Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 18
„Það er námsefni áttunda til tíunda bekkjar grunnskóla í ensku, íslensku og stærðfræði sem kennt er í grunnnámsdeildum okkar. Þar er verið að bæta undirstöðugreinar sem síðan er hægt að byggja ofan á,“ segir Katrín Þorgrímsdóttir námsráðgjafi hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Ný námskeið eru að hefjast þar í dag en Katrín segir reyndar alltaf hægt að byrja, enda sé námið ein- staklingsmiðað og hver og einn geti farið á sínum hraða gegnum það. „Sumir taka bara eina önn og fara í framhaldsskóla eftir áramótin. Aðrir halda áfram hjá okkur,“ segir hún og tekur fram að fólk sé með svo mismunandi bakgrunn. „Sumir hafa dottið út úr grunnskóla en aðrir fallið í framhaldsskóla með einkunnir upp á 4,5. Langflestir hafa einhvern grunn að byggja á en þeir sem ekki hafa hann fá þá þjón- ustu sem þeir þurfa á að halda,“ segir hún. „Svo er þetta kjörið nám fyrir fullorðið fólk sem vill hjálpa börnunum sínum við heimanámið en vill sjálft hressa upp á kunnátt- una fyrst,“ bendir hún einnig á. Katrín segir grunnnámið hafa verið vel sótt síðustu vetur og mikil ánægja hafi verið með það. Flestir nemendur hafi verið á aldrinum 16 til 20 ára og margir þeirra haldi áfram í framhaldsskóla. Misjafnt sé hvort fólk taki fyrir fleiri fög en eitt. Kennslan fer fram í Mjóddinni á kvöldin og byrjar klukkan 17.20 og er til 21. Á heimasíðunni www.namsflokk- ar.is er hægt að sjá allt um verð og tímana. gun@frettabladid.is Hresst upp á kunnáttuna Þó að fólk hafi af einhverjum ástæðum fallið út úr skóla á það góða möguleika á að halda áfram að læra. Námsflokkar Reykjavíkur bjóða upp á einstaklingsmiðaða kennslu í nokkrum undirstöðugreinum. SUMIR álíta að ungbarnanudd stuðli að því að börn þroskist og þyngist fyrr en önnur börn. Fyrirtækið Ungbarnanudd er eitt af þeim sem kenna slíkt nudd á Íslandi. Markhópur Ungbarnanudds eru foreldrar barna á aldrinum eins til tíu mánaða. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 17. september. Sjá www.ungbarnanudd.is. „Langflestir hafa einhvern grunn að byggja á en þeir sem ekki hafa hann fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda,“ segir Katrín Þorgrímsdóttir, námsráðgjafi hjá Námsflokkum Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI www.tskoli.is Rafvirkjanám fyrir vélstjóra Véltækniskólinn býður vélstjórum og nemendum í vélstjórn að ljúka bóklegum hluta rafvirkjanáms í arnámi með staðbundnum lotum. Inntökuskilyrði: Að hafa lokið 4. stigi vélstjórnar eða vera í vélstjórnarnámi og hafa lokið áfanganum RAF 464. Námsgjöld eru kr. 48.000- auk tryggingar kr. 20.000- sem verður endurgreidd að námi loknu. Sótt er um á www.tskoli.is. Umsóknarfrestur er til 17. september. Véltækniskólinn er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. S K R Á N I N G S T E N D U R Y F I R www.myndlistaskolinn.is teikning leir málun fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna vatnslitun sími 551-1990 litaskynjun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.