Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Ómar ómar er að setja á fót fyrirtæki sem mun standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum. Hann hefur stundað bootcamp í tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ómar Ágústsson eða Ómar ómar eins og hann vill láta kalla sig, hefur stundað bootcamp-æfingar síðustu tvö árin en áður hafði hann ekkert stundað íþróttir að ráði. „Ég hafði eitthvað verið að lyfta áður, en ég var ekki í neinum íþróttum. Ég hafði aldrei hlaupið meira en þrjá kílómetra áður en ég byrjaði í bootcamp,“ útskýrir Ómar en hann hljóp svokallað últ- ra maraþon í sumar, 55 kílómetra hlaup frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. „Ég hef stundað bootcamp í tvö ár og árangurinn hefur verið stanslaus og áhuginn hjá mér eykst alltaf. Æfingarnar eru það fjölbreyttar að þetta er alltaf skemmtilegt. Svo hef ég eignast stóran hóp af kunningjum og vinum í þessu og það heldur manni líka við efnið “ Ómar hefur sett sér það mark- mið að taka þátt í Ironman-keppn- inni innan þriggja ára en það er þríþraut sem hefst á 3,8 kílómetra sundi, svo taka við 180 kílómetra hjólreiðar og endað er með því að hlaupa maraþon. „Það verður reyndar haldin Ironman-keppni hér á landi næsta sumar, en ég ætla aðeins að sjá til hvernig veturinn gengur hjá mér og hvort ég get tekið þátt.“ heida@frettabladid.is Stefnir á járnmanninn Ómar ómar hefur í nógu að snúast en auk þess að vera umboðsmaður rokkhljómsveitar og vinna sem tæknimaður, hleypur hann últramaraþon og stundar bootcamp af kappi. TRÖNUBER eru nýjung í matargerð hérlend- is. Þau eru talin vinna gegn þvagfærasjúkdómum. Ástæðan er talin vera sú að í berjunum er efni sem kallast proanthocyanid sem kemur í veg fyrir að bakt- eríurnar geti fest sig við þvagblöðruvegginn. Nánari upplýsingar á www.heilsuhusid.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.