestra. Maðurinn er dæmdur fyrir þjófnaðarbrot á Sauðárkróki þar sem hann starfaði hjá ræstinga- fyrirtæki sem annaðist ræstingar eftir lokun verslunar N1 á Sauðárkróki. Þaðan stal hann meðal annars Frelsis-símkortum fyrir gsm síma að andvirði rúmlega 360 þúsund króna. Þá er hann einnig sakfelldur fyrir að stela 112 þúsund krónum frá vinnuveitenda sínum. Þeir peningar fundust við líkamsleit lögreglu í endaþarmi þess dæmda. Maðurinn var og dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í málsvarnarlaun auk 360.500 króna til N1. - ovd Stal fé og Frelsiskortum: Stakk 112 þús- und krónum í endaþarminn DÓMSMÁL Reykvískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kveikja í jakka annars manns. Ríkissaksóknari ákærir mann- inn fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, en til vara hættubrot. Hann er ákærður fyrir að hafa kveikt í jakkabaki annars manns á skemmtistað. Sá sem kveikt var í varð eldsins fljótt var og komst úr jakkanum, slökkti eldinn og kom þannig í veg fyrir að líkamstjón hlytist af. - jss Maður á þrítugsaldri: Kveikti í jakka annars manns SKIPULAGSMÁL Tafarlausar mæl- ingar á hljóðmengun, loftmengun og umferð á Reykjanesbraut og nærliggjandi stofnbrautum, auk kynningar á niðurstöðum fyrir íbúa í nærliggjandi hverfum er meðal þess sem farið er fram á í áskorun stofnfundar Íbúasamtaka Lindahverfis til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Anna S. Magnúsdóttir, stjórnar- maður í samtökunum segir mikinn áhuga hjá íbúum á að koma að skipulagsmálum í hverfinu en rúmlega hundrað manns sóttu fundinn sem haldinn var síðastlið- inn fimmtudag. Hún segir að ályktanir fyrri íbúafundar, þar sem fjallað var um skipulagsmál í hverfinu hafi verið sendar bæjar- ráði. Ráðið hafi brugðist skjótt við því sem þar kom fram og lengt frest til athugasemda vegna breyt- inga á aðalskipulagi fyrir svokall- að Glaðheimasvæði við Linda- hverfi. Íbúar í Lindahverfi krefjast þess einnig að ekki verði gerðar frekari breytingar á gildandi aðal- og deiliskipulagi fyrr en mæling- arnar hafa farið fram. Þá vilja íbú- arnir að bæjaryfirvöld kynni með ítarlegri hætti, meðal annars á íbúafundi, þær hugmyndir sem þau hafa um þróun skipulags í hverfum við Reykjanesbraut. „Þessar nýju ályktanir verða núna sendar bæjarráði,“ segir Anna. - ovd Íbúasamtök Lindahverfis í Kópavogi krefja bæjaryfirvöld um mælingar: Skipulagið verði sett í bið SKUGGAVARP Nýstofnuð Íbúasam- tök Lindahverfis krefjast útreikninga á skuggavarpi fyrirhugaðs turns við Skógalind. ÍTALÍA, AP Þingmenn stjórnarand- stöðunnar á Ítalíu og leiðtogar gyðinga þar í landi brugðust ókvæða við þegar borgarstjórinn í Róm, Gianni Alemanno, neitaði í viðtali að fordæma fasisma. Í viðtalinu, sem birtist í dagblaðinu Corriere della Sera, fordæmdi Alemanno kynþáttalög- gjöf, sem fasistastjórn Mussolinis setti árið 1938. Þegar hann var spurður hvort hann teldi fasism- ann hafa verið „algjöra illsku“ vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni: „Ég tel ekki svo vera og hef aldrei talið svo vera: fasism- inn var flóknara fyrirbæri en svo,“ sagði hann. - gb Borgarstjórinn í Róm: Neitar að for- dæma fasisma GRAFIR HINNA LÁTNU Í árásinni á Azizabad fyrir hálfum mánuði eru tugir almennra borgara sagðir hafa fallið. NORDICPHOTOS/AFP Vilja fresta frumvarpi Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, skora á flokkinn að slá frumvarpi heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar á frest. Í ályktun þeirra segir að frumvarpið gangi í grundvallaratriðum gegn stefnu Sam- fylkingarinnar. STJÓRNMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.