Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 24
 9. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fl utningar Dýralæknirinn Sif Traustadóttir er sérfræðingur í atferli dýra. Hún segir hunda, ketti og stóra fugla eiga erfiðast með að skipta um heimkynni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það tekur tíma að aðlagast nýjum heimkynnum, ekki síst fyrir vanaföst gæludýr, en til eru ýmis úrræði sem bægja frá þeim kvíða og streitu. „Flutningar geta valdið gæludýr- um miklum kvíða og streitu, og eru kettir, hundar og stærri fuglar dæmi um afar vanaföst gæludýr,“ segir Sif Traustadóttir dýralæknir og sérfræðingur í atferli dýra. „Köttum þarf að halda inni í allt að tvær vikur á nýjum stað, því annars vilja þeir leita aftur á gamla heimilið og algengt að þeir reyni strok við fyrsta tækifæri,“ segir Sif og bætir við að dýr geri sér vitaskuld enga grein fyrir því sem er að gerast hjá heimilisfólk- inu og erfitt sé að útskýra flutn- inga fyrir þeim. „Því er eðlilegt að þau vilji fara heim sem fyrst aftur og vera þar áfram. Kettir geta farið um mjög langan veg í leit að gamla heimil- inu og reyna jafnvel að flytja inn á nýju íbúana, eða þá nágranna á gamla staðnum, til þess eins að þurfa ekki að segja skilið við gamla hverfið sitt. Gott ráð er að sjóða fisk og gera köttum gott svo þeir fái strax matarást á nýja staðnum,“ segir Sif. „Hundar eru oftast sáttari við ný heimkynni því þeim líður vel innan um fólkið sitt og fara sjaldn- ast út nema í taumi. Nagdýr, fisk- ar og önnur gæludýr í búrum eru ekki eins viðkvæm fyrir flutningi því þau eru vön búri sínu sem föst- um samastað,“ segir Sif og bend- ir gæludýraeigendum á sérstök lyktarhormón sem fáanleg eru hjá dýralæknum og gagnast vel í kringum flutninga. „Þetta eru ferómón sem hafa slakandi og róandi áhrif, og hjálpa dýrum að komast yfir streitu og kvíða. Hormónin fást í úðabrúsa eða kló sem stungið er í innstungu og við það gufa upp ferómón sem dýrin skynja. Klóin dugar í mánuð og best að setja hana strax í sam- band á gamla staðnum meðan pakkað er og aftur á nýja staðn- um þegar þangað er komið. Katt- arhormónið inniheldur efni sem kettir framleiða í andlitskirtlum og nota til að merkja sér svæði þegar þeir nudda sér utan í hús- gögn og skálmar fólks, en hunda- hormónið inniheldur efni sem tíkur framleiða í kirtlum kringum spena sína og tengjast mjólkurgjöf og umhirðu hvolpa. Hvort tveggja er heimilisleg lykt sem veitir ró- andi tilfinningu,“ segir Sif. „Öllum gæludýrum þarf að sýna meiri athygli og hlýju í kringum flutninga, gleyma ekki að sinna þeim og hafa þau ekki útund- an þótt annríkið sé mikið. Þegar streita leggst á ketti vilja þeir fela sig, leggjast undir rúm, ekki gefa sig að fólki og reyna að strjúka, en hundar ýmist draga sig í hlé eða taka upp á óþekkt sem þeir ann- ars gera ekki,“ segir Sif og tekur fram að gruni gæludýraeigend- ur að dýr þeirra séu haldin sjúk- dómi, eða viti til þess að þau séu lasin, með til að mynda flogaveiki, þurfi að fylgjast sérstaklega vel með þeim meðan á flutningunum stendur. - þlg Góð ráð við streitu og kvíða gæludýra Flutningar milli landa geta verið umfangsmiklir og að mörgu þarf að huga. Eitt er að pakka niður heilli búslóð og velja það sem taka á með, og annað er sá frumskógur eyðublaða sem þarf að fylla út og ganga frá. Hjá fyrirtækinu Pökk- un & flutningar ehf. er boðið upp á þá þjónustu að fá allri búslóðinni pakkað niður og tekna upp á nýja heimilinu sé þess óskað. Fyrirtæk- ið getur annast flutninga á áfanga- stað og einnig sjá starfsmenn fyr- irtækisins um alla þá pappírs- vinnu sem fylgir flutningunum, svo sem farmbréf, tollafgreiðslu og annað. Fyrirtækið gerir tilboð í hvert verk. Nánari upplýsingar á www.propack.is. Fyrirhafnarlitlir flutningar Flutningabílstjórar þurfa hvíld og næringu á ferðum sínum um landið og til þess hafa þeir sína föstu viðkomustaði. Einn þeirra er Shellskálinn í Freysnesi í Ör- æfum. Bílstjórar sem aka milli Suðaustur- og Austurlands eiga þar vísan kvöldmat fimm daga vikunnar. Hafdís Gunnarsdóttir er yfirkokkur í skálanum og við slógum á þráðinn til hennar síð- degis í gær. Hafdís, hvað ertu með í pott- unum fyrir kvöldið? „Ég verð með lambalæri kryddað með blóðbergi, birki og öðrum villijurtum úr umhverf- inu, brúnaðar kartöflur, sósu, salatbar og súpu.“ Er lambakjötið vinsælt hjá bíl- stjórunum? „Já, það er uppáhaldið.“ Áttu von á mörgum í mat? „Það eru tólf til fimmtán manns í trukkaflotanum bæði á austur- og suðurleið og svo koma alltaf einhverjir inn af götunni líka.“ Eftirmatur? „Ekki í kvöld, býst ég við en stundum bý ég til eitthvað gott í eftirmat. Það verður að vera tilbreyting í þessu. Svo er alltaf kaffi á könnunni.“ - gun Krydd úr umhverfinu Hafdís, til vinstri, eldar fyrir flutningabílstjórana fimm daga vikunnar og afgreiðir mat til ellefu á kvöldin. MYND/SIG.GUNNARSSON N3 • www.n3.is Ásmundur • S: 899 7424 N3 fl ytur fyrir þig Búslóð og vörufl utningar N3.is 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.