Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 12
12 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Patrick Coveney, forstjóri írska samlokuframleið- andans Greencore, verður að hífa upp um sig bux- urnar til að bæta afkom- una og draga upp gengi fyrirtækisins á markaði. Gangi það ekki eru meiri líkur en minni á að Bakka- vör, sem á tæp ellefu pró- sent í fyrirtækinu kaupi bitann. Þetta segir í breska blaðinu The Irish Independent um helgina. Geri Bakkavör ekki yfir- tökutilboð megi reikna með að félagið sitji lengi á hlutnum. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, greindi fyrst opinber- lega frá skiptasamningi í Green- core enda apríl. Orðrómur um slíkt hafði lengi legið í loftinu, jafnvel gert því skóna að félagið ætli að taka Green- core yfir. Síðan Bakkavör tók bit- ann hafa rúm fimmtíu pró- sent hlutast af gengi sam- lokuframleiðans og stendur það í tveimur evrum á hlut í stað um 4,7 sem Bakkavör reiddi fram. Bakkavör tapaði 46,2 millj- ónum punda, jafnvirði 7,3 milljarða punda, vegna samnings- ins á fyrri hluta árs. Ágúst sagði í uppgjöri Bakkavarar í enda júlí að þrátt fyrir fall á gengi Greencore sé félagið vel í stakk búið til að styrkja markaðsstöðu sína í fram- tíðinni, til ávinnings fyrir hluthafa til lengri tíma litið. - jab KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta:369 4.113 +1,35% Velta: 5.427 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,53 +0,00% ... Atorka 4,79 +0,42% ... Bakkavör 25,60 +0,79% ... Eimskipafélagið 10,35 -16,47% ... Exista 7,10 +5,66% ... Glitnir 14,55 +1,04% ... Icelandair Group 20,45 +0,74% ... Kaupþing 710,00 +1,87% ... Landsbankinn 23,10 +0,44% ... Marel 84,50 +0,00% ... SPRON 3,49 +7,39% ... Straumur- Burðarás 8,77 +1,15% ... Össur 94,70 +0,53% MESTA HÆKKUN SPRON +7,39% EXISTA +5,66% ATLANTIC PETROL. +2,46% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ -16,47% EIK BANKI -0,91% Bakkavör gæti tek- ið írska bitann Ellefta bankagjaldþrot ársins varð í Bandaríkjunum á föstudag, en þá tók tryggingasjóður bandarískra sparifjár- eigenda, FDIC, yfir Silver State Bank í Nevada. Eignir bankans námu 2 milljörð- um dollara. Talið er að gjaldþrotið muni kosta skattgreiðendur á bilinu 450 til 550 milljónir dollara. Einkunnarorð bankans, sem lánaði mikið til byggingarverktaka og fast- eignaviðskipta í Las Vegas og annar stað- ar í Nevada, voru „Þó þú verðir illa úti í viðskiptum þínum við spilavítin munum við koma fram við þig sem mikilvægan viðskiptavin“. Fasteignamarkaðir í rík- inu hafa hrunið á síðasta ári. Andrew McCain, sonur Johns McCain forsetaframbjóðanda repúblíkana sat í stjórn bankans þar til í júlí, þegar hann sagði af sér vegna „persónulegra aðstæðna“. Af þessu tilefni hafa bandarískir fjöl- miðlar rifjað upp náið samband Johns McCain og Charles Keating, en Keating fjármagnaði stór fasteignakaup Cindy McCain, eiginkonu McCain. Bankastofnun Keating, American Cont- inental Corporation, varð gjaldþrota 1989 í upphafi síðustu hrinu bankagjaldþrota í Bandaríkjunum. Það gjaldþrot kostaði skattgreiðendur 3,4 milljarða dollara. - msh McCain tengist nýjasta bankagjaldþrotinu vestra ÁGÚST GUÐMUNDSSON „Svo framarlega sem ekki eru fleiri ísjakar marandi rétt undir sjávarborðinu, lítur út fyrir að Ísland muni standa af sér núver- andi ókyrrð.“ Þetta er niðurstaða Roberts Vanes í grein um íslenska bankaerfið sem birtist í tímaritinu Acquisitions Monthly. Í greininni er því haldið fram að ólíkt flest öllum öðrum fréttum af yfirstandandi fjármálakreppu líti út fyrir að íslenska ævintýrið muni enda vel. Í því sambandi er bent á góða afkomu íslensku bankanna á fyrsta helmingi ársins þrátt fyrir miklar afskriftir. Þó íslensku bank- arnir hafi ekki farið varhluta af alþjóðlegu lánsfjárkreppunni segir greinarhöfundur að viðhorf til þeirra á erlendum fjármagnsmörk- uðum virðist vera að batna. Í greininni er fjallað ítarlega um álagspróf Fjármálaeftirlitsins frá því í ágúst, en þau sýndu að eigin- fjárstaða íslensku bankanna sé það sterk að þeir gætu staðið af sér alvarleg fjárhagsleg áföll. Sam- kvæmt álagsprófinu myndi eigin- fjárhlutfall Kaupþings falla í 10,6 við slík áföll, Glitnis í 10,8 og Landsbankans í 9,4. Lögum sam- kvæmt má eiginfjárhlutfall ekki falla niður fyrir átta prósent. Greinarhöfundur telur mikinn styrk felast í alþjóðlegum umsvif- um bankanna, og fjallar í því sam- bandi um umsvif Straums í Finn- landi, Bretlandi og Tékklandi. Nú er svo komið að 65 prósent af tekj- um Straums eru af erlendri starf- semi. - msh Spáir farsælum endi hérlendis Glitnir keypti í gær 8,9 prósenta hlut í Atorku Group fyrir rúma 1,4 milljarða króna. Þetta samsvarar 300 milljón hlutum sem koma úr eignasafni Atorku, samkvæmt flöggun félaganna til Kauphallarinnar. Með viðskiptunum verður Glitnir þriðji stærsti hluthafinn í Atorku. Bankinn átti áður enga hluti í félaginu. Nokkrir snertifletir eru á bankanum og fjárfestingafélag- inu en félögin eiga bæði stóra hluti í Geysi Green Energy auk þess sem stjórnarformenn beggja félaga stýrðu áður útgerðarfélaginu Samherja. - jab Glitnir kaupir í Atorku Group VIÐ KAUPHÖLL ÍSLANDS Í nýjasta hefti tímaritsins Acquisitions Monthly er farið lofsamlegum orðum um íslenska bankakerfið. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.